Sagði söguna af myndbandinu af henni ungri með Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2024 11:30 Katie Ledecky vann fern verðlaun á Ólympíuleikunum í París, tvö gull, eitt silfur og eitt brons. Þá var ástæða til að rifja upp gamalt myndband með henni og Michael Jordan. Getty/Don Juan Moore/Kristy Sparow Myndband með körfuboltagoðsögninni Michael Jordan vakti athygli fyrir meira en tveimur áratugum síðan en fór síðan aftur á flug á dögunum þegar fólk áttaði sig á því hver var þarna með honum. Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann tvenn gullverðlaun og alls fern verðlaun á Ólympíuleikunum í París. Hún varð um leið sigursælasta bandaríska íþróttakonan í sögu Ólympíuleikanna. Seinna gullið var hennar níunda á Ólympíuleikum en hún vann ein gullverðlaun í London 2012, fern á Ólympíuleikum í Ríó 2016 og tvenn á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. Myndbandið fór á flug Myndband með Ledecky og NBA goðsögninni Michael Jordan fór á mikið flug eftir að hún tryggði sér gullverðlaun í París. Þar má sjá Jordan stríða henni þegar Ledecky er aðeins tveggja ára gömul og stödd í heiðursstúkunni á leik með Washington Wizards. Throwback to when Michael Jordan played peek-a-boo with 2-year-old Katie Ledecky and blessed her with generational greatness pic.twitter.com/1lbu8fdBqx— Jeff Eisenband (@JeffEisenband) August 2, 2024 Ledecky var spurð út í myndbandið með henni og Jordan. „Jon frændi minn var einn af eigendum Washington Capitals á þessum tíma. Við vorum þarna á leik með Wizards og stödd í eigendastúkunni,“ sagði Ledecky. „Michael Jordan var þarna líka því hann var hluti af eigendahópi Washington Wizards á þessum tíma. Ég var bara að borða poppkornið mitt og Jordan fór að leika við mig í gjugg í borg [peekabo]. Ég lét það ekkert trufla mig og hélt bara áfram að borða poppkornið mitt,“ sagði Ledecky. Vissi hver hann var „Hann setti líka hendina fyrir muninn á mér til að reyna að koma í veg fyrir að ég kæmi poppkorninu upp í munninn,“ sagði Ledecky. Hún bendir á það að það má sjá líka að hún er spurð hvort hún viti hver þetta sé og að hún hafi svarað Michael Jordan. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því hversu merkilegur hann var og hver hann var. Ég vil líta þannig á að hann hafi veitt mér innblástur og smitað mig aðeins af hans mikilfengleika. Það var mjög gott fyrir mig að fá að umgangast frábært íþróttafólk frá unga aldri,“ sagði Ledecky. „Þetta er mjög fyndið myndband og ég held að það hafi líka vakið athygli á sínum tíma áður en einhver vissi hver ég var,“ sagði Ledecky. View this post on Instagram A post shared by Shal-Om!🙏🏾 (@supersaiyanshalom26) Sund Ólympíuleikar 2024 í París NBA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Sjá meira
Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann tvenn gullverðlaun og alls fern verðlaun á Ólympíuleikunum í París. Hún varð um leið sigursælasta bandaríska íþróttakonan í sögu Ólympíuleikanna. Seinna gullið var hennar níunda á Ólympíuleikum en hún vann ein gullverðlaun í London 2012, fern á Ólympíuleikum í Ríó 2016 og tvenn á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. Myndbandið fór á flug Myndband með Ledecky og NBA goðsögninni Michael Jordan fór á mikið flug eftir að hún tryggði sér gullverðlaun í París. Þar má sjá Jordan stríða henni þegar Ledecky er aðeins tveggja ára gömul og stödd í heiðursstúkunni á leik með Washington Wizards. Throwback to when Michael Jordan played peek-a-boo with 2-year-old Katie Ledecky and blessed her with generational greatness pic.twitter.com/1lbu8fdBqx— Jeff Eisenband (@JeffEisenband) August 2, 2024 Ledecky var spurð út í myndbandið með henni og Jordan. „Jon frændi minn var einn af eigendum Washington Capitals á þessum tíma. Við vorum þarna á leik með Wizards og stödd í eigendastúkunni,“ sagði Ledecky. „Michael Jordan var þarna líka því hann var hluti af eigendahópi Washington Wizards á þessum tíma. Ég var bara að borða poppkornið mitt og Jordan fór að leika við mig í gjugg í borg [peekabo]. Ég lét það ekkert trufla mig og hélt bara áfram að borða poppkornið mitt,“ sagði Ledecky. Vissi hver hann var „Hann setti líka hendina fyrir muninn á mér til að reyna að koma í veg fyrir að ég kæmi poppkorninu upp í munninn,“ sagði Ledecky. Hún bendir á það að það má sjá líka að hún er spurð hvort hún viti hver þetta sé og að hún hafi svarað Michael Jordan. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því hversu merkilegur hann var og hver hann var. Ég vil líta þannig á að hann hafi veitt mér innblástur og smitað mig aðeins af hans mikilfengleika. Það var mjög gott fyrir mig að fá að umgangast frábært íþróttafólk frá unga aldri,“ sagði Ledecky. „Þetta er mjög fyndið myndband og ég held að það hafi líka vakið athygli á sínum tíma áður en einhver vissi hver ég var,“ sagði Ledecky. View this post on Instagram A post shared by Shal-Om!🙏🏾 (@supersaiyanshalom26)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París NBA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Sjá meira