Græddi meira en milljarð á því að skemmta sér á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2024 12:02 Bandarísku fjölmiðlarnir misstu ekki af því sem Snoop Dogg tók sér fyrir hendur í París. Getty/Alex Gottschalk Rapparinn Snoop Dogg var hrókur alls fagnaðar á Ólympíuleikunum í París en kappinn var ekki mættur þangað bara fyrir heiðurinn eða áhuga sinn á Ólympíuleikunum. Nú er komið fram í dagsljósið að Snoop Dogg var á þrusu launum fyrir að skemmta sér og öðrum á Ólympíuleikunum. Snoop Dogg deildi sjálfur frétt á sínum samfélagsmiðlum þar sem kom fram að hann hafi fengið 447 þúsund Bandaríkjadali á dag fyrir vinnuna sína á Ólympíuleikunum. Það gerir rúma 61 milljón króna í laun á dag. #Snoop recently re-posted a video that says, “This is the main star of the Paris Olympics. Snoop Dogg, a top rapper, gets over 40 m rubles about $447,000 daily for his presence at the Paris Olympic Games” 🤯@SnoopDogg #TPRMediaGroup#TheProgressReport pic.twitter.com/GNbdMN040O— The Progress Report Media Group (@TPRMediaGroup) August 17, 2024 Það var líka allt borgað undir Snoop á leikunum, eins og gisting, ferðalög, matur og annað. Hann kom því út í hreinum gróða. Reif upp stemmninguna Það er samt ekki hægt að segja annað en að Snoop Dogg hafi skilað sínu starfi upp á tíu. Hann var mættur til Parísar til að rífa upp stemmninguna og auka athygli á keppnisgreinum leikanna. Hvert sem hann fór þá var hann hrókur alls fagnaðar og bandaríska íþróttafólkið tók honum fagnandi. Þessi tilraun heppnaðist líka vel fyrir þá sem borguðu fyrir hann reikninginn því allir fjölmiðlar voru uppfullir af fréttum um það sem Snoop tók sér fyrir hendur þessa daga í París. Níu milljónir Bandaríkjadala Hann var líka tilbúinn að prófa alls konar íþróttir auk þess að lýsa keppnum með sínum einstaka hætti. Fyrir vikið fengu fleiri íþróttir sviðsljósið. Snnop Dogg var alls í sautján daga á Ólympíuleikunum og fékk því næstum því níu milljónir dollara að launum fyrir þessa ferð. Það gerir meira en milljarð í íslenskum krónum. Tölurnar tala og það er strax farið að orða kappann við næstu Ólympíuleika. Áhorfið á Ólympíuleikana jókst nefnilega um 79 prósent í bandarísku sjónvarpi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mAgbSaF_UoM">watch on YouTube</a> Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Sjá meira
Nú er komið fram í dagsljósið að Snoop Dogg var á þrusu launum fyrir að skemmta sér og öðrum á Ólympíuleikunum. Snoop Dogg deildi sjálfur frétt á sínum samfélagsmiðlum þar sem kom fram að hann hafi fengið 447 þúsund Bandaríkjadali á dag fyrir vinnuna sína á Ólympíuleikunum. Það gerir rúma 61 milljón króna í laun á dag. #Snoop recently re-posted a video that says, “This is the main star of the Paris Olympics. Snoop Dogg, a top rapper, gets over 40 m rubles about $447,000 daily for his presence at the Paris Olympic Games” 🤯@SnoopDogg #TPRMediaGroup#TheProgressReport pic.twitter.com/GNbdMN040O— The Progress Report Media Group (@TPRMediaGroup) August 17, 2024 Það var líka allt borgað undir Snoop á leikunum, eins og gisting, ferðalög, matur og annað. Hann kom því út í hreinum gróða. Reif upp stemmninguna Það er samt ekki hægt að segja annað en að Snoop Dogg hafi skilað sínu starfi upp á tíu. Hann var mættur til Parísar til að rífa upp stemmninguna og auka athygli á keppnisgreinum leikanna. Hvert sem hann fór þá var hann hrókur alls fagnaðar og bandaríska íþróttafólkið tók honum fagnandi. Þessi tilraun heppnaðist líka vel fyrir þá sem borguðu fyrir hann reikninginn því allir fjölmiðlar voru uppfullir af fréttum um það sem Snoop tók sér fyrir hendur þessa daga í París. Níu milljónir Bandaríkjadala Hann var líka tilbúinn að prófa alls konar íþróttir auk þess að lýsa keppnum með sínum einstaka hætti. Fyrir vikið fengu fleiri íþróttir sviðsljósið. Snnop Dogg var alls í sautján daga á Ólympíuleikunum og fékk því næstum því níu milljónir dollara að launum fyrir þessa ferð. Það gerir meira en milljarð í íslenskum krónum. Tölurnar tala og það er strax farið að orða kappann við næstu Ólympíuleika. Áhorfið á Ólympíuleikana jókst nefnilega um 79 prósent í bandarísku sjónvarpi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mAgbSaF_UoM">watch on YouTube</a>
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Sjá meira