Heimta að Dave Castro verði rekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2024 12:32 Dave Castro er vanur að taka sjálfu af sér og verðlaunahöfunum á heimsleikunum eins og hann gerði hér á leikunum árið 2017. @thedavecastro Alþjóðasamtök líkamsræktarfólks, PFAA, heimta að íþróttastjóri heimsleikanna í CrossFit taki ábyrgð á því sem gerðist á leikunum í ár. Serbneski íþróttamaðurinn Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. Þar voru keppendur látnir synda í vatni eftir að hafa hlaupið á undan. Dukic hvarf ofan í vatnið um fimmtíu metra frá marki og ekki tókst að bjarga honum. Margir hafa kallað eftir viðbrögðum vegna þessa hræðilega slyss. Svona á ekki að geta gerst og það er mat allra að nú þurfi að gera breytingar. PFAA samtökin vilja að Dave Castro verði rekinn úr starfi sínu vegna málsins. Castro er íþróttastjóri heimsleikanna og er því sá sem er yfir því að ákveða það í hvernig greinum er keppt í á heimsleikunum. Morning Chalk Up fjallar um þetta. Castro hefur alltaf verið umdeildur maður í CrossFit hreyfingunni og hann missti starfið sitt hjá CrossFit þegar síðasta hneykslismál kom upp. Það var í kringum það þegar það urðu eigendaskipti hjá samtökunum. Hann snéri seinna aftur til samtakanna og hefur verið íþróttastjóri síðustu árin. PFAA samtökin heimta ekki aðeins að Castro hætti afskiptum af heimsleikunum. Þau vilja að CrossFit samtökin setji saman sérstakt öryggissveit sem muni starfa með PFAA. Sveitin fengi það verkefni að fara yfir og votta mögulegar greinar á leikunum. PFAA samtökin vilja líka algjört gegnsæi þegar kemur að rannsókn og niðurstöðum utanaðkomandi þriðja aðila á því sem gerðist þegar Lazar drukknaði. PFAA segir síðan að framhald samstarfsins á milli samtakanna og CrossFit fari algjörlega eftir því hvernig CrossFit bregst við þessum kröfum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Tengdar fréttir Búið að safna 69 milljónum fyrir Dukic fjölskylduna CrossFit kappinn Lazar Dukic drukknaði á heimsleikunum á dögunum en fljótlega eftir þetta hræðilega slys þá fór af stað söfnun fyrir fjölskyldu Serbans. 20. ágúst 2024 09:30 „Þetta er ekki stríð, þetta er íþrótt“ Besta CrossFit fólks heims beinir nú spjótum sínum að CrossFit samtökunum eftir að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. 16. ágúst 2024 08:31 Snorri Barón þekkti Lazar vel en þeir höfðu ekki talast við í tvö ár Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, sér mikið eftir því að hafa ekki kyngt stoltinu og náð sáttum við serbneska CrossFit kappann Lazar Dukic. 15. ágúst 2024 08:30 Katrín Tanja: Ekki verið hlustað á okkur Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þeirra sem hafa minnst serbneska CrossFit mannsins Lazar Dukic. Hún er líka í hópi þess fólks í CrossFit fjölskyldunni sem hefur bent á þá staðreynd að íþróttafólkið hafi lengi haft áhyggjur af öryggi sínu í krefjandi keppni við hættulegar aðstæður. 14. ágúst 2024 09:31 Sorgmædd Sara Sigmunds tjáir sig um andlát Lazar Dukic Sara Sigmundsdóttir, ein helsta afrekskona Íslands í CrossFit, minntist Lazar Dukic sem lést á heimsleikunum, í færslu á Instagram-síðu sinni. 13. ágúst 2024 23:31 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Serbneski íþróttamaðurinn Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. Þar voru keppendur látnir synda í vatni eftir að hafa hlaupið á undan. Dukic hvarf ofan í vatnið um fimmtíu metra frá marki og ekki tókst að bjarga honum. Margir hafa kallað eftir viðbrögðum vegna þessa hræðilega slyss. Svona á ekki að geta gerst og það er mat allra að nú þurfi að gera breytingar. PFAA samtökin vilja að Dave Castro verði rekinn úr starfi sínu vegna málsins. Castro er íþróttastjóri heimsleikanna og er því sá sem er yfir því að ákveða það í hvernig greinum er keppt í á heimsleikunum. Morning Chalk Up fjallar um þetta. Castro hefur alltaf verið umdeildur maður í CrossFit hreyfingunni og hann missti starfið sitt hjá CrossFit þegar síðasta hneykslismál kom upp. Það var í kringum það þegar það urðu eigendaskipti hjá samtökunum. Hann snéri seinna aftur til samtakanna og hefur verið íþróttastjóri síðustu árin. PFAA samtökin heimta ekki aðeins að Castro hætti afskiptum af heimsleikunum. Þau vilja að CrossFit samtökin setji saman sérstakt öryggissveit sem muni starfa með PFAA. Sveitin fengi það verkefni að fara yfir og votta mögulegar greinar á leikunum. PFAA samtökin vilja líka algjört gegnsæi þegar kemur að rannsókn og niðurstöðum utanaðkomandi þriðja aðila á því sem gerðist þegar Lazar drukknaði. PFAA segir síðan að framhald samstarfsins á milli samtakanna og CrossFit fari algjörlega eftir því hvernig CrossFit bregst við þessum kröfum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Tengdar fréttir Búið að safna 69 milljónum fyrir Dukic fjölskylduna CrossFit kappinn Lazar Dukic drukknaði á heimsleikunum á dögunum en fljótlega eftir þetta hræðilega slys þá fór af stað söfnun fyrir fjölskyldu Serbans. 20. ágúst 2024 09:30 „Þetta er ekki stríð, þetta er íþrótt“ Besta CrossFit fólks heims beinir nú spjótum sínum að CrossFit samtökunum eftir að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. 16. ágúst 2024 08:31 Snorri Barón þekkti Lazar vel en þeir höfðu ekki talast við í tvö ár Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, sér mikið eftir því að hafa ekki kyngt stoltinu og náð sáttum við serbneska CrossFit kappann Lazar Dukic. 15. ágúst 2024 08:30 Katrín Tanja: Ekki verið hlustað á okkur Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þeirra sem hafa minnst serbneska CrossFit mannsins Lazar Dukic. Hún er líka í hópi þess fólks í CrossFit fjölskyldunni sem hefur bent á þá staðreynd að íþróttafólkið hafi lengi haft áhyggjur af öryggi sínu í krefjandi keppni við hættulegar aðstæður. 14. ágúst 2024 09:31 Sorgmædd Sara Sigmunds tjáir sig um andlát Lazar Dukic Sara Sigmundsdóttir, ein helsta afrekskona Íslands í CrossFit, minntist Lazar Dukic sem lést á heimsleikunum, í færslu á Instagram-síðu sinni. 13. ágúst 2024 23:31 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Búið að safna 69 milljónum fyrir Dukic fjölskylduna CrossFit kappinn Lazar Dukic drukknaði á heimsleikunum á dögunum en fljótlega eftir þetta hræðilega slys þá fór af stað söfnun fyrir fjölskyldu Serbans. 20. ágúst 2024 09:30
„Þetta er ekki stríð, þetta er íþrótt“ Besta CrossFit fólks heims beinir nú spjótum sínum að CrossFit samtökunum eftir að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. 16. ágúst 2024 08:31
Snorri Barón þekkti Lazar vel en þeir höfðu ekki talast við í tvö ár Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, sér mikið eftir því að hafa ekki kyngt stoltinu og náð sáttum við serbneska CrossFit kappann Lazar Dukic. 15. ágúst 2024 08:30
Katrín Tanja: Ekki verið hlustað á okkur Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þeirra sem hafa minnst serbneska CrossFit mannsins Lazar Dukic. Hún er líka í hópi þess fólks í CrossFit fjölskyldunni sem hefur bent á þá staðreynd að íþróttafólkið hafi lengi haft áhyggjur af öryggi sínu í krefjandi keppni við hættulegar aðstæður. 14. ágúst 2024 09:31
Sorgmædd Sara Sigmunds tjáir sig um andlát Lazar Dukic Sara Sigmundsdóttir, ein helsta afrekskona Íslands í CrossFit, minntist Lazar Dukic sem lést á heimsleikunum, í færslu á Instagram-síðu sinni. 13. ágúst 2024 23:31