Trans kona á Ólympíuleikum fatlaðra veldur andstæðingum óánægju Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2024 11:31 Valentina Petrillo er fimmtíu ára gömul sjónskert spretthlaupakona sem keppir fyrir hönd Ítalíu, áður í karlaflokki en nú í kvennaflokki. Matthias Hangst/Getty Images Spretthlauparinn Valentina Petrillo verður fyrsta trans konan til að taka þátt á Ólympíuleikum fatlaðra. Hún keppti áður í karlaflokki og vann til verðlauna. Verðandi og fyrrum andstæðingar hennar hafa lýst yfir óánægju með þátttökuna. Sjálf segist hún hafa lært að lifa með gagnrýninni og hlakkar til að keppa í París. Valentina Petrillo gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð árið 2019. Áður hafði hún keppt í karlaflokki sem Fabrizio Petrillo og unnið ellefu sinnum til verðlauna samkvæmt Independent. Þjóðverjinn Katrin Muller-Rottgardt mun keppa við Valentinu Petrillo í París. Mark Kolbe/Getty Images „Allir ættu að fá að lifa sínu hversdagslega lífi eins og þeim sýnist. Þetta er hins vegar erfitt þegar kemur að íþróttakeppnum,“ sagði Katrin Muller-Rottgardt sem keppir við Petrillo í tvö hundruð metra spretthlaupi í T12, flokki sjónskertra. „Hún hefur lifað og æft sem karlmaður í langan tíma. Líklega hefur hún líkamlega yfirburði fram yfir aðra keppendur sem fæddust í kvenmannslíkama,“ hélt hún áfram. Mætti ekki ef hún væri ófötluð Alþjóðaólympíusamband fatlaðra lætur það eftir til alþjóðlegra sérsambanda að setja fyrir reglugerðir um þátttökurétt keppenda. Munur er á alþjóðafrjálsíþróttasamböndum fatlaðra annars vegar og ófatlaðra hins vegar. Settar voru reglur í fyrra þar sem ófötluðu trans frjálsíþróttafólki var bannað að keppa á alþjóðlegum mótum líkt og Ólympíuleikunum. Fatlað trans frjálsíþróttafólk má hins vegar keppa í flokki þess kyns sem það er lagalega skilgreint sem. Andrew Parsons mun bjóða Valentinu velkomna en vill meira samræmi í reglugerðum sérsambanda. Matthias Hangst/Getty Images „Við leyfum sérsamböndum að setja sínar eigin þátttökureglur, hvort sem það varði trans fólk eða annað. Þessar reglur geta verið breytilegar milli íþrótta. Ég er tilbúinn að taka við gagnrýninni en Petrillo verður boðin velkomin til Parísar,“ sagði Andrew Parsons, forseti alþjóðaólympíusambands fatlaðra og óskaði svo eftir auknu samræmi í reglugerðum sérsambanda. Lögfræðingar tjá sig um málið Melani Berges, spænskur spretthlaupari, tapaði fyrir Petrillo í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í París. Irene Aguiar, spænskur lögfræðingur sem sérhæfir sig í alþjóðlegum íþróttalögum hefur óskað eftir því að Berges fái sæti á leikunum í stað Petrillo, en engin formleg kæra hefur verið lögð fram. Mariucca Quilleri, ítalskur lögfræðingur og fyrrum frjálsíþróttakona, hefur tekið að sér mál sem fjöldi kvenna höfðar gegn Petrillo, en segir sjálf að það sé lítið hægt að gera meðan reglurnar eru eins og þær eru. Petrillo heldur áfram ótrauð Valentina mun halda sínu striki og keppa fyrir hönd Ítalíu. Matthias Hangst/Getty Images „Í fullri hreinskilni, þá hlakka ég bara til að keppa í París fyrir framan ákafa áhorfendur. Ég held að mér verði sýnd mun meiri ást og umhyggja en alla grunar. Það er ekki nema sanngjarnt að allir fái að tjá sig á sinn hátt og vera sá eða sú sem þau vilja. Ég hef lært að sleppa því sem ég hef ekki stjórn á… Fólk mun alltaf gagnrýna mann fyrir eitthvað og ég læri að lifa með öfund annarra og afbrýðisemi. Því miður þarf ég að gera það en ég veit að ég er að gera rétt og hef ekkert að óttast,“ sagði Petrillo þegar hún tjáði sig fyrst opinberlega í gær um gagnrýnina sem verðandi þátttaka hennar í París hefur hlotið. Ólympíumót fatlaðra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Sjá meira
Valentina Petrillo gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð árið 2019. Áður hafði hún keppt í karlaflokki sem Fabrizio Petrillo og unnið ellefu sinnum til verðlauna samkvæmt Independent. Þjóðverjinn Katrin Muller-Rottgardt mun keppa við Valentinu Petrillo í París. Mark Kolbe/Getty Images „Allir ættu að fá að lifa sínu hversdagslega lífi eins og þeim sýnist. Þetta er hins vegar erfitt þegar kemur að íþróttakeppnum,“ sagði Katrin Muller-Rottgardt sem keppir við Petrillo í tvö hundruð metra spretthlaupi í T12, flokki sjónskertra. „Hún hefur lifað og æft sem karlmaður í langan tíma. Líklega hefur hún líkamlega yfirburði fram yfir aðra keppendur sem fæddust í kvenmannslíkama,“ hélt hún áfram. Mætti ekki ef hún væri ófötluð Alþjóðaólympíusamband fatlaðra lætur það eftir til alþjóðlegra sérsambanda að setja fyrir reglugerðir um þátttökurétt keppenda. Munur er á alþjóðafrjálsíþróttasamböndum fatlaðra annars vegar og ófatlaðra hins vegar. Settar voru reglur í fyrra þar sem ófötluðu trans frjálsíþróttafólki var bannað að keppa á alþjóðlegum mótum líkt og Ólympíuleikunum. Fatlað trans frjálsíþróttafólk má hins vegar keppa í flokki þess kyns sem það er lagalega skilgreint sem. Andrew Parsons mun bjóða Valentinu velkomna en vill meira samræmi í reglugerðum sérsambanda. Matthias Hangst/Getty Images „Við leyfum sérsamböndum að setja sínar eigin þátttökureglur, hvort sem það varði trans fólk eða annað. Þessar reglur geta verið breytilegar milli íþrótta. Ég er tilbúinn að taka við gagnrýninni en Petrillo verður boðin velkomin til Parísar,“ sagði Andrew Parsons, forseti alþjóðaólympíusambands fatlaðra og óskaði svo eftir auknu samræmi í reglugerðum sérsambanda. Lögfræðingar tjá sig um málið Melani Berges, spænskur spretthlaupari, tapaði fyrir Petrillo í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í París. Irene Aguiar, spænskur lögfræðingur sem sérhæfir sig í alþjóðlegum íþróttalögum hefur óskað eftir því að Berges fái sæti á leikunum í stað Petrillo, en engin formleg kæra hefur verið lögð fram. Mariucca Quilleri, ítalskur lögfræðingur og fyrrum frjálsíþróttakona, hefur tekið að sér mál sem fjöldi kvenna höfðar gegn Petrillo, en segir sjálf að það sé lítið hægt að gera meðan reglurnar eru eins og þær eru. Petrillo heldur áfram ótrauð Valentina mun halda sínu striki og keppa fyrir hönd Ítalíu. Matthias Hangst/Getty Images „Í fullri hreinskilni, þá hlakka ég bara til að keppa í París fyrir framan ákafa áhorfendur. Ég held að mér verði sýnd mun meiri ást og umhyggja en alla grunar. Það er ekki nema sanngjarnt að allir fái að tjá sig á sinn hátt og vera sá eða sú sem þau vilja. Ég hef lært að sleppa því sem ég hef ekki stjórn á… Fólk mun alltaf gagnrýna mann fyrir eitthvað og ég læri að lifa með öfund annarra og afbrýðisemi. Því miður þarf ég að gera það en ég veit að ég er að gera rétt og hef ekkert að óttast,“ sagði Petrillo þegar hún tjáði sig fyrst opinberlega í gær um gagnrýnina sem verðandi þátttaka hennar í París hefur hlotið.
Ólympíumót fatlaðra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Sjá meira