„Fullþaulsetnir“ á veitingastöðum á lokadegi þings Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. ágúst 2024 10:39 Þingmenn eiga það til að mæta undir áhrifum í þingsal þegar þingfundir dragast á langinn. vísir/vilhelm Forseti Alþingis mun ítreka það við þingflokksformenn að menn gæti sín í sambandi við áfengisneyslu. Ákveðnir þingmenn hafi verið „fullþaulsetnir“ á veitingastöðum á lokadegi þingsins í júní. Umræða um áfengisneyslu þingmanna kemur til vegna ummæla Jódísar Skúladóttur þingmanns VG sem ofbýður drykkjan á þingi. Í viðtali við Samstöðina sagði hún það ekki boðlegt að þingmenn standi í ræðustól undir áhrifum. Hún tók upp málið í forsætisnefnd þingsins. Mismunandi upplifun Birgir Ármannsson forseti Alþingis lítur ekki svo á að áfengisneysla á þingi sé viðvarandi vandamál. „En þetta kom til umræðu í forsætisnefnd í sumar, eftir lokadaga fyrir þinglok. Einhverjir töldu ákveðna þingmenn hafa verið fullþaulsetna á einhverjum veitingastöðum þegar fundir drógust frameftir að kvöldi. Upplifun fólks var nú með mismunandi hætti um þetta.“ Þingmenn hafi komið til atkvæðagreiðslu eftir setuna, en áfengisneyslan ekki truflað þingstörf. Niðurstaða Birgis er samt sú að hann hyggst ræða við þingflokksformenn um málið. Birgir sér til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig á þinginu. vísir/vilhelm „Þannig að það sé skýrt að allir verða að gæta sín í þessu sambandi,“ segir Birgir. „Ýmsum í forsætisnefnd þótti einhver brögð að þessu.“ Hann áréttir að engar veigar hafi verið í boði á vegum þingsins. Þá hafi ekki verið kvartað yfir nafngreindum þingmönnum til nefndarinnar. „Það er ekki verið að vísa til neinna tiltekinna atvika, ekki svo ég viti til. En ég tek það fram að upplifun fólks í forsætisnefnd var nú að einhverju leyti misjöfn hvað þetta varðaði.“ Meira á árum áður Hefð hafði skapast fyrir því á árum áður að drekka áfengi á lokadegi þings. Birgir segir hins vegar ljóst að áfengisneyslan hafi færst til mun betri vegar á síðustu árum. „En það hefur oft komið fyrir, yfir langan tíma, að þegar þingfundir dragast frameftir að kvöldi sé fólk að koma í atkvæðagreiðslu eftir að hafa verið út að borða eða eitthvað þess háttar. En það er ekki þannig að þetta sé að trufla störf þingsins.“ Menn séu einnig meðvitaðri um að fara varlega. „Ég held að stóra breytingin hafi verið á sínum tíma þegar farið var að sýna þingfundi í beinni útsendingu, fyrir einhverjum áratugum síðan.“ Það sé ekki hlutverk forseta að hafa áfengismæla við dyrnar, einungis að sjá til þess að þingfundir gangi vel fyrir sig. Alþingi Vinstri græn Áfengi og tóbak Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Umræða um áfengisneyslu þingmanna kemur til vegna ummæla Jódísar Skúladóttur þingmanns VG sem ofbýður drykkjan á þingi. Í viðtali við Samstöðina sagði hún það ekki boðlegt að þingmenn standi í ræðustól undir áhrifum. Hún tók upp málið í forsætisnefnd þingsins. Mismunandi upplifun Birgir Ármannsson forseti Alþingis lítur ekki svo á að áfengisneysla á þingi sé viðvarandi vandamál. „En þetta kom til umræðu í forsætisnefnd í sumar, eftir lokadaga fyrir þinglok. Einhverjir töldu ákveðna þingmenn hafa verið fullþaulsetna á einhverjum veitingastöðum þegar fundir drógust frameftir að kvöldi. Upplifun fólks var nú með mismunandi hætti um þetta.“ Þingmenn hafi komið til atkvæðagreiðslu eftir setuna, en áfengisneyslan ekki truflað þingstörf. Niðurstaða Birgis er samt sú að hann hyggst ræða við þingflokksformenn um málið. Birgir sér til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig á þinginu. vísir/vilhelm „Þannig að það sé skýrt að allir verða að gæta sín í þessu sambandi,“ segir Birgir. „Ýmsum í forsætisnefnd þótti einhver brögð að þessu.“ Hann áréttir að engar veigar hafi verið í boði á vegum þingsins. Þá hafi ekki verið kvartað yfir nafngreindum þingmönnum til nefndarinnar. „Það er ekki verið að vísa til neinna tiltekinna atvika, ekki svo ég viti til. En ég tek það fram að upplifun fólks í forsætisnefnd var nú að einhverju leyti misjöfn hvað þetta varðaði.“ Meira á árum áður Hefð hafði skapast fyrir því á árum áður að drekka áfengi á lokadegi þings. Birgir segir hins vegar ljóst að áfengisneyslan hafi færst til mun betri vegar á síðustu árum. „En það hefur oft komið fyrir, yfir langan tíma, að þegar þingfundir dragast frameftir að kvöldi sé fólk að koma í atkvæðagreiðslu eftir að hafa verið út að borða eða eitthvað þess háttar. En það er ekki þannig að þetta sé að trufla störf þingsins.“ Menn séu einnig meðvitaðri um að fara varlega. „Ég held að stóra breytingin hafi verið á sínum tíma þegar farið var að sýna þingfundi í beinni útsendingu, fyrir einhverjum áratugum síðan.“ Það sé ekki hlutverk forseta að hafa áfengismæla við dyrnar, einungis að sjá til þess að þingfundir gangi vel fyrir sig.
Alþingi Vinstri græn Áfengi og tóbak Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira