Reisa 350 metra af girðingum á dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2024 13:31 Hættulegustu svæði bæjarins verða girt af með girðingum sem samtals verða tæpir sjö kílómetrar. Vísir/Arnar Vinna við að fylla í sprungur og girða af hættuleg svæði í Grindavík er hafin. Tæplega sjö kílómetrar af girðingu verða lagðir. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdunum í október. Fyllt er í sprungur á fimm stöðum í bænum, en framkvæmdirnar eru hluti af aðgerðaáætlun um viðgerðir á götum, opnum svæðum og öðrum innviðum í Grindavík. Þá verða girðingar reistar um hættulegustu svæði bæjarins. Fulltrúi í ráðgjafahóp um framkvæmdirnar segir áætlað að hægt verði að leggja út um 350 metra af girðingum á degi hverjum, en heildarlengd þeirra mun spanna 6,8 kílómetra. „Þannig að það tekur svona tvær, þrjár vikur að klára það verkefni. Þetta miðast að því að gera bæinn öruggari, þannig að við getum horft til þess að opna bæinn meira en nú er,“ segir Gunnar Einarsson, sem situr í ráðgjafahópnum fyrir hönd Grindavíkurnefndar. Búist er við að öllum framkvæmdum verði lokið í október. Einhver hús í bænum verða girt af, til að mynda við Víkurbraut þar sem farið verður í framkvæmdir. „Það er líka annað í þessu og það er að það þarf að rífa einhver hús sem eru altjónuð og þá þarf að fara mjög varlega í þær aðgerðir með öryggi í huga.“ Gunnar Einarsson á sæti í ráðgjafahóp um framkvæmdirnar fyrir hönd Grindavíkurnefndar.Vísir/Vilhelm Gæta fyllsta öryggis Gunnar segir það metið sem svo að tímabært sé að ráðast í framkvæmdirnar. „Við erum líka að tala um lagfæringar á lögnum til að halda þarna á hita og fleiru. Við metum það svo að það sé tímabært að gera þetta, og hefðum ekki ráðist í þetta öðruvísi. Núna er hlé á hræringum í Grindavík, og þá lítum við svo á að það sé hægt að vinna að þessum framkvæmdum,“ segir Gunnar. Vegagerðin, sem sé verkkaupi, geri strangar öryggiskröfur til þeirra fimm verktaka sem að framkvæmdunum koma. „Menn fara sér að engu óðslega í þessu og fylgja mjög ströngum reglum hvað varðar öryggi og aðgengi að þessum framkvæmdum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Fyllt er í sprungur á fimm stöðum í bænum, en framkvæmdirnar eru hluti af aðgerðaáætlun um viðgerðir á götum, opnum svæðum og öðrum innviðum í Grindavík. Þá verða girðingar reistar um hættulegustu svæði bæjarins. Fulltrúi í ráðgjafahóp um framkvæmdirnar segir áætlað að hægt verði að leggja út um 350 metra af girðingum á degi hverjum, en heildarlengd þeirra mun spanna 6,8 kílómetra. „Þannig að það tekur svona tvær, þrjár vikur að klára það verkefni. Þetta miðast að því að gera bæinn öruggari, þannig að við getum horft til þess að opna bæinn meira en nú er,“ segir Gunnar Einarsson, sem situr í ráðgjafahópnum fyrir hönd Grindavíkurnefndar. Búist er við að öllum framkvæmdum verði lokið í október. Einhver hús í bænum verða girt af, til að mynda við Víkurbraut þar sem farið verður í framkvæmdir. „Það er líka annað í þessu og það er að það þarf að rífa einhver hús sem eru altjónuð og þá þarf að fara mjög varlega í þær aðgerðir með öryggi í huga.“ Gunnar Einarsson á sæti í ráðgjafahóp um framkvæmdirnar fyrir hönd Grindavíkurnefndar.Vísir/Vilhelm Gæta fyllsta öryggis Gunnar segir það metið sem svo að tímabært sé að ráðast í framkvæmdirnar. „Við erum líka að tala um lagfæringar á lögnum til að halda þarna á hita og fleiru. Við metum það svo að það sé tímabært að gera þetta, og hefðum ekki ráðist í þetta öðruvísi. Núna er hlé á hræringum í Grindavík, og þá lítum við svo á að það sé hægt að vinna að þessum framkvæmdum,“ segir Gunnar. Vegagerðin, sem sé verkkaupi, geri strangar öryggiskröfur til þeirra fimm verktaka sem að framkvæmdunum koma. „Menn fara sér að engu óðslega í þessu og fylgja mjög ströngum reglum hvað varðar öryggi og aðgengi að þessum framkvæmdum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira