Hvað má mangó kosta? Hólmfríður Drífa Jónsdóttir, Hrönn G. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifa 30. ágúst 2024 14:02 Í síðustu viku barst verslunum Krónunnar sending af mangó. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað mangóin voru frá Ísrael. Nýlegur dómur Alþjóðadómstólsins setur þær skyldur á öll ríki að styðja ekki á nokkurn hátt við ólöglegt hernám Ísraelsríkis á landi Palestínu. Kaup á vörum frá Ísrael - þar með talið ísraelsku mangó - er stuðningur við lögbrot ríkisins. Þetta er rakið vel og ítarlega í grein Ingólfs Gíslasonar sem birtist hér á Vísi 27. ágúst, “Ekki brjóta alþjóðalög í næstu búðarferð.” Eitt okkar í sniðgönguhópnum á facebook setti sig í samband við ávaxta- og grænmetisdeild Krónunnar vegna þessa og fékk þau svör að þau bæðu sína birgja að senda sér helst ekki ávexti og grænmeti frá Ísrael heldur frá einhverjum öðrum. Samt kom fram í samtalinu að ef valið stæði á milli mangós frá Ísrael eða einskis mangós myndu þau alltaf velja mangó frá Ísrael. Ávextir væru merktir með upprunalandi og það væri síðan viðskiptavinarins að velja eða hafna. Því miður eru upprunamerkingar ekki alltaf réttar og áreiðanlegar í verslunum á Íslandi - það vantaði til dæmis algjörlega upprunamerkingar á ísraelsku mangóin í Krónunni Austurveri. Upprunamerkingar eru einnig lítt áberandi og stundum óljóst hvaða merkingar eiga við hvaða vöru. Við vorum mörg ósátt við þessa afstöðu Krónunnar og sendum fleiri pósta og hvatningu til fyrirtækisins að hætta að selja ísraelska ávexti. Hvort það olli stefnubreytingu vitum við ekki en í vikunni staðfesti Krónan við nokkur okkar að rætt hefði verið við birgja um að koma í veg fyrir frekari ávaxtasendingar frá Ísrael. Þessu fögnum við og þökkum Krónunni fyrir að bregðast við ákalli viðskiptavina! Á svipuðum tíma og verslanir Krónunnar fengu sendingu af mangó barst verslunum Bónus sending af fíkjum frá Ísrael í gegnum innflutningsfyrirtækið Banana ehf. Pakkningarnar eru vissulega merktar, en letrið er lítið og ekki mjög áberandi. Forsvarsmenn Banana ehf. hafa sagt opinberlega að fyrirtækið hafi engan áhuga á að flytja inn ávexti og grænmeti frá Ísrael og hafi markvisst dregið úr slíkum innflutningi, enda vita forsvarsmenn þess fullvel að íslenskur almenningur vill ekki kaupa vörur þaðan. Samt er þetta látið gerast. Af hverju skiptir það okkur svona miklu máli að verslanir bjóði ekki upp á vörur frá Ísrael? Í fyrsta lagi viljum við ekki að verslanir á Íslandi styðji lögbrot Ísraels með kaupum á vörum þaðan. Við bendum á að hluti af þeim ávöxtum sem Ísrael flytur út er ræktaður á stolnu palestínsku landi, sem Ísraelum ber að skila samkvæmt úrskurði Alþjóðadómstólsins. Í öðru lagi teljum við að fyrirtæki og verslanir sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð hljóti að spyrja sig hvort vörukaup frá Ísrael séu siðferðislega verjandi. Það samræmist ekki samfélagslegri ábyrgð í verki eða almennu siðgæði að kaupa vörur frá landi sem beitir hungri sem vopni gegn almenningi, þar á meðal börnum. Aðgengi okkar að mangó og fíkjum - undantekningalaust, og sama hvað það kostar - er ekki mikilvægara en það siðferðislega ákall sem sniðgangan er. Í raun bliknar það í samanburðinum. Við sniðgöngum þessar ísraelsku vörur því það er á engan hátt réttlætanlegt að kaupa þær, og ekki heldur að selja þær. Við væntum þess af verslunum á Íslandi að þær varpi ekki ábyrgðinni á okkur neytendur heldur axli hana með okkur, enda bera þær samfélagslega og siðferðislega ábyrgð. Við hvetjum forsvarsfólk Krónunnar, Bónuss, Samkaupa, Banana ehf. og Innness til að kaupa ekki vörur frá Ísrael og bjóða ekki upp á þær í verslunum á Íslandi. Við hvetjum þessa aðila einnig til að greina frá því á opinberum vettvangi hver stefna þeirra sé í þessu máli, líkt og Bananar ehf. hafa gert. Laugardaginn 14. september verður gengin sniðganga á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri til að minna á mikilvægi sniðgöngu. Allar frekari upplýsingar er að finna í Facebook-hópnum Sniðganga fyrir Palestínu og á vefsíðunni snidganga.is Höfundar eru meðlimir í Sniðgönguhreyfingunni – BDS Ísland. Hólmfríður Drífa Jónsdóttir, Hrönn G. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvöruverslun Verslun Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku barst verslunum Krónunnar sending af mangó. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað mangóin voru frá Ísrael. Nýlegur dómur Alþjóðadómstólsins setur þær skyldur á öll ríki að styðja ekki á nokkurn hátt við ólöglegt hernám Ísraelsríkis á landi Palestínu. Kaup á vörum frá Ísrael - þar með talið ísraelsku mangó - er stuðningur við lögbrot ríkisins. Þetta er rakið vel og ítarlega í grein Ingólfs Gíslasonar sem birtist hér á Vísi 27. ágúst, “Ekki brjóta alþjóðalög í næstu búðarferð.” Eitt okkar í sniðgönguhópnum á facebook setti sig í samband við ávaxta- og grænmetisdeild Krónunnar vegna þessa og fékk þau svör að þau bæðu sína birgja að senda sér helst ekki ávexti og grænmeti frá Ísrael heldur frá einhverjum öðrum. Samt kom fram í samtalinu að ef valið stæði á milli mangós frá Ísrael eða einskis mangós myndu þau alltaf velja mangó frá Ísrael. Ávextir væru merktir með upprunalandi og það væri síðan viðskiptavinarins að velja eða hafna. Því miður eru upprunamerkingar ekki alltaf réttar og áreiðanlegar í verslunum á Íslandi - það vantaði til dæmis algjörlega upprunamerkingar á ísraelsku mangóin í Krónunni Austurveri. Upprunamerkingar eru einnig lítt áberandi og stundum óljóst hvaða merkingar eiga við hvaða vöru. Við vorum mörg ósátt við þessa afstöðu Krónunnar og sendum fleiri pósta og hvatningu til fyrirtækisins að hætta að selja ísraelska ávexti. Hvort það olli stefnubreytingu vitum við ekki en í vikunni staðfesti Krónan við nokkur okkar að rætt hefði verið við birgja um að koma í veg fyrir frekari ávaxtasendingar frá Ísrael. Þessu fögnum við og þökkum Krónunni fyrir að bregðast við ákalli viðskiptavina! Á svipuðum tíma og verslanir Krónunnar fengu sendingu af mangó barst verslunum Bónus sending af fíkjum frá Ísrael í gegnum innflutningsfyrirtækið Banana ehf. Pakkningarnar eru vissulega merktar, en letrið er lítið og ekki mjög áberandi. Forsvarsmenn Banana ehf. hafa sagt opinberlega að fyrirtækið hafi engan áhuga á að flytja inn ávexti og grænmeti frá Ísrael og hafi markvisst dregið úr slíkum innflutningi, enda vita forsvarsmenn þess fullvel að íslenskur almenningur vill ekki kaupa vörur þaðan. Samt er þetta látið gerast. Af hverju skiptir það okkur svona miklu máli að verslanir bjóði ekki upp á vörur frá Ísrael? Í fyrsta lagi viljum við ekki að verslanir á Íslandi styðji lögbrot Ísraels með kaupum á vörum þaðan. Við bendum á að hluti af þeim ávöxtum sem Ísrael flytur út er ræktaður á stolnu palestínsku landi, sem Ísraelum ber að skila samkvæmt úrskurði Alþjóðadómstólsins. Í öðru lagi teljum við að fyrirtæki og verslanir sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð hljóti að spyrja sig hvort vörukaup frá Ísrael séu siðferðislega verjandi. Það samræmist ekki samfélagslegri ábyrgð í verki eða almennu siðgæði að kaupa vörur frá landi sem beitir hungri sem vopni gegn almenningi, þar á meðal börnum. Aðgengi okkar að mangó og fíkjum - undantekningalaust, og sama hvað það kostar - er ekki mikilvægara en það siðferðislega ákall sem sniðgangan er. Í raun bliknar það í samanburðinum. Við sniðgöngum þessar ísraelsku vörur því það er á engan hátt réttlætanlegt að kaupa þær, og ekki heldur að selja þær. Við væntum þess af verslunum á Íslandi að þær varpi ekki ábyrgðinni á okkur neytendur heldur axli hana með okkur, enda bera þær samfélagslega og siðferðislega ábyrgð. Við hvetjum forsvarsfólk Krónunnar, Bónuss, Samkaupa, Banana ehf. og Innness til að kaupa ekki vörur frá Ísrael og bjóða ekki upp á þær í verslunum á Íslandi. Við hvetjum þessa aðila einnig til að greina frá því á opinberum vettvangi hver stefna þeirra sé í þessu máli, líkt og Bananar ehf. hafa gert. Laugardaginn 14. september verður gengin sniðganga á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri til að minna á mikilvægi sniðgöngu. Allar frekari upplýsingar er að finna í Facebook-hópnum Sniðganga fyrir Palestínu og á vefsíðunni snidganga.is Höfundar eru meðlimir í Sniðgönguhreyfingunni – BDS Ísland. Hólmfríður Drífa Jónsdóttir, Hrönn G. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar