Þriggja daga ævintýralegt brúðkaup á Amalfi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 13:01 Brúðkaupið varði í þrjá daga og einkenndist af miklum munaði og glæsilegheitum. Breski leikarinn Ed Westwick og leikkonan Amy Jackson giftu sig við glæsilega athöfn á ítölsku eyjunni Amalfi um helgina. Brúðkaupið stóð yfir í þrjá daga og var ævintýri líkast. „Ferðalagið er rétt að byrja,“ skrifaði Ed við mynd af nýgiftu hjónunum í færslu á Instagram. Amy klæddist hvítum hlíralausum brúðarkjól frá hönnuðinum Alberta Ferretti með sítt slör með blúndu í hárinu. Ed klæddist hvítum jakkafötum frá hönnuðinum Giorgio Armani með svarta slaufu um hálsinn. View this post on Instagram A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) Þriggja daga veisla Hjónin giftu sig við litla athöfn þann 9. ágúst síðastliðinn í London á Connaught hótelinu og fögnuðu svo ástinni með þriggja daga brúðkaupi á Ítalíu. Þau buðu 220 gestum sem komu víðsvegar að úr heiminum til að gleðjast með þeim í þriggja daga brúðkaupi á Ítölsku eyjunni Amalfi. „Við vildum halda brúðkaupið á stað sem væri umvafinn fallegri, náttúru og fjallendi, hafinu og vínekrum og væri einstakur í senn og við fundum það ,“ sagði Amy í samtali við bandaríska miðilinn People. Meðal gesta voru stórstjörnur á borð við leikkonuna Kelly Rutherford, leikkonan Daisy Lowe, grínistinn og leikarinn Jack Whitehall, kvikmyndaframleiðandinn Mohammed Al Turki og snyrtivörumógúllinn Dr. Sturm. Hátíðarhöldin hófust föstudaginn 23. ágúst með sólarlagssiglingu á snekkjunni Motonave Patrizia. „Við sigldum meðfram strandlengju Ravello, Positano og Sorrento og lögðum við Capri til að dýfa okkur í sjóinn þegar sólin settist á bak við Faraglioni klettana,“ segir Amy. Brúðkaupið fór fram á laugardeginum og var haldið í hinum sögufræga kastala Castello di Rocca sem er staðsettur ofarlega á eyjunni og er því með stórbrotnu útsýni yfir hafið.Eftir að hafa innsiglað ástina með kossi gengu nýgiftu hjónin út úr athöfninni við lagið Signed, Sealed, Delivered eftir Stevie Wonder. Samkvæmt People voru hjónin og gestir þeirra í kjölfarið leidd í gegnum kastalann af fánabera og lúðrasveit að fallega blómaskreyttri verönd þar sem þeim var boðið var upp á fjölrétta matseðil að hætti Ítala. View this post on Instagram A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) Ævintýralegt bónorð Bónorð Westwick vakti vægast samt mikla athygli þegar hann bað um hönd Jackson í janúar síðastliðnum þegar þau voru stödd í fríi í svissnesku Ölpunum. Westwick fór á skeljarnar í 3000 metra hæð á hinni hangandi brú Peak Walk by Tissot sem er á milli útsýnispallanna Les Diablerets og Scex Rouge í Gstaad. View this post on Instagram A post shared by Amy Jackson (@iamamyjackson) Samkvæmt bandaríska miðlinum People kynntist parið á viðburði á vegum bílaframleiðandans Aston Martin, Silverstone racetrack, árið 2021 í Englandi. Þau fóru leynt með samband sitt í fyrstu en opinberuðu það í júní 2022. Westwick er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chuck Bass í dramaþáttaröðinni Gossip Girl. Ástin og lífið Hollywood Ítalía Brúðkaup Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
„Ferðalagið er rétt að byrja,“ skrifaði Ed við mynd af nýgiftu hjónunum í færslu á Instagram. Amy klæddist hvítum hlíralausum brúðarkjól frá hönnuðinum Alberta Ferretti með sítt slör með blúndu í hárinu. Ed klæddist hvítum jakkafötum frá hönnuðinum Giorgio Armani með svarta slaufu um hálsinn. View this post on Instagram A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) Þriggja daga veisla Hjónin giftu sig við litla athöfn þann 9. ágúst síðastliðinn í London á Connaught hótelinu og fögnuðu svo ástinni með þriggja daga brúðkaupi á Ítalíu. Þau buðu 220 gestum sem komu víðsvegar að úr heiminum til að gleðjast með þeim í þriggja daga brúðkaupi á Ítölsku eyjunni Amalfi. „Við vildum halda brúðkaupið á stað sem væri umvafinn fallegri, náttúru og fjallendi, hafinu og vínekrum og væri einstakur í senn og við fundum það ,“ sagði Amy í samtali við bandaríska miðilinn People. Meðal gesta voru stórstjörnur á borð við leikkonuna Kelly Rutherford, leikkonan Daisy Lowe, grínistinn og leikarinn Jack Whitehall, kvikmyndaframleiðandinn Mohammed Al Turki og snyrtivörumógúllinn Dr. Sturm. Hátíðarhöldin hófust föstudaginn 23. ágúst með sólarlagssiglingu á snekkjunni Motonave Patrizia. „Við sigldum meðfram strandlengju Ravello, Positano og Sorrento og lögðum við Capri til að dýfa okkur í sjóinn þegar sólin settist á bak við Faraglioni klettana,“ segir Amy. Brúðkaupið fór fram á laugardeginum og var haldið í hinum sögufræga kastala Castello di Rocca sem er staðsettur ofarlega á eyjunni og er því með stórbrotnu útsýni yfir hafið.Eftir að hafa innsiglað ástina með kossi gengu nýgiftu hjónin út úr athöfninni við lagið Signed, Sealed, Delivered eftir Stevie Wonder. Samkvæmt People voru hjónin og gestir þeirra í kjölfarið leidd í gegnum kastalann af fánabera og lúðrasveit að fallega blómaskreyttri verönd þar sem þeim var boðið var upp á fjölrétta matseðil að hætti Ítala. View this post on Instagram A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) Ævintýralegt bónorð Bónorð Westwick vakti vægast samt mikla athygli þegar hann bað um hönd Jackson í janúar síðastliðnum þegar þau voru stödd í fríi í svissnesku Ölpunum. Westwick fór á skeljarnar í 3000 metra hæð á hinni hangandi brú Peak Walk by Tissot sem er á milli útsýnispallanna Les Diablerets og Scex Rouge í Gstaad. View this post on Instagram A post shared by Amy Jackson (@iamamyjackson) Samkvæmt bandaríska miðlinum People kynntist parið á viðburði á vegum bílaframleiðandans Aston Martin, Silverstone racetrack, árið 2021 í Englandi. Þau fóru leynt með samband sitt í fyrstu en opinberuðu það í júní 2022. Westwick er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chuck Bass í dramaþáttaröðinni Gossip Girl.
Ástin og lífið Hollywood Ítalía Brúðkaup Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira