Eru framkvæmdir í Saltvík loftslagsvænar? Ólafur S. Andrésson skrifar 17. ágúst 2024 18:01 Framkvæmdir Yggdrasils í Saltvík hafa þau meginmarkmið að binda koltvísýring (CO2) úr lofti og vinna þannig gegn lofslagshlýnun. Færa má rök fyrir því að framkvæmdirnar geri svo alls ekki, heldur þvert á móti! Auk þess valda þær skaða á verðmætri náttúru. Jarðrask losar kolefni Gróskumikill móajarðvegur er með bundið kolefni sem jafngildir um 550 tonnum af CO2 á hektara (1) og plæging og umturnun jarðvegsins veldur losun á því kolefni. Við plægingu, líkt og sjá má á fréttamyndum frá Saltvík, losnar um 30% af jarðvegskolefni sem CO2 (2). Því má ætla að meira gæti losnað af kolefni við plæginguna, um 80 tonn/ha, eða sem nemur tíunda hluta þess sem skógurinn gæti bundið [innskot blaðamanns: sjá athugasemd neðst í grein] (3) (1)Rit LbhÍ nr. 133, Loftslag, kolefni og mold eftir Ólaf Arnalds og Jón Guðmundsson 2020. (2)Samanburður á Skógarkolefni og UK Woodland Carbon Code – Kolefnislosun vegna jarðvinnslu, eftir Sigfús Bjarnason, birt á natturuvinir.is 2023. (3)Skógarkolefnisreiknir Skógræktarinnar. Sól vermir dökkt yfirborð meira en ljóst Hluti sólgeislunar sem fellur á yfirborð jarðar endurkastast til baka og veldur lítilli hlýnun. Hversu mikið endurkastið er ræðst af yfirborð jarðarinnar. Við ræktun barrskóga á norðlægum slóðum geta orðið breytingar á endurkasti sólgeislunar sem vega upp loftlagsávinning kolefnisbindingar. Um þetta efni hefur verið fjallað í vísindaritum, en samantekt má finna á vefnum natturuvinir.is og staðfærslu til íslenskra aðstæðna í grein minni Barrtré, snjóþekja og hitafar á sama vef frá 2023. Mólendi er með meðal- eða mikið endurkast en barrskógur með lítið en sogar í sig sólgeislunina. Staðgóðar upplýsingar um ísog og endurkast (albedo) á Saltvíkursvæðinu liggja ekki fyrir, en breytingarnar má áætla út frá sambærilegum svæðum. Þá þarf einnig að reikna með áhrifum snjóþekju, einkum á vormánuðum þegar sólargangur er orðinn langur og dagar oft sólríkir. Þegar þessir þættir eru teknir saman má reikna með að í ljósu, sinugrónu mólendi við Húsavík vegi hlýnunaráhrif vegna breytinga úr mólendi í barrskóg upp loftslagsávinning kolefnisbindingar við skógrækt. Framkvæmdir Yggdrasils í Saltvík gera því lítið, eða minna en ekkert, til að vega á móti loftslagsvánni og hafa líka margvísleg önnur áhrif, flest neikvæð: Gengið er á verðmætt vistkerfi með fjölbreyttu lífríki. Mikilvæg berjalönd eru eyðilögð. Búsvæði mófugla sem við berum alþjóðlega ábyrgð á eru eyðilögð. Eðlilega bregðast því margir ókvæða við þessari vanhugsuðu framkvæmd, og engin fagleg vottunarstofa með sjálfsvirðingu getur vottað að þetta brölt muni hafa jákvæð áhrif á umhverfi og loftslag. Höfundur er lífefnafræðingur og áhugamaður um loftslagsmál. Uppfært 19.8.2024 Í upphaflegri útgáfu greinarinnar var möguleg losun við plægingu sögð 800 tonn á hektara og hún sögð hugsanlega meiri en skógur gæti bundið. Það rétta er að samkvæmt skógarkolefnisreikni Skógræktarinnar gæti losun vegna plægingar numið 80 tonnum á hektara, um tíunda hluta þess kolefnis sem skógur gæti bundið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdir Yggdrasils í Saltvík hafa þau meginmarkmið að binda koltvísýring (CO2) úr lofti og vinna þannig gegn lofslagshlýnun. Færa má rök fyrir því að framkvæmdirnar geri svo alls ekki, heldur þvert á móti! Auk þess valda þær skaða á verðmætri náttúru. Jarðrask losar kolefni Gróskumikill móajarðvegur er með bundið kolefni sem jafngildir um 550 tonnum af CO2 á hektara (1) og plæging og umturnun jarðvegsins veldur losun á því kolefni. Við plægingu, líkt og sjá má á fréttamyndum frá Saltvík, losnar um 30% af jarðvegskolefni sem CO2 (2). Því má ætla að meira gæti losnað af kolefni við plæginguna, um 80 tonn/ha, eða sem nemur tíunda hluta þess sem skógurinn gæti bundið [innskot blaðamanns: sjá athugasemd neðst í grein] (3) (1)Rit LbhÍ nr. 133, Loftslag, kolefni og mold eftir Ólaf Arnalds og Jón Guðmundsson 2020. (2)Samanburður á Skógarkolefni og UK Woodland Carbon Code – Kolefnislosun vegna jarðvinnslu, eftir Sigfús Bjarnason, birt á natturuvinir.is 2023. (3)Skógarkolefnisreiknir Skógræktarinnar. Sól vermir dökkt yfirborð meira en ljóst Hluti sólgeislunar sem fellur á yfirborð jarðar endurkastast til baka og veldur lítilli hlýnun. Hversu mikið endurkastið er ræðst af yfirborð jarðarinnar. Við ræktun barrskóga á norðlægum slóðum geta orðið breytingar á endurkasti sólgeislunar sem vega upp loftlagsávinning kolefnisbindingar. Um þetta efni hefur verið fjallað í vísindaritum, en samantekt má finna á vefnum natturuvinir.is og staðfærslu til íslenskra aðstæðna í grein minni Barrtré, snjóþekja og hitafar á sama vef frá 2023. Mólendi er með meðal- eða mikið endurkast en barrskógur með lítið en sogar í sig sólgeislunina. Staðgóðar upplýsingar um ísog og endurkast (albedo) á Saltvíkursvæðinu liggja ekki fyrir, en breytingarnar má áætla út frá sambærilegum svæðum. Þá þarf einnig að reikna með áhrifum snjóþekju, einkum á vormánuðum þegar sólargangur er orðinn langur og dagar oft sólríkir. Þegar þessir þættir eru teknir saman má reikna með að í ljósu, sinugrónu mólendi við Húsavík vegi hlýnunaráhrif vegna breytinga úr mólendi í barrskóg upp loftslagsávinning kolefnisbindingar við skógrækt. Framkvæmdir Yggdrasils í Saltvík gera því lítið, eða minna en ekkert, til að vega á móti loftslagsvánni og hafa líka margvísleg önnur áhrif, flest neikvæð: Gengið er á verðmætt vistkerfi með fjölbreyttu lífríki. Mikilvæg berjalönd eru eyðilögð. Búsvæði mófugla sem við berum alþjóðlega ábyrgð á eru eyðilögð. Eðlilega bregðast því margir ókvæða við þessari vanhugsuðu framkvæmd, og engin fagleg vottunarstofa með sjálfsvirðingu getur vottað að þetta brölt muni hafa jákvæð áhrif á umhverfi og loftslag. Höfundur er lífefnafræðingur og áhugamaður um loftslagsmál. Uppfært 19.8.2024 Í upphaflegri útgáfu greinarinnar var möguleg losun við plægingu sögð 800 tonn á hektara og hún sögð hugsanlega meiri en skógur gæti bundið. Það rétta er að samkvæmt skógarkolefnisreikni Skógræktarinnar gæti losun vegna plægingar numið 80 tonnum á hektara, um tíunda hluta þess kolefnis sem skógur gæti bundið.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun