Hafþór ekki lengur vinsælasti Íslendingurinn á Instagram Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. ágúst 2024 14:02 Topp fimm vinsæluust Íslendingarnir á Instagram. Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur tekið fram úr aflraunamanninum Hafþóri Júlíusi Björnssyni sem vinsælasti Íslendingurinn á samfélagsmiðlinum Instagram. Laufey er nú með rétt rúmlega 4,4 milljónir fylgjenda en Hafþór er með 4,3 milljónir. Eins og alþjóð veit hefur stjarna Laufeyjar aldrei skinið skærar. Í júlí síðastliðnum var Laufey sæmd Ellu Fitzgerald verðlaunum sem veitt eru árlega á jazzhátíðinni í Montreal í Kanada. Hún fetar í fótspor frægra listamanna sem eru sem dæmi Diana Ross, Etta James, Tony Bennett, Diana Krall og Aretha Franklin. Laufey hlaut eftirminnilega Grammy verðlaun fyrir plötu sína Bewitched fyrr á árinu. Platan kom út þann 8. september í fyrra og sló í kjölfarið met hjá Spotify en eftir fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. Tvöfalt fylgi á nokkrum mánuðum Laufey tók fram úr tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur sem vinsælasti Íslendingurinn á Instagram í desember í fyrra. Þá var Laufey með rétt tvær milljónir fylgjenda en Björk með 1,97 milljónir. Í dag er Björk með 2 milljónir fylgjenda. Í fjórða og fimmta sæti yfir vinsælustu Íslendingana á Instagram eru Crossfit-konurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir, báðar með 1,7 milljón fylgjenda. Hér að neðan má sjá topp 5 listann eins og hann er núna: Laufey Lín Jónsdóttir - 4,4 milljónir Hafþór Júlíus Björnsson- 4,3 milljónir Björk Guðmundsdóttir - 2 milljónir Katrín Tanja Davíðsdóttir - 1,7 milljónir Sara Sigmundsdóttir- 1,7 milljónir Samfélagsmiðlar Tónlist Laufey Lín Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Eins og alþjóð veit hefur stjarna Laufeyjar aldrei skinið skærar. Í júlí síðastliðnum var Laufey sæmd Ellu Fitzgerald verðlaunum sem veitt eru árlega á jazzhátíðinni í Montreal í Kanada. Hún fetar í fótspor frægra listamanna sem eru sem dæmi Diana Ross, Etta James, Tony Bennett, Diana Krall og Aretha Franklin. Laufey hlaut eftirminnilega Grammy verðlaun fyrir plötu sína Bewitched fyrr á árinu. Platan kom út þann 8. september í fyrra og sló í kjölfarið met hjá Spotify en eftir fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. Tvöfalt fylgi á nokkrum mánuðum Laufey tók fram úr tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur sem vinsælasti Íslendingurinn á Instagram í desember í fyrra. Þá var Laufey með rétt tvær milljónir fylgjenda en Björk með 1,97 milljónir. Í dag er Björk með 2 milljónir fylgjenda. Í fjórða og fimmta sæti yfir vinsælustu Íslendingana á Instagram eru Crossfit-konurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir, báðar með 1,7 milljón fylgjenda. Hér að neðan má sjá topp 5 listann eins og hann er núna: Laufey Lín Jónsdóttir - 4,4 milljónir Hafþór Júlíus Björnsson- 4,3 milljónir Björk Guðmundsdóttir - 2 milljónir Katrín Tanja Davíðsdóttir - 1,7 milljónir Sara Sigmundsdóttir- 1,7 milljónir
Samfélagsmiðlar Tónlist Laufey Lín Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira