Stefán Teitur fær þriðja þjálfarann í jafn mörgum leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 13:31 Stefán Teitur ræðir við dómara leiks Swansea City og Preston North End. Ian Cook/Getty Images Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston Nord End steinlágu gegn Swansea City í ensku B-deildinni í gær. Í kjölfarið sagði Mike Marsh upp störfum en hann hafði tímabundið verið ráðinn þjálfari liðsins eftir að Ryan Lowe sagði upp eftir fyrsta leik tímabilsins. Hinn 25 ára gamli Stefán Teitur gekk í raðir Preston í sumar eftir gott tímabil með Silkeborg í Danmörku á síðustu leiktíð. Það verður seint sagt að vera hans á Englandi byrji vel en Preston virðist ófært um að finna þjálfara sem helst í starfi. Eftir fyrsta leik tímabilsins ákvað Ryan Lowe að stíga til hliðar en hann hafði stýrt liðinu síðan í desember 2021. Liðið lá gegn Sheffield United í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar og því taldi Lowe það eina rétta í stöðunni að segja upp. Liðið hafði tapað síðustu fimm leikjum sínum á síðustu leiktíð og var því tæknilega séð í frjálsu falli þó nýtt tímabil væri nýhafið. Mike Marsh tók tímabundið við liðinu en það gekk ekki betur en svo að liðið steinlá gegn Swansea í Suður-Wales í gær, laugardag. Í kjölfar ósigursins ákvað Mike að segja starfi sínu lausu og því er Preston enn á ný í leit að þjálfara þrátt fyrir að tímabilið sé aðeins tveggja leikja gamalt. 📝 Club Update | Mike Marsh#pnefc— Preston North End FC (@pnefc) August 17, 2024 Skagamaðurinn hefði getað óskað sér betri byrjunar hjá nýju liði en Lowe vildi ólmur fá hann til liðs við sig í sumar. Nú er bara að bíða og vona að nýr þjálfari liðsins sé einnig hrifinn af leikstíl þessa 25 ára gamla Skagamanns. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Stefán Teitur gekk í raðir Preston í sumar eftir gott tímabil með Silkeborg í Danmörku á síðustu leiktíð. Það verður seint sagt að vera hans á Englandi byrji vel en Preston virðist ófært um að finna þjálfara sem helst í starfi. Eftir fyrsta leik tímabilsins ákvað Ryan Lowe að stíga til hliðar en hann hafði stýrt liðinu síðan í desember 2021. Liðið lá gegn Sheffield United í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar og því taldi Lowe það eina rétta í stöðunni að segja upp. Liðið hafði tapað síðustu fimm leikjum sínum á síðustu leiktíð og var því tæknilega séð í frjálsu falli þó nýtt tímabil væri nýhafið. Mike Marsh tók tímabundið við liðinu en það gekk ekki betur en svo að liðið steinlá gegn Swansea í Suður-Wales í gær, laugardag. Í kjölfar ósigursins ákvað Mike að segja starfi sínu lausu og því er Preston enn á ný í leit að þjálfara þrátt fyrir að tímabilið sé aðeins tveggja leikja gamalt. 📝 Club Update | Mike Marsh#pnefc— Preston North End FC (@pnefc) August 17, 2024 Skagamaðurinn hefði getað óskað sér betri byrjunar hjá nýju liði en Lowe vildi ólmur fá hann til liðs við sig í sumar. Nú er bara að bíða og vona að nýr þjálfari liðsins sé einnig hrifinn af leikstíl þessa 25 ára gamla Skagamanns.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira