„Þriðji leikurinn sem við hendum frá okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 16:43 Sean Dyche ósáttur í leiknum í dag. Vísir/Getty Sean Dyche knattspyrnustjóri Everton sagði eftir tapið gegn Bournemouth í dag að þetta væri þriðji leikurinn sem liðið henti frá sér á tímabilinu. Everton er enn án sigurs í deildinni eftir ótrúlegt tap í dag. Everton tapaði sínum þriðja leik í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið beið lægri hlut gegn Bournemouth á heimavelli. Everton var 2-0 yfir þegar örskammt var eftir en Bournemouth skoraði þrjú mörk undir lok leiksins og tryggði sér 3-2 sigur. Knattspyrnustjórinn Sean Dyche var vitaskuld svekktur eftir leik. „Við gerðum svo margt rétt áður en þeir skoruðu fyrsta markið,“ en Bournemouth minnkaði muninn í 2-1 á 87. mínútu leiksins. „Ég held að þeir hafi átt eitt skot á rammann áður en þeir skoruðu og leikurinn hefði átt að vera búinn. Við fengum á okkur eitt mark og köstuðum þessu frá okkur. Ég get ekki náð utan um þetta akkúrat núna,“ sagði Dyche í samtali við BBC eftir leik. „Þeir héldu áfram að henda boltanum fram og voru verðlaunaðir fyrir það í lokin. Í ensku úrvalsdeildinni þarftu að spila leikinn allt til enda og við gerðum það ekki. Þeir sóttu og settu boltann inn í teiginn og við náðum ekki að bregðast við því. Þetta var einfalt en við hentum þessu frá okkur. Þetta er þriðji leikurinn sem við hendum frá okkur á þessu tímabili. Everton hefur fengið á sig 10 mörk í þremur leikjum á tímabilinu og er enn án stiga. Dyche sagði menn þurfa að líta í eigin barm. „Þú þarft alltaf að geta klárað leiki og sérstaklega á þessu stigi fótboltans. Allir litu á einhverja aðra til að taka á hlutunum og þá erum við í vandræðum. Maður gat séð líkamstjáninguna breytast. Við erum með reynsluna til að klára svona leiki en í dag gerðum við það ekki.“ Tengdar fréttir Hrun hjá Everton og nýliðarnir náðu í fyrsta stigið Everton er enn án stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir ótrúlegt tap gegn Bournemouth á heimavelli í dag. Þá nældi Aston Villa í þrjú stig þegar liðið heimsótti nýliða Leicester. 31. ágúst 2024 16:22 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Everton tapaði sínum þriðja leik í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið beið lægri hlut gegn Bournemouth á heimavelli. Everton var 2-0 yfir þegar örskammt var eftir en Bournemouth skoraði þrjú mörk undir lok leiksins og tryggði sér 3-2 sigur. Knattspyrnustjórinn Sean Dyche var vitaskuld svekktur eftir leik. „Við gerðum svo margt rétt áður en þeir skoruðu fyrsta markið,“ en Bournemouth minnkaði muninn í 2-1 á 87. mínútu leiksins. „Ég held að þeir hafi átt eitt skot á rammann áður en þeir skoruðu og leikurinn hefði átt að vera búinn. Við fengum á okkur eitt mark og köstuðum þessu frá okkur. Ég get ekki náð utan um þetta akkúrat núna,“ sagði Dyche í samtali við BBC eftir leik. „Þeir héldu áfram að henda boltanum fram og voru verðlaunaðir fyrir það í lokin. Í ensku úrvalsdeildinni þarftu að spila leikinn allt til enda og við gerðum það ekki. Þeir sóttu og settu boltann inn í teiginn og við náðum ekki að bregðast við því. Þetta var einfalt en við hentum þessu frá okkur. Þetta er þriðji leikurinn sem við hendum frá okkur á þessu tímabili. Everton hefur fengið á sig 10 mörk í þremur leikjum á tímabilinu og er enn án stiga. Dyche sagði menn þurfa að líta í eigin barm. „Þú þarft alltaf að geta klárað leiki og sérstaklega á þessu stigi fótboltans. Allir litu á einhverja aðra til að taka á hlutunum og þá erum við í vandræðum. Maður gat séð líkamstjáninguna breytast. Við erum með reynsluna til að klára svona leiki en í dag gerðum við það ekki.“
Tengdar fréttir Hrun hjá Everton og nýliðarnir náðu í fyrsta stigið Everton er enn án stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir ótrúlegt tap gegn Bournemouth á heimavelli í dag. Þá nældi Aston Villa í þrjú stig þegar liðið heimsótti nýliða Leicester. 31. ágúst 2024 16:22 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Hrun hjá Everton og nýliðarnir náðu í fyrsta stigið Everton er enn án stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir ótrúlegt tap gegn Bournemouth á heimavelli í dag. Þá nældi Aston Villa í þrjú stig þegar liðið heimsótti nýliða Leicester. 31. ágúst 2024 16:22