„Þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. september 2024 21:31 Aron Pálmarsson átti fínan leik fyrir FH í kvöld. Vísir/Anton Brink „Ekkert spes fannst mér, fannst við ekkert sýna neinar sparihliðar og koma voðalega þægilegir inn í leikinn. ,“ sagði Aron Pálmarsson um frammistöðu FH í 27-23 sigri gegn Fram í 1. umferð Olís deildar karla í kvöld. Aron var markahæstur í liði FH í kvöld með 7 mörk en þegar FH-ingar voru komnir í smá brekku sóknarlega í seinni hálfleik var leitað til Arons sem svaraði kallinu. „Mér fannst við bara gera nóg sem á ekki að vera boðlegt fyrir okkur. Danni [Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH] var reyndar geggjaður en allt of margir lykilleikmenn í liðinu voru annað hvort lélegir eða gerðu nóg,“ sagði Aron í samtali við Vísi eftir leik. Garðar Ingi Sindrason byrjaði í vinstri skyttunni hjá FH í kvöld og þá kom Ingvar Dagur Gunnarsson inn í vörnina í síðari hálfleik en þetta eru leikmenn fæddir 2007 og 2006. „Mjög ánægður með þá. Þvílíkur munur á þeim bara á þremur mánuðum, manni fannst þeir vera krakkar í fyrra en núna fullorðnir menn. Þeir voru áræðnir og gerðu lítið af mistökum. Ingvar tók allar árásir frá þeim og gerði það feykivel. Þeir verða bara betri, breikka hópinn okkar. Gassi er mikið mikla hæfileika og gott að hann sé að fá mínútur.“ „Þetta er það sem við viljum vera þekktir fyrir. Við höfum alltaf haft góða leikmenn í okkar yngri flokkum og það er frábært að sjá að þeir séu að fá slatta af mínútum í fyrsta leik.“ Aron býst við spennandi tímabili í sumar. „Ætli þetta verði ekki svipað og í fyrra. Það var sama hvert þú fórst þá var erfitt að spila. Maður sá það á úrslitum leikjanna og það er skemmtilegt. Þetta er ástríðudeild og þess vegna var ég pirraður út í okkur hvernig við skiluðum þessum leik af okkur. Jú jú, við erum Íslandsmeistararnir og erum helvíti góðir og allt það. Mér fannst við samt ætla að gera þetta með vinstri.“ „Það var fullt af fínum spilköflum og við stigum upp í lokin. Við viljum hafa kaflana töluvert lengri því ég þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði. Við erum búnir að æfa síðan í lok júlí og spila fullt af æfingaleikjum. Þú átt bara að mæta klár í fyrsta leik og sýna þínar bestu hliðar. Við munum gera það í næsta leik.“ Olís-deild karla FH Fram Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Aron var markahæstur í liði FH í kvöld með 7 mörk en þegar FH-ingar voru komnir í smá brekku sóknarlega í seinni hálfleik var leitað til Arons sem svaraði kallinu. „Mér fannst við bara gera nóg sem á ekki að vera boðlegt fyrir okkur. Danni [Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH] var reyndar geggjaður en allt of margir lykilleikmenn í liðinu voru annað hvort lélegir eða gerðu nóg,“ sagði Aron í samtali við Vísi eftir leik. Garðar Ingi Sindrason byrjaði í vinstri skyttunni hjá FH í kvöld og þá kom Ingvar Dagur Gunnarsson inn í vörnina í síðari hálfleik en þetta eru leikmenn fæddir 2007 og 2006. „Mjög ánægður með þá. Þvílíkur munur á þeim bara á þremur mánuðum, manni fannst þeir vera krakkar í fyrra en núna fullorðnir menn. Þeir voru áræðnir og gerðu lítið af mistökum. Ingvar tók allar árásir frá þeim og gerði það feykivel. Þeir verða bara betri, breikka hópinn okkar. Gassi er mikið mikla hæfileika og gott að hann sé að fá mínútur.“ „Þetta er það sem við viljum vera þekktir fyrir. Við höfum alltaf haft góða leikmenn í okkar yngri flokkum og það er frábært að sjá að þeir séu að fá slatta af mínútum í fyrsta leik.“ Aron býst við spennandi tímabili í sumar. „Ætli þetta verði ekki svipað og í fyrra. Það var sama hvert þú fórst þá var erfitt að spila. Maður sá það á úrslitum leikjanna og það er skemmtilegt. Þetta er ástríðudeild og þess vegna var ég pirraður út í okkur hvernig við skiluðum þessum leik af okkur. Jú jú, við erum Íslandsmeistararnir og erum helvíti góðir og allt það. Mér fannst við samt ætla að gera þetta með vinstri.“ „Það var fullt af fínum spilköflum og við stigum upp í lokin. Við viljum hafa kaflana töluvert lengri því ég þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði. Við erum búnir að æfa síðan í lok júlí og spila fullt af æfingaleikjum. Þú átt bara að mæta klár í fyrsta leik og sýna þínar bestu hliðar. Við munum gera það í næsta leik.“
Olís-deild karla FH Fram Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira