Davíð Smári um dómarana: „Menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. ágúst 2024 19:02 Davíð Smári á hliðarlínunni í dag. Vísir/Anton Brink Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var sáttur þrátt fyrir tap gegn Val í Bestu deildinni í dag. Vestri komst yfir eftir tíu mínútna leik en náðu ekki að halda út. Vestri tapaði að lokum 3-1 en var Davíð upplitsdjarfur í leiks lok þrátt fyrir það er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Ég er gríðarlega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst liðið mitt leggja sig 100 prósent fram í verkefnið og börðust fyrir hvort annað allt til loka til að fá eitthvað útúr leiknum. Leikplaninu var svolítið kastað útum gluggann hjá okkur þegar við fáum rautt spjald eftir fimm mínútna leik.“ „Vestra liðið var frábært í dag. Vorum frábærir í því sem við vorum að gera, auðvitað vorum við lítið með boltann en við vorum að verjast. Við vorum skipulagðir og að berjast fyrir hvorn annan allt til enda,“ sagði Davíð. Blaðamaður hóf næstu spurningu á orðunum, „þetta byrjaði á afturfótunum hjá ykkur“ en Davíð greip orðið strax og sagði: „Ég ætla að leiðrétta þig þarna, þetta byrjar ekki á afturfótunum hjá Vestra. Það er náttúrulega galin ákvörðun að leikmaðurinn fái rautt spjald. Stundum erum við bara með menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu og það virðist vera svolítið trekk í trekk hjá ákveðnum aðilum. Ég ætla að reyna að tjá mig sem minnst um það,“ sagði Davíð og bætti við um fleiri vafaatriði leiksins. „Svo er auðvitað rangstöðumark þarna sem Jónatan Ingi er kolrangstæður en dómarinn vill meina að þar sem minn leikmaður er að verjast og tækla boltann þá er komin nýtt augnablik. Ef ég skil þetta rétt þá bara á ég ekki til orð. Ég veit ekki hvað ég á að segja við þessu.“ „Mér finnst þetta bara ofboðslega sorglegt. Erum með lið sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og mér finnst þetta galin ákvörðun þetta rauða spjald. Varnarmaðurinn minn er búinn að taka sér stöðu þegar þetta gerist og að senda hann útaf með rautt spjald finnst mér mjög dýrt.“ Davíð var sammála því að Vestri hefði leikið vel heilt yfir í leiknum og talaði sitt lið upp. „Við spiluðum að hugrekki og vorum skipulagðir. Það er erfitt að fá svona högg á fyrstu fimm mínútunum en eins og ég segi þá fannst mér Vestra liðið stórkostlegt í dag. Hefði verið gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið ef við hefðum verið 11 á 11.“ Vestri mætir Fylki í fallslag næstu umferðar og er engan bilbug á Davíð að fá fyrir framhaldinu. „Það er bara áfram gakk.Þetta er gott veganesti fyrir okkur. Þrátt fyrir að þetta sé tap þá skiptir máli hvernig maður tapar og mér fannst við spila þennan leik til enda. Mér fannst við spila fyrir hvort annan alveg fram á síðustu mínútu.“ sagði Davíð Smári að lokum Besta deild karla Vestri Valur Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Sjá meira
Vestri tapaði að lokum 3-1 en var Davíð upplitsdjarfur í leiks lok þrátt fyrir það er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Ég er gríðarlega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst liðið mitt leggja sig 100 prósent fram í verkefnið og börðust fyrir hvort annað allt til loka til að fá eitthvað útúr leiknum. Leikplaninu var svolítið kastað útum gluggann hjá okkur þegar við fáum rautt spjald eftir fimm mínútna leik.“ „Vestra liðið var frábært í dag. Vorum frábærir í því sem við vorum að gera, auðvitað vorum við lítið með boltann en við vorum að verjast. Við vorum skipulagðir og að berjast fyrir hvorn annan allt til enda,“ sagði Davíð. Blaðamaður hóf næstu spurningu á orðunum, „þetta byrjaði á afturfótunum hjá ykkur“ en Davíð greip orðið strax og sagði: „Ég ætla að leiðrétta þig þarna, þetta byrjar ekki á afturfótunum hjá Vestra. Það er náttúrulega galin ákvörðun að leikmaðurinn fái rautt spjald. Stundum erum við bara með menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu og það virðist vera svolítið trekk í trekk hjá ákveðnum aðilum. Ég ætla að reyna að tjá mig sem minnst um það,“ sagði Davíð og bætti við um fleiri vafaatriði leiksins. „Svo er auðvitað rangstöðumark þarna sem Jónatan Ingi er kolrangstæður en dómarinn vill meina að þar sem minn leikmaður er að verjast og tækla boltann þá er komin nýtt augnablik. Ef ég skil þetta rétt þá bara á ég ekki til orð. Ég veit ekki hvað ég á að segja við þessu.“ „Mér finnst þetta bara ofboðslega sorglegt. Erum með lið sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og mér finnst þetta galin ákvörðun þetta rauða spjald. Varnarmaðurinn minn er búinn að taka sér stöðu þegar þetta gerist og að senda hann útaf með rautt spjald finnst mér mjög dýrt.“ Davíð var sammála því að Vestri hefði leikið vel heilt yfir í leiknum og talaði sitt lið upp. „Við spiluðum að hugrekki og vorum skipulagðir. Það er erfitt að fá svona högg á fyrstu fimm mínútunum en eins og ég segi þá fannst mér Vestra liðið stórkostlegt í dag. Hefði verið gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið ef við hefðum verið 11 á 11.“ Vestri mætir Fylki í fallslag næstu umferðar og er engan bilbug á Davíð að fá fyrir framhaldinu. „Það er bara áfram gakk.Þetta er gott veganesti fyrir okkur. Þrátt fyrir að þetta sé tap þá skiptir máli hvernig maður tapar og mér fannst við spila þennan leik til enda. Mér fannst við spila fyrir hvort annan alveg fram á síðustu mínútu.“ sagði Davíð Smári að lokum
Besta deild karla Vestri Valur Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Sjá meira