Milljónir Oasis-aðdáenda berjast um miða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. ágúst 2024 13:48 Aðdáendur hafa beðið lengi eftir því að komast á tónleika með Oasis. getty Miðasala á tónleika bresku hljómsveitarinnar Oasis hófst í dag með miklum látum, vægast sagt. Uppselt er á tónleikana í Dyflinn og dæmi eru um að miðar séu í endursölu á hátt í fimm milljónir króna. Endurkomu hljómsveitarinnar Oasis var beðið í ofvæni en lengi vel var útlit fyrir að hljómsveitin, sem kölluð hefur verið húsband Bretlands, myndi ekki koma aftur saman vegna erja bræðranna Liam og Noel Gallagher sem fara fyrir bandinu. Aðsóknin á tónleikana er svo mikil að breski miðlar á borð við Sky, Independent og Guardian halda úti fréttavakt á meðan aðdáendur berjast um miða. Margir hafa beðið klukkutímum saman á vefsíðunni Ticketmaster sem heldur utan um miðasölu. Síðan hefur sætt gagnrýni fyrir einokunartilburði í miðasölubransanum. Í dag vöruðu Oasis-menn við því að endurselja miðana á mun hærra verði, líkt og dæmi eru um. Miðar keyptir á síðum en þeim sem hljómsveitin hefur vottað munu ekki ná í gegn. Miðar á tónleikana í Croke park í Dyflinn eru uppseldir. Aðdáendur segja í viðtali við bresku miðlana að það að ná miðum á tónleika á Wembley í Lundúnum sé „ómögulegt verkefni“. Það fær stoð í ummælum forsvarsmanns Wembley vallarins sem segir aðsóknina ekki eiga sér fordæmi. „Því miður skilar það sér í lengri bið en vanalega,“ er haft eftir honum í frétt Telegraph. Fréttaskýringar Tónlist Bretland England Tengdar fréttir Biðja aðdáendur afsökunar eftir misheppnaða miðasölu Miðasölurisinn Ticketmaster hefur beðið aðdáaendur stórsöngkonunnar Taylor Swift afsökunar vegna hruns sem varð á síðu fyrirtækisins þegar sala hófst á miðum á tónleika söngkonunnar. Ticketmaster hefur kennt metaðsókn og tölvuþrjótum um algjörlega misheppnaða sölu. 20. nóvember 2022 23:40 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Endurkomu hljómsveitarinnar Oasis var beðið í ofvæni en lengi vel var útlit fyrir að hljómsveitin, sem kölluð hefur verið húsband Bretlands, myndi ekki koma aftur saman vegna erja bræðranna Liam og Noel Gallagher sem fara fyrir bandinu. Aðsóknin á tónleikana er svo mikil að breski miðlar á borð við Sky, Independent og Guardian halda úti fréttavakt á meðan aðdáendur berjast um miða. Margir hafa beðið klukkutímum saman á vefsíðunni Ticketmaster sem heldur utan um miðasölu. Síðan hefur sætt gagnrýni fyrir einokunartilburði í miðasölubransanum. Í dag vöruðu Oasis-menn við því að endurselja miðana á mun hærra verði, líkt og dæmi eru um. Miðar keyptir á síðum en þeim sem hljómsveitin hefur vottað munu ekki ná í gegn. Miðar á tónleikana í Croke park í Dyflinn eru uppseldir. Aðdáendur segja í viðtali við bresku miðlana að það að ná miðum á tónleika á Wembley í Lundúnum sé „ómögulegt verkefni“. Það fær stoð í ummælum forsvarsmanns Wembley vallarins sem segir aðsóknina ekki eiga sér fordæmi. „Því miður skilar það sér í lengri bið en vanalega,“ er haft eftir honum í frétt Telegraph.
Fréttaskýringar Tónlist Bretland England Tengdar fréttir Biðja aðdáendur afsökunar eftir misheppnaða miðasölu Miðasölurisinn Ticketmaster hefur beðið aðdáaendur stórsöngkonunnar Taylor Swift afsökunar vegna hruns sem varð á síðu fyrirtækisins þegar sala hófst á miðum á tónleika söngkonunnar. Ticketmaster hefur kennt metaðsókn og tölvuþrjótum um algjörlega misheppnaða sölu. 20. nóvember 2022 23:40 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Biðja aðdáendur afsökunar eftir misheppnaða miðasölu Miðasölurisinn Ticketmaster hefur beðið aðdáaendur stórsöngkonunnar Taylor Swift afsökunar vegna hruns sem varð á síðu fyrirtækisins þegar sala hófst á miðum á tónleika söngkonunnar. Ticketmaster hefur kennt metaðsókn og tölvuþrjótum um algjörlega misheppnaða sölu. 20. nóvember 2022 23:40