Póstur í rugli? Árni Guðmundsson skrifar 7. september 2024 14:02 Það vakti nokkra undrun þegar Íslandspóstur kynnti sérstaklega samstarf sitt við fyrirtæki sem stundar ólöglega smásölu áfengis. Alveg einstaklega vanhugsaður og óviðeigandi gjörningur af hálfu fyrirtækis sem er í eigu almennings. Leit að siðareglum Póstsins virtust ekki skila neinum niðurstöðum. Það er afar sorglegt að forstjóri Póstsins, og einhverjir yfirmenn fyrirtækisins, virðast ekki þekkja áfengislöggjöfina. Þekki ekki mun þess þegar að lögráða einstaklingur kaupir áfengi erlendis frá, flytur inn í eigin nafni, til eigin nota, með tilheyrandi innflutningspappírum, sköttum, gjöldum o.fl og á kol ólöglegri almennri smásölu áfengis á vegum fyrirtækja innanlands, sem brýtur í bága við landslög. Póstinum þ.e. stjórnendur fyrirtækisins virðast ekki heldur skilja að Pósturinn, sem sérlegur sendimaður viðkomandi fyrirtækis, er aðili, þátttakandi, gerandi, í ferli sem er algerlega ólöglegt. Mál vegna kol ólöglegrar áfengisölu af þessu tagi er í ákæruferli hjá saksóknara. Á sama tíma gerir Pósturinn samstarfssamning við eitt slíkt fyrirtæki, lýsir yfir ánægju með samstarfið og sendir sérstaklega frá sér tilkynningu þar um. Tekur þar með opinbera afstöðu með starfsemi sem er ólögleg. Þar sem varan er lögleg, þá er allt í himnalagi að mati Póstsins, þrátt fyrir að skýr lög kveði á um hvernig ber að höndla með vöruna ( áfengi ) s.s. sölufyrirkomulag og fleira. Ég dreg það stórlega í efa að Pósturinn myndi senda hjól fyrir einstaklinga eða fyrirtæki (sem er löglegur varningur/ vara) ef fyrirtækinu væri kunnugt um að hjólin væru augljóslega illa fengin? Þessi undarlega nálgun Póstsins varð mér tilefni til að kanna hvort fyrirtækið hefð engar siðareglur? Á heimasíðu fyrirtækisins er er ekki að sjá að svo sé, sem hugsanlega getur skýrt þessa undarlegu afstöðu varðandi ólöglega áfengissölu? En eftir ítarlegri leit mátti finna siðreglur sem aðalega lúta að starfsfólki fyrirtækisins og hátterni þess. Þar segir að í fyrirtækinu skuli starfa siðanefnd sem forstjóri fyrirtækisins skipi í, sem vekur þá spurningu hvort stjórn og æðstu starfsmenn Póstsins séu yfir þetta regluverk hafið? Kjarni málsins er einfaldlega sá að það er ekki hlutverk Póstsins eða stjórnanda þess að taka afstöðu með þeim aðilum sem ganga með augljósum og ólöglegum hætti gegn þeim lýðheilsu og velferðar markmiðmiðum sem hér ríkja og koma fram í lögum, reglum og opinberri stefnu. Það er einfaldlega algerlega með öllu óboðlegt. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur – sérfræðingur í forvarnarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Áfengi Netverslun með áfengi Árni Guðmundsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Það vakti nokkra undrun þegar Íslandspóstur kynnti sérstaklega samstarf sitt við fyrirtæki sem stundar ólöglega smásölu áfengis. Alveg einstaklega vanhugsaður og óviðeigandi gjörningur af hálfu fyrirtækis sem er í eigu almennings. Leit að siðareglum Póstsins virtust ekki skila neinum niðurstöðum. Það er afar sorglegt að forstjóri Póstsins, og einhverjir yfirmenn fyrirtækisins, virðast ekki þekkja áfengislöggjöfina. Þekki ekki mun þess þegar að lögráða einstaklingur kaupir áfengi erlendis frá, flytur inn í eigin nafni, til eigin nota, með tilheyrandi innflutningspappírum, sköttum, gjöldum o.fl og á kol ólöglegri almennri smásölu áfengis á vegum fyrirtækja innanlands, sem brýtur í bága við landslög. Póstinum þ.e. stjórnendur fyrirtækisins virðast ekki heldur skilja að Pósturinn, sem sérlegur sendimaður viðkomandi fyrirtækis, er aðili, þátttakandi, gerandi, í ferli sem er algerlega ólöglegt. Mál vegna kol ólöglegrar áfengisölu af þessu tagi er í ákæruferli hjá saksóknara. Á sama tíma gerir Pósturinn samstarfssamning við eitt slíkt fyrirtæki, lýsir yfir ánægju með samstarfið og sendir sérstaklega frá sér tilkynningu þar um. Tekur þar með opinbera afstöðu með starfsemi sem er ólögleg. Þar sem varan er lögleg, þá er allt í himnalagi að mati Póstsins, þrátt fyrir að skýr lög kveði á um hvernig ber að höndla með vöruna ( áfengi ) s.s. sölufyrirkomulag og fleira. Ég dreg það stórlega í efa að Pósturinn myndi senda hjól fyrir einstaklinga eða fyrirtæki (sem er löglegur varningur/ vara) ef fyrirtækinu væri kunnugt um að hjólin væru augljóslega illa fengin? Þessi undarlega nálgun Póstsins varð mér tilefni til að kanna hvort fyrirtækið hefð engar siðareglur? Á heimasíðu fyrirtækisins er er ekki að sjá að svo sé, sem hugsanlega getur skýrt þessa undarlegu afstöðu varðandi ólöglega áfengissölu? En eftir ítarlegri leit mátti finna siðreglur sem aðalega lúta að starfsfólki fyrirtækisins og hátterni þess. Þar segir að í fyrirtækinu skuli starfa siðanefnd sem forstjóri fyrirtækisins skipi í, sem vekur þá spurningu hvort stjórn og æðstu starfsmenn Póstsins séu yfir þetta regluverk hafið? Kjarni málsins er einfaldlega sá að það er ekki hlutverk Póstsins eða stjórnanda þess að taka afstöðu með þeim aðilum sem ganga með augljósum og ólöglegum hætti gegn þeim lýðheilsu og velferðar markmiðmiðum sem hér ríkja og koma fram í lögum, reglum og opinberri stefnu. Það er einfaldlega algerlega með öllu óboðlegt. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur – sérfræðingur í forvarnarmálum.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun