Katrín Tanja: Ekki verið hlustað á okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 09:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir kallar eftir því að fólk taki ábyrgð á því sem gerðist á fyrsta degi heimsleikanna. @katrintanja Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þeirra sem hafa minnst serbneska CrossFit mannsins Lazar Dukic. Hún er líka í hópi þess fólks í CrossFit fjölskyldunni sem hefur bent á þá staðreynd að íþróttafólkið hafi lengi haft áhyggjur af öryggi sínu í krefjandi keppni við hættulegar aðstæður. „Ég á erfitt með að finna réttu orðin eftir þennan hryllilega atburð um síðustu helgi. Fréttirnar af andláti Lazar Dukic, á meðan hann var að keppa á heimsleikunum, er meira en reiðarslag,“ skrifaði Katrín Tanja. „Ég hef verið í vandræðum með það síðustu fjóra daga að finna réttu leiðina til að deila sorg minni og pirringi. Það eru engin orð til sem ná yfir allar þær tilfinningar mínar,“ skrifaði Katrín Tanja. Það er ljóst að hennar mati að öryggismál heimsleikanna hafi ekki verið á góðum stað. Óskiljanlegt að við höfum misst Lazar „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Það er óskiljanlegt að við höfum misst Lazar og ég trúi því ekki að við séum að glíma við þennan veruleika í dag,“ skrifaði Katrín. „Í mörg ár hefur íþróttafólkið haft áhyggjur af öryggi sínu, hvort sem það er vegna hitaslaga, of mikils álags eða öðrum áhættuþáttum sem íþróttafólkið hefur þurft að takast á við. Það hefur ekki verið hlustað á okkur,“ skrifaði Katrín. Þurfa að taka ábyrgð „Nú þurfum við að takast á við óhugsandi afleiðingar af þessari hunsun á okkar varnaðarorðum. Ég vildi óska þess að við gætum farið til baka og breytt endinum en ekkert mun færa okkur hann aftur. Það sem við getum vonast eftir núna er að fólk taki ábyrgð á því sem gerðist og breytingar verði gerðar hjá samtökunum sem brugðust honum,“ skrifaði Katrín. Katrín segist ekki hafa þekkt Lazar persónulega en það hafi verið augljóst að hann var leiðarljós og innblástur fyrir svo margra. Arfleið hans mun lifa „Hann kom með svo jákvæða orku og lyfti öllum upp í kringum sig. Ljós hans og arfleifð mun lifa innan okkar samfélag til eilífðarnóns,“ skrifaði Katrín. „Hjarta mitt og bænir eru hjá bróður hans Luka, Önju kærustu hans, fjölskyldu hans og öllum þeim sem elskuðu hann,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
„Ég á erfitt með að finna réttu orðin eftir þennan hryllilega atburð um síðustu helgi. Fréttirnar af andláti Lazar Dukic, á meðan hann var að keppa á heimsleikunum, er meira en reiðarslag,“ skrifaði Katrín Tanja. „Ég hef verið í vandræðum með það síðustu fjóra daga að finna réttu leiðina til að deila sorg minni og pirringi. Það eru engin orð til sem ná yfir allar þær tilfinningar mínar,“ skrifaði Katrín Tanja. Það er ljóst að hennar mati að öryggismál heimsleikanna hafi ekki verið á góðum stað. Óskiljanlegt að við höfum misst Lazar „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Það er óskiljanlegt að við höfum misst Lazar og ég trúi því ekki að við séum að glíma við þennan veruleika í dag,“ skrifaði Katrín. „Í mörg ár hefur íþróttafólkið haft áhyggjur af öryggi sínu, hvort sem það er vegna hitaslaga, of mikils álags eða öðrum áhættuþáttum sem íþróttafólkið hefur þurft að takast á við. Það hefur ekki verið hlustað á okkur,“ skrifaði Katrín. Þurfa að taka ábyrgð „Nú þurfum við að takast á við óhugsandi afleiðingar af þessari hunsun á okkar varnaðarorðum. Ég vildi óska þess að við gætum farið til baka og breytt endinum en ekkert mun færa okkur hann aftur. Það sem við getum vonast eftir núna er að fólk taki ábyrgð á því sem gerðist og breytingar verði gerðar hjá samtökunum sem brugðust honum,“ skrifaði Katrín. Katrín segist ekki hafa þekkt Lazar persónulega en það hafi verið augljóst að hann var leiðarljós og innblástur fyrir svo margra. Arfleið hans mun lifa „Hann kom með svo jákvæða orku og lyfti öllum upp í kringum sig. Ljós hans og arfleifð mun lifa innan okkar samfélag til eilífðarnóns,“ skrifaði Katrín. „Hjarta mitt og bænir eru hjá bróður hans Luka, Önju kærustu hans, fjölskyldu hans og öllum þeim sem elskuðu hann,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira