Hefur ekki lengur efni á bensíni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2024 16:15 Hammer ásamt kollega sínum Timothee Chalamet og ítalska leikstjóranum Luca Guadagnino árið 2018 við útgáfu Call me by your name. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Fyrrverandi kvikmyndastjarnan Armie Hammer segist ekki lengur eiga efni á bensíni. Því hafi hann ákveðið að selja trukkinn sem hann keypti sér árið 2017 og skipta honum út fyrir minni bíl. Hammer greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Instagram í myndbandi sem horfa má á neðst í fréttinni. Leikarinn var sakaður um nauðgun árið 2021 en ákæra á hendur honum felld niður í fyrra vegna skorts á sönnunargögnum. Birt var heimildarmynd um Hammer fyrir tveimur árum þar sem meðal annars var fjallað um skilaboð hans til kvenna sem hann átti í sambandi við. Í einum slíkum skilaboðum sagðist hann vera mannæta. Í myndbandi sínu á Instagram er Hammer mættur á bílasölu. Hann segist hafa keypt trukkinn í jólagjöf handa sjálfum sér árið 2017. Hann hafi notað trukkinn vel og farið í hinar ýmsu ferðir. Síðan hann hafi mætt aftur til Los Angeles hafi hann greitt um sjötíu þúsund íslenskar krónur í bensín. Það geti hann ekki gert lengur. Fram kemur í frétt Hollywood Reporter um málið að Hammer hafi undanfarin ár búið á Cayman eyjum í Karíbahafi. Hammer tjáði sig um líf sitt í viðtali í júní og sagðist þar þakklátur fyrir þær ásakanir sem fram komu á hendur honum fyrir þremur árum. „Ég er kominn á þann stað að ég er þakklátur fyrir þetta, vegna þess að ég var aldrei sáttur við lífið fyrir þetta. Mér leið ekki vel, ég var aldrei ánægður. Ég átti aldrei nóg. Ég var aldrei á þeim stað að vera sáttur við sjálfan mig.“ View this post on Instagram A post shared by @armiehammer Hollywood Tengdar fréttir Armie Hammer ekki ákærður fyrir nauðgun Leikarinn Armie Hammer verður ekki ákærður fyrir nauðgun. Hann var sakaður um nauðgun árið 2021 en saksóknarar í Los Angeles hafa ákveðið að ákæra ekki vegna skorts á sönnunargögnum. Hammer hefur verið sakaður um ofbeldi, líkamlegt og kynferðislegt, af mörgum einstaklingum. 31. maí 2023 21:32 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Hammer greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Instagram í myndbandi sem horfa má á neðst í fréttinni. Leikarinn var sakaður um nauðgun árið 2021 en ákæra á hendur honum felld niður í fyrra vegna skorts á sönnunargögnum. Birt var heimildarmynd um Hammer fyrir tveimur árum þar sem meðal annars var fjallað um skilaboð hans til kvenna sem hann átti í sambandi við. Í einum slíkum skilaboðum sagðist hann vera mannæta. Í myndbandi sínu á Instagram er Hammer mættur á bílasölu. Hann segist hafa keypt trukkinn í jólagjöf handa sjálfum sér árið 2017. Hann hafi notað trukkinn vel og farið í hinar ýmsu ferðir. Síðan hann hafi mætt aftur til Los Angeles hafi hann greitt um sjötíu þúsund íslenskar krónur í bensín. Það geti hann ekki gert lengur. Fram kemur í frétt Hollywood Reporter um málið að Hammer hafi undanfarin ár búið á Cayman eyjum í Karíbahafi. Hammer tjáði sig um líf sitt í viðtali í júní og sagðist þar þakklátur fyrir þær ásakanir sem fram komu á hendur honum fyrir þremur árum. „Ég er kominn á þann stað að ég er þakklátur fyrir þetta, vegna þess að ég var aldrei sáttur við lífið fyrir þetta. Mér leið ekki vel, ég var aldrei ánægður. Ég átti aldrei nóg. Ég var aldrei á þeim stað að vera sáttur við sjálfan mig.“ View this post on Instagram A post shared by @armiehammer
Hollywood Tengdar fréttir Armie Hammer ekki ákærður fyrir nauðgun Leikarinn Armie Hammer verður ekki ákærður fyrir nauðgun. Hann var sakaður um nauðgun árið 2021 en saksóknarar í Los Angeles hafa ákveðið að ákæra ekki vegna skorts á sönnunargögnum. Hammer hefur verið sakaður um ofbeldi, líkamlegt og kynferðislegt, af mörgum einstaklingum. 31. maí 2023 21:32 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Armie Hammer ekki ákærður fyrir nauðgun Leikarinn Armie Hammer verður ekki ákærður fyrir nauðgun. Hann var sakaður um nauðgun árið 2021 en saksóknarar í Los Angeles hafa ákveðið að ákæra ekki vegna skorts á sönnunargögnum. Hammer hefur verið sakaður um ofbeldi, líkamlegt og kynferðislegt, af mörgum einstaklingum. 31. maí 2023 21:32