Neitaði að borga heita vatnið og slapp með skrekkinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. ágúst 2024 21:56 Konan borgaði ekki heitavatnsreikningana frá Selfossveitum. Getty/Vísir/Vilhelm Kona í Árborg komst upp með að borga ekki heitavatnsreikninga frá Selfossveitum vegna þess að vatnið var ekki nógu heitt. Reikningar konunnar vegna húshitunar voru meira en tvöfalt hærri en í sambærilegum fasteignum í sveitarfélaginu, af því vatnið var gallað og inntakshiti þess ekki nógu mikill. Um er að ræða hús í því hverfi sem nefnist Tjarnarbyggð í landi Kaldaðarness í Árborg, sem er um 4 km frá Selfossi. Konan og eiginmaður hennar fluttu í nýbyggt húsið árið 2007. Vatnið aldrei nógu heitt Hverfið var nýtt og fá hús voru á svæðinu, og þess vegna gekk erfiðlega að tryggja nægilegan hita á vatninu í upphafi. Þess vegna hafi fyrstu 7-8 árin verið greitt fyrir heitt vatn, samkvæmt reiknuðum kostnaði við upphitun á húsi af svipaðri stærð á Selfossi, ekki notkun vatnsins. Árið 2016 átti svo að breyta þessu fyrirkomulagi, og fara rukka íbúa eftir notkun heitavatnsins, en ekki áætluðum kostnaði við upphitun á húsi af svipaðri stærð á Selfossi. Konan setti sig strax upp á móti þessu fyrirkomulagi, enda myndi kostnaður hennar við húshitun meira en tvöfaldast. Selfossveitur stefndu konunni 3. júní 2023, og kröfðust þess að konan myndi greiða skuld að fjárhæð 445.123 krónur ásamt dráttarvöxtum. Skuldin samanstæði af vangreiddum heitavatnsreikningum frá júlí 2019 til september 2020. Inntakshiti vatnsins var oft á tíðum rétt í kringum 40 gráður, en fór oft mun neðar ef umtalsvert vatn væri ekki látið renna í gegnum gólfhitakerfið. Ætli sturtan hafi ekki orðið ansi köld, þegar gólfhitinn var ekki skrúfaður upp?Getty Hélt áfram að greiða gamla verðið Þegar tilkynnt var um þessar breytingar árið 2016 hófust tölvupóstsamskipti milli eiginmanns konunnar og Selfossveitna, þar sem reynt var miðla málum. Meðal annars kom til tals að þau skyldu kaupa fyrirfram ákveðinn fjölda lítra á mínútu á svokölluðum hemli, en þannig væri hægt að halda hita á vatninu. Ekki tókst að ná sáttum um lítrafjölda og verð. Þegar ljóst var að ekki næðist að leysa þennan ágreining, ákvað konan að greiða mánaðarlega 15.000 krónur til Selfossveitna, sem samsvaraði eðlilegum upphitunarkostnaði sambærilegrar fasteignar á Selfossi. Selfossveitur héldu hins vegar áfram að senda henni reikninga á grundvelli rennslismælingar, sem voru meira en tvöfalt hærri en 15.000 krónur. Selfossveitur hafi sýnt tómlæti og konan sýknuð Konan var sýknuð af kröfum Selfossveitna, og þeim var gert að greiða málskostnað hennar að 800.000 krónum. Selfossveitum var gefið að sök að hafa sýnt af sér tómlæti, í ljósi þess langa tíma sem fyrirtækið lét líða þangað til þau fóru að innheimta kröfurnar. Tölvupóstsamskipti Selfossveitna og eiginmanns konunnar voru tekin til hliðsjónar, en þeim lauk árið 2018 án þess að niðurstaða hefði fengist í málið milli þeirra. Tekið var mið af því að samskiptin milli þeirra hafi átt sér stað eftir að send var út viðvörun um innheimtuaðgerðir og áretting um vanskil og aðgerðir. Þá hafi Selfossveitur tekið við mánaðarlegum greiðslum konunnar að 15.000 krónum fram í mars 2020 án þess að henni hafi verið gerð grein fyrir skuldastöðu miðað við forsendur Selfossveitna. Dóm Héraðsdóms Suðurlands má finna hér. Árborg Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira
Um er að ræða hús í því hverfi sem nefnist Tjarnarbyggð í landi Kaldaðarness í Árborg, sem er um 4 km frá Selfossi. Konan og eiginmaður hennar fluttu í nýbyggt húsið árið 2007. Vatnið aldrei nógu heitt Hverfið var nýtt og fá hús voru á svæðinu, og þess vegna gekk erfiðlega að tryggja nægilegan hita á vatninu í upphafi. Þess vegna hafi fyrstu 7-8 árin verið greitt fyrir heitt vatn, samkvæmt reiknuðum kostnaði við upphitun á húsi af svipaðri stærð á Selfossi, ekki notkun vatnsins. Árið 2016 átti svo að breyta þessu fyrirkomulagi, og fara rukka íbúa eftir notkun heitavatnsins, en ekki áætluðum kostnaði við upphitun á húsi af svipaðri stærð á Selfossi. Konan setti sig strax upp á móti þessu fyrirkomulagi, enda myndi kostnaður hennar við húshitun meira en tvöfaldast. Selfossveitur stefndu konunni 3. júní 2023, og kröfðust þess að konan myndi greiða skuld að fjárhæð 445.123 krónur ásamt dráttarvöxtum. Skuldin samanstæði af vangreiddum heitavatnsreikningum frá júlí 2019 til september 2020. Inntakshiti vatnsins var oft á tíðum rétt í kringum 40 gráður, en fór oft mun neðar ef umtalsvert vatn væri ekki látið renna í gegnum gólfhitakerfið. Ætli sturtan hafi ekki orðið ansi köld, þegar gólfhitinn var ekki skrúfaður upp?Getty Hélt áfram að greiða gamla verðið Þegar tilkynnt var um þessar breytingar árið 2016 hófust tölvupóstsamskipti milli eiginmanns konunnar og Selfossveitna, þar sem reynt var miðla málum. Meðal annars kom til tals að þau skyldu kaupa fyrirfram ákveðinn fjölda lítra á mínútu á svokölluðum hemli, en þannig væri hægt að halda hita á vatninu. Ekki tókst að ná sáttum um lítrafjölda og verð. Þegar ljóst var að ekki næðist að leysa þennan ágreining, ákvað konan að greiða mánaðarlega 15.000 krónur til Selfossveitna, sem samsvaraði eðlilegum upphitunarkostnaði sambærilegrar fasteignar á Selfossi. Selfossveitur héldu hins vegar áfram að senda henni reikninga á grundvelli rennslismælingar, sem voru meira en tvöfalt hærri en 15.000 krónur. Selfossveitur hafi sýnt tómlæti og konan sýknuð Konan var sýknuð af kröfum Selfossveitna, og þeim var gert að greiða málskostnað hennar að 800.000 krónum. Selfossveitum var gefið að sök að hafa sýnt af sér tómlæti, í ljósi þess langa tíma sem fyrirtækið lét líða þangað til þau fóru að innheimta kröfurnar. Tölvupóstsamskipti Selfossveitna og eiginmanns konunnar voru tekin til hliðsjónar, en þeim lauk árið 2018 án þess að niðurstaða hefði fengist í málið milli þeirra. Tekið var mið af því að samskiptin milli þeirra hafi átt sér stað eftir að send var út viðvörun um innheimtuaðgerðir og áretting um vanskil og aðgerðir. Þá hafi Selfossveitur tekið við mánaðarlegum greiðslum konunnar að 15.000 krónum fram í mars 2020 án þess að henni hafi verið gerð grein fyrir skuldastöðu miðað við forsendur Selfossveitna. Dóm Héraðsdóms Suðurlands má finna hér.
Árborg Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira