Allir austur um helgina Bjarki Sigurðsson skrifar 5. september 2024 12:14 Sjórinn verður ekki endilega jafn hlýr og í júní árið 2019 þegar þessi mynd var tekin í Neskaupstað. En veðrið verður samt sem áður afar gott. Vísir/Vilhelm Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar hvetur alla landsmenn að ferðast austur í veðurblíðuna um helgina. Á Vestfjörðum og Norðurlandi eru gular veðurviðvaranir, og losnaði bátur frá bryggju á Ísafirði vegna veðurofsans. Þessa dagana eru íbúar höfuðborgarsvæðisins aðlagast lífinu í grámyglunni eftir sumarið og eru íbúar á Vestfjörðum og Norðurlandi að glíma við gular veðurviðvaranir með allt að 22 metrum á sekúndu. Á Ísafirði slitnaði lítil skúta frá bryggju og rak upp í grjótgarðinn við Skutulsfjarðarbraut. Á Austurlandi er sagan hins vegar allt önnur. Þar er hiti allt að tuttugu stig og von á sól og blíðu eftir hádegi, þrátt fyrir að sólin sé mætt á einhverja staði eins og Langanes. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, segir íbúa svæðisins afar ánægða með þennan sumarauka. „Það var svolítill vindur í morgun, stífur sunnanvindur. Auðvitað bara hlýtt í honum. En samkvæmt veðurspánni í gær á að hægja hjá okkur um helgina. Þó að við höfum fengið góða daga í sumar er þetta afskaplega kærkomið eftir rigningar, sviptingar og fleira. Fá svona aðeins plús í þetta,“ segir Jón Björn. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Hann vonast til þess að veðrið boði gott haust og mildan vetur. „Við krossum fingur með það, það gæti verið afskaplega notalegt fyrir okkur öll að þetta yrði bara mildur vetur og fallegt haust um land allt,“ segir Jón Björn. Hann hvetur þá sem vilja ekki kveðja sumarið alveg strax að drífa sig austur um helgina. „Nú rífa menn út grillið aftur og taka sumarfötin úr geymslunni. Jafnvel geta farið af stað með ferðavagna um helgina hér á Austurlandi. Því miðað við spána er það ekki síðra núna heldur en lungann af sumrinu hjá okkur. Sem hefur verið eins og um allt land ansi köflótt hjá okkur,“ segir Jón Björn. Veður Fjarðabyggð Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Þessa dagana eru íbúar höfuðborgarsvæðisins aðlagast lífinu í grámyglunni eftir sumarið og eru íbúar á Vestfjörðum og Norðurlandi að glíma við gular veðurviðvaranir með allt að 22 metrum á sekúndu. Á Ísafirði slitnaði lítil skúta frá bryggju og rak upp í grjótgarðinn við Skutulsfjarðarbraut. Á Austurlandi er sagan hins vegar allt önnur. Þar er hiti allt að tuttugu stig og von á sól og blíðu eftir hádegi, þrátt fyrir að sólin sé mætt á einhverja staði eins og Langanes. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, segir íbúa svæðisins afar ánægða með þennan sumarauka. „Það var svolítill vindur í morgun, stífur sunnanvindur. Auðvitað bara hlýtt í honum. En samkvæmt veðurspánni í gær á að hægja hjá okkur um helgina. Þó að við höfum fengið góða daga í sumar er þetta afskaplega kærkomið eftir rigningar, sviptingar og fleira. Fá svona aðeins plús í þetta,“ segir Jón Björn. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Hann vonast til þess að veðrið boði gott haust og mildan vetur. „Við krossum fingur með það, það gæti verið afskaplega notalegt fyrir okkur öll að þetta yrði bara mildur vetur og fallegt haust um land allt,“ segir Jón Björn. Hann hvetur þá sem vilja ekki kveðja sumarið alveg strax að drífa sig austur um helgina. „Nú rífa menn út grillið aftur og taka sumarfötin úr geymslunni. Jafnvel geta farið af stað með ferðavagna um helgina hér á Austurlandi. Því miðað við spána er það ekki síðra núna heldur en lungann af sumrinu hjá okkur. Sem hefur verið eins og um allt land ansi köflótt hjá okkur,“ segir Jón Björn.
Veður Fjarðabyggð Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira