Þriggja metra hrauntunga renni í átt að Grindavíkurvegi Lovísa Arnardóttir skrifar 22. ágúst 2024 22:46 Víðir Reynisson segir líklega langa nótt fram undan hjá viðbragðsaðilum Vísir/Arnar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir eldgosið svipað að stærð og áður en hraunstreymið meira í . Töluverður hraunstraumur stefni í átt að Grindavíkurvegi og hugsanlega að varnargörðum við Bláa lónið. „Mesti krafturinn og lengingarnar í því eru meira til norðurs, þannig við erum meir hraunstreymi norðar en við höfum verið með frá því kannski í desember,“ segir Víðir í samtali ið fréttastofu. Stðasetning eldgossins sé líkust því sem var í eldgosinu í desember. „Milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells er talsvert mikið hraunstreymi og jafnvel norðan við Stóra-Skógfellið.“ Víðir fyrsta rennsli hraunstraumsins um þrjá metra að breidd. Hann á ekki von á því að hraunið fari yfir varnargarðana að svo stöddu en að líklegt sé að það þurfi að endurmeta stöðuna „eftir fyrstu gusuna“. Hann segir Grindavíkurveginn líklega það fyrsta sem lendi fyrir hraunstraumnum. Víðir segir að rýming hafi gengið afar vel í Grindavík, Svartsengi og í Bláa lóninu. Það hafi verið fáir starfsmenn í Svartsengi og lítil starfsemi. Fram kom í tilkynningu frá Bláa lóninu að um 1.300 gestir og starfsmenn hafi verið á svæðinu. Ekki var talin þörf á að opna fjöldahjálparstöð en Víðir segir Rauða krossinn í nánu samstarfi við viðbragðsaðila og fylgjast vel með. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Það gekk mjög hratt fyrir sig,“ segir Víðir og að það hafi liðið hálftími frá því að fyrstu merki sáust um mögulegt eldgos og þar til eldgosið hófst. „Nú er vísindafólk í þyrluflugi að meta og mynda og þeim gögnum er streymt til þeirra sem gera fyrir okkur hraunhermilíkön,“ segir hann og að fyrstu niðurstöður úr því komi á næstu klukkustundum. Þá viti þau betur hvað gerist næst og hvert hraunið streymi. Þá sé hægt að gera plön fyrir næstu skref. „Eins og staðan er núna er rýmingu lokið og enginn í hættu. Hraunstreymið ógnar ekki enn þá varnargörðunum,“ segir Víðir og að hann eigi alveg von á því að það gerist seinna. Það hafi þurft að bregðast við því í fyrri eldgosum og það verði líklega þannig líka núna. Hann segir að á staðnum sé töluvert af búnaði en að almannavarnir verði að sjá hvernig hraunstraumurinn þróast eftir þennan fyrsta fasa eldgossins. „Við vitum það líka alveg að náttúran er ekki alltaf fyrirsjáanleg,“ segir Víðir og að nóttin verði líklega löng hjá viðbragðsaðilum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sjáðu sprunguna opnast Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í kvöld en öflug jarðskjálftahrina hófst kl. 20:48. 22. ágúst 2024 22:43 Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27 Um 1.300 manns í og við Bláa lónið þegar gosið hófst Um 1.300 manns, bæði gestir og starfsfólk, voru í Bláa lóninu við Svartsengi í kvöld þegar rýming hófst vegna eldgossins sem hófst við Sýlingarfell á tíunda tímanum í kvöld. 22. ágúst 2024 22:23 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju Sjá meira
„Mesti krafturinn og lengingarnar í því eru meira til norðurs, þannig við erum meir hraunstreymi norðar en við höfum verið með frá því kannski í desember,“ segir Víðir í samtali ið fréttastofu. Stðasetning eldgossins sé líkust því sem var í eldgosinu í desember. „Milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells er talsvert mikið hraunstreymi og jafnvel norðan við Stóra-Skógfellið.“ Víðir fyrsta rennsli hraunstraumsins um þrjá metra að breidd. Hann á ekki von á því að hraunið fari yfir varnargarðana að svo stöddu en að líklegt sé að það þurfi að endurmeta stöðuna „eftir fyrstu gusuna“. Hann segir Grindavíkurveginn líklega það fyrsta sem lendi fyrir hraunstraumnum. Víðir segir að rýming hafi gengið afar vel í Grindavík, Svartsengi og í Bláa lóninu. Það hafi verið fáir starfsmenn í Svartsengi og lítil starfsemi. Fram kom í tilkynningu frá Bláa lóninu að um 1.300 gestir og starfsmenn hafi verið á svæðinu. Ekki var talin þörf á að opna fjöldahjálparstöð en Víðir segir Rauða krossinn í nánu samstarfi við viðbragðsaðila og fylgjast vel með. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Það gekk mjög hratt fyrir sig,“ segir Víðir og að það hafi liðið hálftími frá því að fyrstu merki sáust um mögulegt eldgos og þar til eldgosið hófst. „Nú er vísindafólk í þyrluflugi að meta og mynda og þeim gögnum er streymt til þeirra sem gera fyrir okkur hraunhermilíkön,“ segir hann og að fyrstu niðurstöður úr því komi á næstu klukkustundum. Þá viti þau betur hvað gerist næst og hvert hraunið streymi. Þá sé hægt að gera plön fyrir næstu skref. „Eins og staðan er núna er rýmingu lokið og enginn í hættu. Hraunstreymið ógnar ekki enn þá varnargörðunum,“ segir Víðir og að hann eigi alveg von á því að það gerist seinna. Það hafi þurft að bregðast við því í fyrri eldgosum og það verði líklega þannig líka núna. Hann segir að á staðnum sé töluvert af búnaði en að almannavarnir verði að sjá hvernig hraunstraumurinn þróast eftir þennan fyrsta fasa eldgossins. „Við vitum það líka alveg að náttúran er ekki alltaf fyrirsjáanleg,“ segir Víðir og að nóttin verði líklega löng hjá viðbragðsaðilum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sjáðu sprunguna opnast Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í kvöld en öflug jarðskjálftahrina hófst kl. 20:48. 22. ágúst 2024 22:43 Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27 Um 1.300 manns í og við Bláa lónið þegar gosið hófst Um 1.300 manns, bæði gestir og starfsfólk, voru í Bláa lóninu við Svartsengi í kvöld þegar rýming hófst vegna eldgossins sem hófst við Sýlingarfell á tíunda tímanum í kvöld. 22. ágúst 2024 22:23 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju Sjá meira
Sjáðu sprunguna opnast Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í kvöld en öflug jarðskjálftahrina hófst kl. 20:48. 22. ágúst 2024 22:43
Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27
Um 1.300 manns í og við Bláa lónið þegar gosið hófst Um 1.300 manns, bæði gestir og starfsfólk, voru í Bláa lóninu við Svartsengi í kvöld þegar rýming hófst vegna eldgossins sem hófst við Sýlingarfell á tíunda tímanum í kvöld. 22. ágúst 2024 22:23