Snorri Barón þekkti Lazar vel en þeir höfðu ekki talast við í tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2024 08:30 Snorri Barón Jónsson með skjólstæðingi sínum Björgvini Karli Guðmyndssyni. @snorribaron Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, sér mikið eftir því að hafa ekki kyngt stoltinu og náð sáttum við serbneska CrossFit kappann Lazar Dukic. Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í ár. Margir hafa minnst Serbans og sent fjölskyldu hans og vinum samúðar- og stuðningskveðjur. Snorri bættist í þann hóp í gær en hann er í annarri stöðu en margir aðrir. „Heimsleikarnir í CrossFit. Tími til að fagna hraustleika, frábæru formi og góðri keppni. Hápunktur hvers árs fyrir alla sem koma að keppni í líkamshreysti. Það fór mjög illa í ár. Hið óhugsandi gerðist. Maður drukknaði í fyrstu grein. Nafnið hans var Lazar Dukic,“ hóf Snorri pistil sinn. „Ég skrifa þessar línur til að votta Lazar virðingu mína. Ég þekkti hann. Við unnum saman um tíma en undanfarin tvö ár höfðum við ekki sagt eitt orð við hvorn annan,“ skrifaði Snorri. Of þrjóskur og of stoltur „Það kom til vegna lítillar færslu sem ég setti inn á samfélagsmiðla. Hann gerði mér grein fyrir því að hann var ósáttur en ég var of þrjóskur til að sætta mig við hans sjónarhorn og of stoltur til að biðjast almennilega afsökunar,“ skrifaði Snorri. „Dagarnir breyttust í vikur, vikur í mánuði og mánuðir í ár. Í síðustu skipti sem við höfum verið á sama stað þá hugsaði ég oft um að nýta það tækifærið. Leggja fram sáttarhönd og reyna að hreinsa loftið. Ég gerði það hins vegar aldrei og sé mikið eftir því,“ skrifaði Snorri. Einn af þeim allra bestu Snorri Barón hrósar líka frammistöðu Lazars í CrossFit undanfarin ár. „Það er ekki hægt að gera of mikið úr áhrifum og mikilvægi Lazars fyrir íþróttina. Hann endaði aldrei utan topp tíu á heimsleikunum og hafði unnið undanúrslit Evrópu undanfarin þrjú ár. Hann var einn af þeim allra bestu,“ skrifaði Snorri. „Hann var einn af örfáum íþróttamönnum sem gátu farið alla leið. Hann hélt öðrum mönnum á tánum,“ skrifaði Snorri. Litríkur persónuleiki Snorri segir að Lazars hafi verið duglegur að skjóta á keppinauta sína og keyra upp í þeim keppnisandann. „Litríkur persónuleiki sem lýsti upp öll herbergi. Íþróttin verður aldrei sú sama aftur,“ skrifaði Snorri og sendi fjölskyldu og ástvinum Lazars sínar innilegustu samúðarkveðjur. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í ár. Margir hafa minnst Serbans og sent fjölskyldu hans og vinum samúðar- og stuðningskveðjur. Snorri bættist í þann hóp í gær en hann er í annarri stöðu en margir aðrir. „Heimsleikarnir í CrossFit. Tími til að fagna hraustleika, frábæru formi og góðri keppni. Hápunktur hvers árs fyrir alla sem koma að keppni í líkamshreysti. Það fór mjög illa í ár. Hið óhugsandi gerðist. Maður drukknaði í fyrstu grein. Nafnið hans var Lazar Dukic,“ hóf Snorri pistil sinn. „Ég skrifa þessar línur til að votta Lazar virðingu mína. Ég þekkti hann. Við unnum saman um tíma en undanfarin tvö ár höfðum við ekki sagt eitt orð við hvorn annan,“ skrifaði Snorri. Of þrjóskur og of stoltur „Það kom til vegna lítillar færslu sem ég setti inn á samfélagsmiðla. Hann gerði mér grein fyrir því að hann var ósáttur en ég var of þrjóskur til að sætta mig við hans sjónarhorn og of stoltur til að biðjast almennilega afsökunar,“ skrifaði Snorri. „Dagarnir breyttust í vikur, vikur í mánuði og mánuðir í ár. Í síðustu skipti sem við höfum verið á sama stað þá hugsaði ég oft um að nýta það tækifærið. Leggja fram sáttarhönd og reyna að hreinsa loftið. Ég gerði það hins vegar aldrei og sé mikið eftir því,“ skrifaði Snorri. Einn af þeim allra bestu Snorri Barón hrósar líka frammistöðu Lazars í CrossFit undanfarin ár. „Það er ekki hægt að gera of mikið úr áhrifum og mikilvægi Lazars fyrir íþróttina. Hann endaði aldrei utan topp tíu á heimsleikunum og hafði unnið undanúrslit Evrópu undanfarin þrjú ár. Hann var einn af þeim allra bestu,“ skrifaði Snorri. „Hann var einn af örfáum íþróttamönnum sem gátu farið alla leið. Hann hélt öðrum mönnum á tánum,“ skrifaði Snorri. Litríkur persónuleiki Snorri segir að Lazars hafi verið duglegur að skjóta á keppinauta sína og keyra upp í þeim keppnisandann. „Litríkur persónuleiki sem lýsti upp öll herbergi. Íþróttin verður aldrei sú sama aftur,“ skrifaði Snorri og sendi fjölskyldu og ástvinum Lazars sínar innilegustu samúðarkveðjur. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira