Þakkaði Drake fyrir að veðja á mótherja sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 10:30 Suður-Afríkumaðurinn Dricus Du Plessis fagnar sigri á UFC 305 í Perth í Ástralíu. Getty/Paul Kane Dricus Du Plessis hélt sigurgöngu sinni áfram í blönduðum bardagaíþróttum um helgina þegar hann fagnaði sigri á móti Israel Adesanya á UFC 305 bardagakvöldinu. Du Plessis hefur unnið tíu bardaga í röð og ekki tapað í búrinu í sex ár. Hann hefur líka unnið þrjá fyrrum heimsmeistara í síðustu þremur bardögum sínum. Du Plessis vann að þessu sinni með hengingartaki í fjórðu lotu. Hann var þarna að verja heimsmeistaratitil sinni í millivigt. Adesanya leit reyndar vel út í fjórðu lotunni en Du Plessis sýndi þrautseigju og tókst að snúa vörn í sókn. Náði Adesanya niður með góðu höggi og kláraði bardagann síðan í gólfinu. Tilbúinn að deyja fyrir beltið „Ég kom hingað til að berjast upp á líf eða dauða. Ég var tilbúinn að deyja fyrir þetta belti eða drepa fyrir það. Sem betur fer þá þurfti ég að gera hvorugt,“ sagði Dricus Du Plessis. Du Plessis var sigurreifur á samfélagsmiðlum eftir leikinn og þakkaði líka sérstaka kanadíska tónlistarmanninum Drake fyrir að trúa ekki á sig. Óheillakrákan í íþróttaheiminum Það þykir nefnilega ekki boða gott fyrir íþróttafólk að tengjast Drake á einhvern hátt eða þá það að hann veðji á það. Rapparinn er fyrir löngu orðinn að óheillakráku í íþróttaheiminum. „Ég vil þakka þér Drake aftur fyrir og það frá mínum innstu hjartarótum,“ skrifaði Du Plessis. Drake veðjaði 450 þúsund dollurum á að Du Plessis myndi tapa bardaganum eða 62,6 milljónum króna. Þetta er líka ekki í fyrsta skiptið sem Du Plessis vinnur bardaga eftir að umræddum Drake veðjar gegn honum. From the bottom of my heart once againTHANK YOU @Drake 🤣 pic.twitter.com/bcSiOjGezd— Dricus Du Plessis (@dricusduplessis) August 18, 2024 MMA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Sjá meira
Du Plessis hefur unnið tíu bardaga í röð og ekki tapað í búrinu í sex ár. Hann hefur líka unnið þrjá fyrrum heimsmeistara í síðustu þremur bardögum sínum. Du Plessis vann að þessu sinni með hengingartaki í fjórðu lotu. Hann var þarna að verja heimsmeistaratitil sinni í millivigt. Adesanya leit reyndar vel út í fjórðu lotunni en Du Plessis sýndi þrautseigju og tókst að snúa vörn í sókn. Náði Adesanya niður með góðu höggi og kláraði bardagann síðan í gólfinu. Tilbúinn að deyja fyrir beltið „Ég kom hingað til að berjast upp á líf eða dauða. Ég var tilbúinn að deyja fyrir þetta belti eða drepa fyrir það. Sem betur fer þá þurfti ég að gera hvorugt,“ sagði Dricus Du Plessis. Du Plessis var sigurreifur á samfélagsmiðlum eftir leikinn og þakkaði líka sérstaka kanadíska tónlistarmanninum Drake fyrir að trúa ekki á sig. Óheillakrákan í íþróttaheiminum Það þykir nefnilega ekki boða gott fyrir íþróttafólk að tengjast Drake á einhvern hátt eða þá það að hann veðji á það. Rapparinn er fyrir löngu orðinn að óheillakráku í íþróttaheiminum. „Ég vil þakka þér Drake aftur fyrir og það frá mínum innstu hjartarótum,“ skrifaði Du Plessis. Drake veðjaði 450 þúsund dollurum á að Du Plessis myndi tapa bardaganum eða 62,6 milljónum króna. Þetta er líka ekki í fyrsta skiptið sem Du Plessis vinnur bardaga eftir að umræddum Drake veðjar gegn honum. From the bottom of my heart once againTHANK YOU @Drake 🤣 pic.twitter.com/bcSiOjGezd— Dricus Du Plessis (@dricusduplessis) August 18, 2024
MMA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Sjá meira