„Eigum að fá mesta víti sem ég hef séð í langan tíma” Árni Gísli Magnússon skrifar 1. september 2024 19:08 Hallgrímur Jónasson vildi meina að KA-menn hefðu átt að fá víti. vísir/Diego Breiðablik vann 3-2 útisigur á KA í dag í fjörugum leik þar sem KA jafnaði leikinn í tvígang eftir að hafa lent undir. Með tapinu er ljóst að KA endar ekki í efri hluta deildarinnar þegar ein umferð er óleikin af hefðbundinni deildarkeppni. Hallgrímur Jónasson, þjálfara KA, fannst liðið gera nógu mikið til að fá þrjú stig en situr að lokum uppi með ekkert. „Ég er virkilega svekktur og hefði samt verið svekktur þó við hefðum fengið eitt stig, við áttum bara að vinna þennan leik. Því miður þá klúðrum við held ég þrisvar einn á móti markmanni þar sem við skjótum beint á markmanninn og svo eigum við að fá mesta víti sem ég hef séð í langan tíma en einhvernveginn sjá dómararnir það ekki þegar Viðar (Örn Kjartansson) stígur fram fyrir og hann ætlar að negla boltanum 70 metra í burtu og neglir aftan í Viðar,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. „Því miður missti dómarinn af því og það er virkilega svekkjandi því eins og ég sagði hefðum við átt að skora fjögur mörk meira í þessum leik.” „Áttum að vinna þennan leik“ Hallgrímur segir þó að færanýting sé ekki það eina sem skilji liðin að í dag. „Nei, við fáum líka þrjú mörk á okkur. Fáum á okkur þrjú mörk og tvö af þeim er eitthvað sem ég er ekki sáttur með en málið er að við fórum að pressa á þá, fórum ofararlega, þá fóru að koma opnanir en ef þú lítur bara á skot á mark og færi þá eigum við bara að vinna leikinn en Breiðablik er gott lið, þeir skora þrjú mörk og voru ljónheppnir að við skoruðum ekki sex mörk í dag.” Fyrir leikinn í dag hafði KA ekki tapað í síðustu 10 deildarleikjum og hafði sótt flest stig allra liða í seinni umferð deildarkeppninnar. Með tapinu í dag er endanlega ljóst að KA endar ekki í efri hluta deildinnar þar sem Stjarnan var rétt í þessu að landa 3-0 sigri á FH og munar því fjórum stigum á KA og Stjörnunni í sjöunda og sjötta sæti fyrir lokaumferðina. Fram getur þó enn náð Stjörnunni að stigum. „Málið er að við eigum frábæra frammistöðu í dag. Þetta er lið sem er efst í deildinni og þeir eru ljónheppnir að fara héðan með sigur. Eins og ég segi áttum við að vinna þennan leik þannig ég er virkilega ánægður með strákana, við erum á frábærum stað. Núna er bara smá pása og svo förum við á Skagann og gerum vel og svo vinnum við bikarúrslitaleikinn, þá eru allir himinlifandi”, sagði Hallgrímur kokhraustur. Verður erfitt að mótivera liðið í að klára deildina með því að spila í neðri hlutanum? Nei það verður það ekki. Í fyrra náðum við því ekki, enduðum í sjöunda, við unnum fjóra af fimm í úrslitakeppninni þannig ég reikna ekki með því nei.” Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Hallgrímur Jónasson, þjálfara KA, fannst liðið gera nógu mikið til að fá þrjú stig en situr að lokum uppi með ekkert. „Ég er virkilega svekktur og hefði samt verið svekktur þó við hefðum fengið eitt stig, við áttum bara að vinna þennan leik. Því miður þá klúðrum við held ég þrisvar einn á móti markmanni þar sem við skjótum beint á markmanninn og svo eigum við að fá mesta víti sem ég hef séð í langan tíma en einhvernveginn sjá dómararnir það ekki þegar Viðar (Örn Kjartansson) stígur fram fyrir og hann ætlar að negla boltanum 70 metra í burtu og neglir aftan í Viðar,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. „Því miður missti dómarinn af því og það er virkilega svekkjandi því eins og ég sagði hefðum við átt að skora fjögur mörk meira í þessum leik.” „Áttum að vinna þennan leik“ Hallgrímur segir þó að færanýting sé ekki það eina sem skilji liðin að í dag. „Nei, við fáum líka þrjú mörk á okkur. Fáum á okkur þrjú mörk og tvö af þeim er eitthvað sem ég er ekki sáttur með en málið er að við fórum að pressa á þá, fórum ofararlega, þá fóru að koma opnanir en ef þú lítur bara á skot á mark og færi þá eigum við bara að vinna leikinn en Breiðablik er gott lið, þeir skora þrjú mörk og voru ljónheppnir að við skoruðum ekki sex mörk í dag.” Fyrir leikinn í dag hafði KA ekki tapað í síðustu 10 deildarleikjum og hafði sótt flest stig allra liða í seinni umferð deildarkeppninnar. Með tapinu í dag er endanlega ljóst að KA endar ekki í efri hluta deildinnar þar sem Stjarnan var rétt í þessu að landa 3-0 sigri á FH og munar því fjórum stigum á KA og Stjörnunni í sjöunda og sjötta sæti fyrir lokaumferðina. Fram getur þó enn náð Stjörnunni að stigum. „Málið er að við eigum frábæra frammistöðu í dag. Þetta er lið sem er efst í deildinni og þeir eru ljónheppnir að fara héðan með sigur. Eins og ég segi áttum við að vinna þennan leik þannig ég er virkilega ánægður með strákana, við erum á frábærum stað. Núna er bara smá pása og svo förum við á Skagann og gerum vel og svo vinnum við bikarúrslitaleikinn, þá eru allir himinlifandi”, sagði Hallgrímur kokhraustur. Verður erfitt að mótivera liðið í að klára deildina með því að spila í neðri hlutanum? Nei það verður það ekki. Í fyrra náðum við því ekki, enduðum í sjöunda, við unnum fjóra af fimm í úrslitakeppninni þannig ég reikna ekki með því nei.”
Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira