Dæmdur fyrir að drepa bófa sem íslensk kona kom upp um Jón Þór Stefánsson skrifar 7. september 2024 14:36 James „Whitey“ Bulger er lengst til vinstri, Fotios Geas er í miðjunni og Anna Björnsdóttir til hægri Getty/AP Bandaríski glæpamaðurinn Fotios „Freddy“ Geas hefur hlotið 25 ára fangelsisdóm fyrir að verða hinum alræmda James „Whitey“ Bulger að bana í fangelsi árið 2018. Geas er nú þegar að afplána lífstíðarfangelsisdóm og bætist 25 ára dómurinn við þá refsingu. Honum var gefið að sök að berja Bulger ítrekað með lás sem var festur við belti. Árásin átti sér stað þegar Bulger, sem var þá 89 ára gamall, var færður á milli fangelsa í Flórídaríki Bandaríkjanna. Verjendur Geas héldu því fram að hann hefði ekki notað lásinn heldur hefði hann barið Bulger með hnefunum. Fyrir dómi kom fram að fangar hefðu fengið fregnir af fyrirhugaðri komu Bulger. Fangi sem bar vitni sagði að Bulger hefði verið kjaftaskúmur og fangarnir hafi þegar í stað ákveðið að drepa hann. Íslensk kona kom upp um Bulger Bulger var höfuðpaur í írsku gengi í borginni Boston á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Bandaríska alríkislögreglan hefur haldið því fram að hann hafi verið heimildarmaður þeirra og að hann hafi veitt stofnunni upplýsingar um keppinauta sína. Bulgar neitaði því hins vegar alfarið. Árið 1994 varð Bulger einn eftirlýstasti maður Bandaríkjanna eftir að hann fékk ábendingu frá tengilið sínum hjá alríkislögreglunni um að hann yrði sóttur til saka. Hann flúði Boston og var á flótta í sextán ár, en það var hin íslenska Anna Björnsdóttir sem kom upp um hann árið 2011. Sjá nánar: Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Anna bjó í næsta húsi við Bulger í Santa Monicu í Kaliforníuríki. Fyrir ábendinguna hlaut hún tvær milljónir Bandaríkjadollara. Nokkrum dögum áður en Bulger var handtekinn sýndi alríkislögreglan sjónvarpsþátt um hann og kærustu hans Catherine Greig. Anna horfði á þennan þátt, reyndar í Reykjavík, og þá rann upp fyrir henni að líklega væri um nágrannana að ræða. Hún hringdi í alríkislögregluna og fékk ekkert svar, en las skilaboð inn á símsvara. Erlend sakamál Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15 Blaðakona segist hafa borið nafnbirtingu undir yfirvöld Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James "Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. 10. október 2011 18:29 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Geas er nú þegar að afplána lífstíðarfangelsisdóm og bætist 25 ára dómurinn við þá refsingu. Honum var gefið að sök að berja Bulger ítrekað með lás sem var festur við belti. Árásin átti sér stað þegar Bulger, sem var þá 89 ára gamall, var færður á milli fangelsa í Flórídaríki Bandaríkjanna. Verjendur Geas héldu því fram að hann hefði ekki notað lásinn heldur hefði hann barið Bulger með hnefunum. Fyrir dómi kom fram að fangar hefðu fengið fregnir af fyrirhugaðri komu Bulger. Fangi sem bar vitni sagði að Bulger hefði verið kjaftaskúmur og fangarnir hafi þegar í stað ákveðið að drepa hann. Íslensk kona kom upp um Bulger Bulger var höfuðpaur í írsku gengi í borginni Boston á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Bandaríska alríkislögreglan hefur haldið því fram að hann hafi verið heimildarmaður þeirra og að hann hafi veitt stofnunni upplýsingar um keppinauta sína. Bulgar neitaði því hins vegar alfarið. Árið 1994 varð Bulger einn eftirlýstasti maður Bandaríkjanna eftir að hann fékk ábendingu frá tengilið sínum hjá alríkislögreglunni um að hann yrði sóttur til saka. Hann flúði Boston og var á flótta í sextán ár, en það var hin íslenska Anna Björnsdóttir sem kom upp um hann árið 2011. Sjá nánar: Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Anna bjó í næsta húsi við Bulger í Santa Monicu í Kaliforníuríki. Fyrir ábendinguna hlaut hún tvær milljónir Bandaríkjadollara. Nokkrum dögum áður en Bulger var handtekinn sýndi alríkislögreglan sjónvarpsþátt um hann og kærustu hans Catherine Greig. Anna horfði á þennan þátt, reyndar í Reykjavík, og þá rann upp fyrir henni að líklega væri um nágrannana að ræða. Hún hringdi í alríkislögregluna og fékk ekkert svar, en las skilaboð inn á símsvara.
Erlend sakamál Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15 Blaðakona segist hafa borið nafnbirtingu undir yfirvöld Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James "Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. 10. október 2011 18:29 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00
Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15
Blaðakona segist hafa borið nafnbirtingu undir yfirvöld Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James "Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. 10. október 2011 18:29