Kortleggja brotamenn með tengsl við Suður-Ameríku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 19:58 Runólfur Þórhallsson hjá ríkislögreglustjóra ræddi brotastarfsemi í Reykjavík síðdegis. vísir Aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra segir um fimmtán til tuttugu brotahópa starfa með skipulögðum hætti hérlendis. Um fjölþjóðlega hópa sé að ræða, en nýlega hafi lögregla fengið upplýsingar um brotamenn hér á landi með tengsl við Suður-Ameríku. „Okkar gögn benda eindregið til þess að þetta umhverfi hafi breyst mikið á undanförnum árum. Við erum að sjá hópa frá Asíu, Afríku, Mið-Evrópu og Suðaustur-Evrópu, Suður-Ameríku. Skipulagðir hópar frá þessum svæðum,“ segir Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis. Tilefni umræðunnar er fréttaflutningur DV af því að albanska mafían hefði tekið hér öll völd í skipulagðri brotastarfsemi. Hafði miðillinn það eftir ónafngreindum Íslendingi innan undirheima sem sagði meiri hörku gæta meðal erlendra brotahópa. Margskonar starfsemi „Vissulega er hægt að taka umræðuna sérstaklega um albönsku mafíuna og allt sem henni tengist,“ segir Runólfur sem bendir samt sem áður á að brotamenn séu frá ansi mörgum löndum innan hópana. Þá séu íslenskir hópar sömuleiðis með ítök. „Stórar haldlagningar tengjast Íslendingum. Bæði hið svokallaða saltdreifaramál, 100 kíló af kókaíni. Íslendingar hafa verið í þeim málum. Þetta er mjög fjölbreytt umhverfi og breyst mikið á nokkrum árum.“ Lögreglan telji að hóparnir, sem starfi samkvæmt ákveðnu skipulagi, vera á bilinu fimmtán til tuttugu. „Þeir hafa talsverð ítök og eru í margskonar brotastarfsemi, ekki bara fíkniefnum.“ „Það er vændi, mansal, netbrot, svik, bótasvik,“ segir Runólfur beðinn um að nefna dæmi um starfsemi. „Bara þar sem hægt er að búa til peninga. Við sáum til dæmis í Covid, þar svoru glæpahópar snöggir að búa sér til pening úr því ástandi. Selja óvottaðar grímur, fölsuð lyf og annað.“ Sækja brotin Hópunum hafi einnig fjölgað. Runólfur segir lögreglu nýlega hafa fengið upplýsingar um einstaklinga með tengsl við glæpahópa í Suður Ameríku. „Þetta er bara eitthvað sem við erum að kortleggja þessa dagana. Flóran bara stækkar hjá okkur.“ Bæði sé fólk tælt til að vinna fyrir hópana eða þvingað. „Það er erfitt að negla niður fjölda hvers hóps fyrir sig. Þetta er marglaga og flókið.“ Til að ráðast gegn hópunum segir hann að lögregla þurfi að hafa getu til að sinna frumkvæðislöggæslu. Sömuleiðis verði málsmeðferðartími að vera í lagi. „Ef við getum tekið frá lögreglumenn og sérfræðinga sem eru ekki reaktívir, heldur próaktífir. Sækja brotin út á götu eins og við höfum hvatt til þess að sé gert. Við verðum hins vegar að forgangsraða og útköllum hefur fjölgað, en þetta eru þessir meginstólpar ef lögreglan á að geta náð einhverjum árangri.“ Lögreglumál Lögreglan Fíkniefnabrot Reykjavík síðdegis Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
„Okkar gögn benda eindregið til þess að þetta umhverfi hafi breyst mikið á undanförnum árum. Við erum að sjá hópa frá Asíu, Afríku, Mið-Evrópu og Suðaustur-Evrópu, Suður-Ameríku. Skipulagðir hópar frá þessum svæðum,“ segir Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis. Tilefni umræðunnar er fréttaflutningur DV af því að albanska mafían hefði tekið hér öll völd í skipulagðri brotastarfsemi. Hafði miðillinn það eftir ónafngreindum Íslendingi innan undirheima sem sagði meiri hörku gæta meðal erlendra brotahópa. Margskonar starfsemi „Vissulega er hægt að taka umræðuna sérstaklega um albönsku mafíuna og allt sem henni tengist,“ segir Runólfur sem bendir samt sem áður á að brotamenn séu frá ansi mörgum löndum innan hópana. Þá séu íslenskir hópar sömuleiðis með ítök. „Stórar haldlagningar tengjast Íslendingum. Bæði hið svokallaða saltdreifaramál, 100 kíló af kókaíni. Íslendingar hafa verið í þeim málum. Þetta er mjög fjölbreytt umhverfi og breyst mikið á nokkrum árum.“ Lögreglan telji að hóparnir, sem starfi samkvæmt ákveðnu skipulagi, vera á bilinu fimmtán til tuttugu. „Þeir hafa talsverð ítök og eru í margskonar brotastarfsemi, ekki bara fíkniefnum.“ „Það er vændi, mansal, netbrot, svik, bótasvik,“ segir Runólfur beðinn um að nefna dæmi um starfsemi. „Bara þar sem hægt er að búa til peninga. Við sáum til dæmis í Covid, þar svoru glæpahópar snöggir að búa sér til pening úr því ástandi. Selja óvottaðar grímur, fölsuð lyf og annað.“ Sækja brotin Hópunum hafi einnig fjölgað. Runólfur segir lögreglu nýlega hafa fengið upplýsingar um einstaklinga með tengsl við glæpahópa í Suður Ameríku. „Þetta er bara eitthvað sem við erum að kortleggja þessa dagana. Flóran bara stækkar hjá okkur.“ Bæði sé fólk tælt til að vinna fyrir hópana eða þvingað. „Það er erfitt að negla niður fjölda hvers hóps fyrir sig. Þetta er marglaga og flókið.“ Til að ráðast gegn hópunum segir hann að lögregla þurfi að hafa getu til að sinna frumkvæðislöggæslu. Sömuleiðis verði málsmeðferðartími að vera í lagi. „Ef við getum tekið frá lögreglumenn og sérfræðinga sem eru ekki reaktívir, heldur próaktífir. Sækja brotin út á götu eins og við höfum hvatt til þess að sé gert. Við verðum hins vegar að forgangsraða og útköllum hefur fjölgað, en þetta eru þessir meginstólpar ef lögreglan á að geta náð einhverjum árangri.“
Lögreglumál Lögreglan Fíkniefnabrot Reykjavík síðdegis Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira