Finnst mjög óréttlátt að bronsið sé tekið af henni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 09:00 Jordan Chiles fagnar bronsinu sínu með Simone Biles eftir að úrslitunum var breytt. Sú breyting á skorinu hefur nú verið dregin til baka. Getty/Mehmet Murat Onel Bandaríska fimleikakonan Jordan Chiles fékk bronsverðlaun fyrir æfingar á gólfi á Ólympíuleikunum í París en henni hefur nú verið gert að skila bronsverðlaunum sínum. Chiles gerði athugasemd við of lágan erfiðleikastuðul fyrir æfingu sína sem varð til þess að hún hoppaði úr fimmta sæti upp í það þriðja. Alþjóðaíþróttadómstóllinn felldi þá breytingu úr gildi þar sem að beiðni hennar kom nokkrum sekúndum of seint. Chiles skrifaði pistil á samfélagsmiðlum þar sem hún fór yfir allt málið og hvernig henni líður eftir að hafa fengið þessar leiðinlegu fréttir. Hún gerði ekkert rangt og er í raun fórnarlamb mistaka annarra. “I have no words,” Chiles wrote. “This decision feels unjust and comes as a significant blow, not just to me, but to everyone who has championed my journey.”https://t.co/rctS0I5O1P— WMBD News (@WMBDNews) August 16, 2024 „Ég á engin orð. Mér finnst þessi ákvörðun vera mjög óréttlát og hún er áfall fyrir mig og alla þá sem hafa fagnað þessum árangri mínum með mér. Ofan á sorgina hafa síðan bæst við árásir á samfélagsmiðlum sem eru bæði rangar og ákaflega særandi,“ skrifaði Chiles. Hún telur að árásirnar komi til vegna hörundslitar hennar og þeirri staðreynd að allir þrír verðlaunahafarnir á pallinum hafi verið svartar. Chiles er ekki búin að gefa upp alla von um að hún fái að halda bronsinu. „Ég mun nálgast þessa áskorun eins og aðrar sem ég hef glímt við. Ég mun gera allt til þess að réttlætinu verði fullnægt. Ég trúi því að við enda þessa ferðalags þá hafi fólkið sem ræður gert það rétta í stöðunni,“ skrifaði Chiles. pic.twitter.com/MX89OPeduH— Jordan Chiles (@ChilesJordan) August 15, 2024 Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Chiles gerði athugasemd við of lágan erfiðleikastuðul fyrir æfingu sína sem varð til þess að hún hoppaði úr fimmta sæti upp í það þriðja. Alþjóðaíþróttadómstóllinn felldi þá breytingu úr gildi þar sem að beiðni hennar kom nokkrum sekúndum of seint. Chiles skrifaði pistil á samfélagsmiðlum þar sem hún fór yfir allt málið og hvernig henni líður eftir að hafa fengið þessar leiðinlegu fréttir. Hún gerði ekkert rangt og er í raun fórnarlamb mistaka annarra. “I have no words,” Chiles wrote. “This decision feels unjust and comes as a significant blow, not just to me, but to everyone who has championed my journey.”https://t.co/rctS0I5O1P— WMBD News (@WMBDNews) August 16, 2024 „Ég á engin orð. Mér finnst þessi ákvörðun vera mjög óréttlát og hún er áfall fyrir mig og alla þá sem hafa fagnað þessum árangri mínum með mér. Ofan á sorgina hafa síðan bæst við árásir á samfélagsmiðlum sem eru bæði rangar og ákaflega særandi,“ skrifaði Chiles. Hún telur að árásirnar komi til vegna hörundslitar hennar og þeirri staðreynd að allir þrír verðlaunahafarnir á pallinum hafi verið svartar. Chiles er ekki búin að gefa upp alla von um að hún fái að halda bronsinu. „Ég mun nálgast þessa áskorun eins og aðrar sem ég hef glímt við. Ég mun gera allt til þess að réttlætinu verði fullnægt. Ég trúi því að við enda þessa ferðalags þá hafi fólkið sem ræður gert það rétta í stöðunni,“ skrifaði Chiles. pic.twitter.com/MX89OPeduH— Jordan Chiles (@ChilesJordan) August 15, 2024
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira