Mjúk lending frekar en niðurskurður í fjárlögum Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 6. september 2024 15:07 „Þetta eru góð fjárlög,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson um fjárlagafrumvarpið sem hann ætlar að leggja fram á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson mun leggja fram fjárlagafrumvarp næstkomandi þriðjudag. Hann segist bjartsýnn um að sátt verði um frumvarpið, en getur ekki tjáð sig um innhald þess að svo stöddu. „Þetta eru góð fjárlög. Þau styðja við það sem við höfum verið að leggja upp með og byggja auðvitað á fjármálaáætluninni sem var samþykkt á þinginu í vor,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Sú áætlun hefur fengið umsögn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðlabankanum um að þar sé nægjanlegt aðhald til þess að ná verðbólgu hér niður og síðan væntanlega vöxtum í framhaldinu. Um leið þá erum við með öflugan ríkissjóð sem styður við velferðarkerfið og alla þá þætti sem þurfa að ganga í íslensku samfélagi.“ Er eitthvað um niðurskurð í fjárlögunum? „Nei, það er eins og ég segi, við erum að reyna að ná mjúkri lendingu í hagkerfinu eftir þennslu undanfarina ára. Við höfum séð mikinn gríðarlega mikinn ágang á ríkissjóði umfram það sem við spáðum í fjárlögum hvers árs, eða hundrað milljarða þrjú ár í röð. Þá fjármuni höfum við notað til að lækka skuldabirgði ríkissjóðs. Þannig staðan er býsna góð og þegar við horfum til framtíðar, bara strax á næsta ári, þá virðumst við vera komin í jafnvægi.“ Sigurður Ingi segir að í fjárlögunum sé tekið tillit til þess að stýrivextir séu farnir að býta á hjá heimilum landsins. „Við gerðum það klárlega í tengslum við kjarasamningana og þær aðgerðir sem við ákváðum, og höfum komið þeim í fjárlögin. Þannig það er verið að styrkja þá hópa sem verða mest fyrir barðinu á þessum háu vöxtum, ungu fólki, barnafólki, fólki á húsnæðismarkaði. Það eru þeir þættir sem við tókum á þar, og munum halda áfram að gera.“ Hann bendir á að það sé mat Seðlabankans að þurfi hátt raunvaxtastig að svo stöddu, en á sama tíma séu vonbrigði að verðbólgan hafi ekki farið hraðar niður. „Ég hef hins vegar fulla trú á því að við séum komin á þá braut að þetta fari hratt lækkandi og við munum sjá það hér á næstu mánuðum.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Seðlabankinn Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
„Þetta eru góð fjárlög. Þau styðja við það sem við höfum verið að leggja upp með og byggja auðvitað á fjármálaáætluninni sem var samþykkt á þinginu í vor,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Sú áætlun hefur fengið umsögn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðlabankanum um að þar sé nægjanlegt aðhald til þess að ná verðbólgu hér niður og síðan væntanlega vöxtum í framhaldinu. Um leið þá erum við með öflugan ríkissjóð sem styður við velferðarkerfið og alla þá þætti sem þurfa að ganga í íslensku samfélagi.“ Er eitthvað um niðurskurð í fjárlögunum? „Nei, það er eins og ég segi, við erum að reyna að ná mjúkri lendingu í hagkerfinu eftir þennslu undanfarina ára. Við höfum séð mikinn gríðarlega mikinn ágang á ríkissjóði umfram það sem við spáðum í fjárlögum hvers árs, eða hundrað milljarða þrjú ár í röð. Þá fjármuni höfum við notað til að lækka skuldabirgði ríkissjóðs. Þannig staðan er býsna góð og þegar við horfum til framtíðar, bara strax á næsta ári, þá virðumst við vera komin í jafnvægi.“ Sigurður Ingi segir að í fjárlögunum sé tekið tillit til þess að stýrivextir séu farnir að býta á hjá heimilum landsins. „Við gerðum það klárlega í tengslum við kjarasamningana og þær aðgerðir sem við ákváðum, og höfum komið þeim í fjárlögin. Þannig það er verið að styrkja þá hópa sem verða mest fyrir barðinu á þessum háu vöxtum, ungu fólki, barnafólki, fólki á húsnæðismarkaði. Það eru þeir þættir sem við tókum á þar, og munum halda áfram að gera.“ Hann bendir á að það sé mat Seðlabankans að þurfi hátt raunvaxtastig að svo stöddu, en á sama tíma séu vonbrigði að verðbólgan hafi ekki farið hraðar niður. „Ég hef hins vegar fulla trú á því að við séum komin á þá braut að þetta fari hratt lækkandi og við munum sjá það hér á næstu mánuðum.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Seðlabankinn Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira