Þingmaðurinn lygni játar sekt sína Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 00:00 Santos játaði sekt sína í 23 ákæruliðum fyrir alríkisdóm í dag, þeirra á meðal auðkennisþjófnaði og fjárdrætti. Getty/Michael M. Santiago George Santos var sviptur sæti sínu í fulltrúardeild Bandaríkjaþings þegar upp komst um umfangsmiklar lygar og fjármálamisferli og á hann nú yfir höfði sér fangelsisvist. Hinn 36 ára George Santos var fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins en í dag játaði hann fyrir alríkisdóm að hafa stundað fjárdrátt, villað sér heimildir og stórfelld fjársvik af ýmsum toga. Fé úr kosningasjóði í lúxusfatnað og klám Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er haft eftir ríkissaksóknara í New York-ríki að George Santos hafi að því er virðist sagt sannleikann í fyrsta sinn frá því hann bauð sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. „Með því að játa hefur herra Santos gengist við því að hafa ítrekað svikið alríkis- og fylkisstjórnir ásamt eigin fjölskyldu, stuðningsfólk og kjósendur. Blygðunarlaus og óskammfeilinn framgangur hans hefur verið upplýstur og hann verður látinn svara til saka fyrir hann,“ er haft eftir Breon Peace ríkissaksóknara. Santos var í fyrra ákærður í fjölda liða fyrir að hafa dregið sér fé úr eigin kosningasjóðum til að nýta í lúxusfatnað, ferðalög og klámsíður, svo nokkuð sé nefnt. Honum var í kjölfarið vikið af þingi en hann er aðeins þriðji þingmaðurinn til að hljóta slíkan dóm í hálfa aðra öld. Staðráðinn í að læra af reynslunni Mikið fór fyrir Santos á meðan stutt dvöl hans á Bandaríkjaþing varði. Hann varð meðal annars uppvís um að ljúga um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og meintan starfsferil hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann hafði þá einnig logið um að hann ætti að baki glæstan feril í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti. Honum var vikið af þingi í annarri tilraun en hann stóð af sér þá fyrstu. Tvo þriðju þingmanna þarf til að þingmanni sé vísað af þingi. Hann varð þá sjötti þingmaður Bandaríkjasögu til að ljúka þingsetu á þennan síður en álitlegan hátt. Former Congressman George Santos, “I failed you”Just now outside court ====> pic.twitter.com/fzOIRi4toj— Scott MacFarlane (@MacFarlaneNews) August 19, 2024 „Ég átta mig á því að með athæfi mínu hafi ég svikið stuðningsmenn mína og kjósendur. Ég er staðráðinn í að bæta upp fyrir þetta og læra af þessari reynslu,“ sagði Santos þegar hann ávarpaði blaðamenn tárvotur fyrir utan dómsalinn. Mál George Santos Bandaríkin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira
Hinn 36 ára George Santos var fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins en í dag játaði hann fyrir alríkisdóm að hafa stundað fjárdrátt, villað sér heimildir og stórfelld fjársvik af ýmsum toga. Fé úr kosningasjóði í lúxusfatnað og klám Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er haft eftir ríkissaksóknara í New York-ríki að George Santos hafi að því er virðist sagt sannleikann í fyrsta sinn frá því hann bauð sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. „Með því að játa hefur herra Santos gengist við því að hafa ítrekað svikið alríkis- og fylkisstjórnir ásamt eigin fjölskyldu, stuðningsfólk og kjósendur. Blygðunarlaus og óskammfeilinn framgangur hans hefur verið upplýstur og hann verður látinn svara til saka fyrir hann,“ er haft eftir Breon Peace ríkissaksóknara. Santos var í fyrra ákærður í fjölda liða fyrir að hafa dregið sér fé úr eigin kosningasjóðum til að nýta í lúxusfatnað, ferðalög og klámsíður, svo nokkuð sé nefnt. Honum var í kjölfarið vikið af þingi en hann er aðeins þriðji þingmaðurinn til að hljóta slíkan dóm í hálfa aðra öld. Staðráðinn í að læra af reynslunni Mikið fór fyrir Santos á meðan stutt dvöl hans á Bandaríkjaþing varði. Hann varð meðal annars uppvís um að ljúga um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og meintan starfsferil hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann hafði þá einnig logið um að hann ætti að baki glæstan feril í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti. Honum var vikið af þingi í annarri tilraun en hann stóð af sér þá fyrstu. Tvo þriðju þingmanna þarf til að þingmanni sé vísað af þingi. Hann varð þá sjötti þingmaður Bandaríkjasögu til að ljúka þingsetu á þennan síður en álitlegan hátt. Former Congressman George Santos, “I failed you”Just now outside court ====> pic.twitter.com/fzOIRi4toj— Scott MacFarlane (@MacFarlaneNews) August 19, 2024 „Ég átta mig á því að með athæfi mínu hafi ég svikið stuðningsmenn mína og kjósendur. Ég er staðráðinn í að bæta upp fyrir þetta og læra af þessari reynslu,“ sagði Santos þegar hann ávarpaði blaðamenn tárvotur fyrir utan dómsalinn.
Mál George Santos Bandaríkin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira