Fordæmir hagstjórnina og hvetur ríkisstjórnina til að bregðast við Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2024 10:59 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Arnar Stjórn Eflingar telur að aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni leggist að mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Hagstjórn bankans sé bæði óréttlát og ómarkviss og hvetur stjórn Eflingar ríkisstjórnina til að bregðast við stöðunni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun stjórnar Eflingar sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í gær. Tilefnið er ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Í ályktuninni segir að „einhliða og einstrengingslegar aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgu“ leggist með mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Segir að ef núverandi verðbólga sé vegna of mikillar neyslueftirspurnar, líkt og gengið sé út frá, þá séu það ekki þau tekjulægri og eignaminni sem beri ábyrgð á því, heldur þau sem efnameiri séu. „Samkvæmt könnun Vörðu frá sl. vori eiga um 41% almenns launafólks erfitt með að ná endum saman og um 55% verkafólks í Eflingu (sjá meðfylgjandi mynd). Þetta er ekki fólkið sem ber ábyrgð á verðbólguhvetjandi neyslu í landinu. Aðgerðir Seðlabankans eru því óréttlátar og ómarkvissar í meira lagi. Ófremdarástand í húsnæðismálum og miklar hækkanir á verði þjónustu og matvæla eru mikilvægustu orsakir núverandi verðbólgu. Aðgerðir Seðlabankans beinast ekki sérstaklega að þeim þáttum, heldur magna þá upp ef eitthvað er. Þess vegna hefur Seðlabankinn ekki náð nægilegum árangri við að lækka verðbólguna á undanförnum misserum. Stjórn Eflingar fordæmir þessa óréttlátu og ómarkvissu hagstjórn Seðlabankans og hvetur ríkisstjórnina til að koma að málum og beita öðrum úrræðum sem hafa meiri áhrif á hinar eiginlegu orsakir verðbólgunnar. Það mætti t.d. gera með því að hægja á þenslu í ferðaþjónustu og fleiri greinum og með því að draga niður þensluhvetjandi neyslu þeirra efnameiri. Þá blasir við þörfin á afgerandi inngripum á húsnæðismarkaði,“ segir í ályktuninni. Stéttarfélög Fjármál heimilisins Seðlabankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. 22. ágúst 2024 08:18 Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27 Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. 21. ágúst 2024 08:31 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun stjórnar Eflingar sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í gær. Tilefnið er ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Í ályktuninni segir að „einhliða og einstrengingslegar aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgu“ leggist með mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Segir að ef núverandi verðbólga sé vegna of mikillar neyslueftirspurnar, líkt og gengið sé út frá, þá séu það ekki þau tekjulægri og eignaminni sem beri ábyrgð á því, heldur þau sem efnameiri séu. „Samkvæmt könnun Vörðu frá sl. vori eiga um 41% almenns launafólks erfitt með að ná endum saman og um 55% verkafólks í Eflingu (sjá meðfylgjandi mynd). Þetta er ekki fólkið sem ber ábyrgð á verðbólguhvetjandi neyslu í landinu. Aðgerðir Seðlabankans eru því óréttlátar og ómarkvissar í meira lagi. Ófremdarástand í húsnæðismálum og miklar hækkanir á verði þjónustu og matvæla eru mikilvægustu orsakir núverandi verðbólgu. Aðgerðir Seðlabankans beinast ekki sérstaklega að þeim þáttum, heldur magna þá upp ef eitthvað er. Þess vegna hefur Seðlabankinn ekki náð nægilegum árangri við að lækka verðbólguna á undanförnum misserum. Stjórn Eflingar fordæmir þessa óréttlátu og ómarkvissu hagstjórn Seðlabankans og hvetur ríkisstjórnina til að koma að málum og beita öðrum úrræðum sem hafa meiri áhrif á hinar eiginlegu orsakir verðbólgunnar. Það mætti t.d. gera með því að hægja á þenslu í ferðaþjónustu og fleiri greinum og með því að draga niður þensluhvetjandi neyslu þeirra efnameiri. Þá blasir við þörfin á afgerandi inngripum á húsnæðismarkaði,“ segir í ályktuninni.
Stéttarfélög Fjármál heimilisins Seðlabankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. 22. ágúst 2024 08:18 Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27 Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. 21. ágúst 2024 08:31 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. 22. ágúst 2024 08:18
Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27
Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. 21. ágúst 2024 08:31