Brady ánægður með ráðherrasoninn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 09:00 Willum Þór fagnar sínu fyrstu deildarmarki fyrir Birmingham City. Birmingham City Leikstjórnandinn fyrrverandi Tom Brady, einn af eigendum Íslendingaliðsins Birmingham City, deildi færslu félagsins eftir sigurleik gegn Wycome Wanderers og taggaði Willum Þór Willumsson, hetju liðsins í leiknum, á Instagram. Mikið var rætt og ritað um kaup Brady og félaga á Birmingham á síðustu leiktíð. Þeir vona eflaust að fall sé fararheill en liðið féll úr ensku B-deildinni og leikur því í C-deildinni í ár. Það virðist hafa verið lán í óláni fyrir íslenska knattspyrnumenn því Willum Þór Willumsson var keyptur til félagsins á metfé fyrr í sumar og Alfons Sampsted, fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Breiðabliki, gekk til liðs við félagið á dögunum. Hvað hinn 47 ára gamla Brady varðar þá er hann einn sigursælasti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar. Hann á sjö meistaratitla að baki og þá var hann fimm sinnum valinn verðmætasti leikmaðurinn í Ofurskálinni en það er úrslitaleikur deildarinnar. Í gær, laugardag, vann Birmingham torsóttan 3-2 útisigur á Wycombe þökk sé marki varamannsins Willums Þórs. Því miður þurfti þessi 25 ára gamli landsliðsmaður að yfirgefa völlinn í uppbótartíma vegna meiðsla. 🇮🇸 Cold as ice! 🥶#EFL | @BCFC pic.twitter.com/zCRQWiWd11— Sky Bet League One (@SkyBetLeagueOne) August 17, 2024 Það breytir því ekki að Brady var sáttur með sigurinn og deildi færslu félagsins þar sem sigrinum var fagnað, með mynd af Willum Þór að fagna á Instagram-síðu sinni þar sem hann er með 15 milljónir fylgjenda. Færslan sem Tom Brady deildi.@tombrady Willum Þór Þórsson, faðir leikmannsins, er heilbrigðisráðherra Íslands. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Sjá meira
Mikið var rætt og ritað um kaup Brady og félaga á Birmingham á síðustu leiktíð. Þeir vona eflaust að fall sé fararheill en liðið féll úr ensku B-deildinni og leikur því í C-deildinni í ár. Það virðist hafa verið lán í óláni fyrir íslenska knattspyrnumenn því Willum Þór Willumsson var keyptur til félagsins á metfé fyrr í sumar og Alfons Sampsted, fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Breiðabliki, gekk til liðs við félagið á dögunum. Hvað hinn 47 ára gamla Brady varðar þá er hann einn sigursælasti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar. Hann á sjö meistaratitla að baki og þá var hann fimm sinnum valinn verðmætasti leikmaðurinn í Ofurskálinni en það er úrslitaleikur deildarinnar. Í gær, laugardag, vann Birmingham torsóttan 3-2 útisigur á Wycombe þökk sé marki varamannsins Willums Þórs. Því miður þurfti þessi 25 ára gamli landsliðsmaður að yfirgefa völlinn í uppbótartíma vegna meiðsla. 🇮🇸 Cold as ice! 🥶#EFL | @BCFC pic.twitter.com/zCRQWiWd11— Sky Bet League One (@SkyBetLeagueOne) August 17, 2024 Það breytir því ekki að Brady var sáttur með sigurinn og deildi færslu félagsins þar sem sigrinum var fagnað, með mynd af Willum Þór að fagna á Instagram-síðu sinni þar sem hann er með 15 milljónir fylgjenda. Færslan sem Tom Brady deildi.@tombrady Willum Þór Þórsson, faðir leikmannsins, er heilbrigðisráðherra Íslands.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Sjá meira