Tíu sem vert er að fylgjast með: Füllkrug, framherjar í Manchester og Ítali í Lundúnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. ágúst 2024 21:31 Fæddur til að spila fyrir Hamrana. West Ham United Það styttist í að enska úrvalsdeildin fari af stað og í tilefni þess tók breska ríkisútvarpið, BBC, saman tíu leikmenn sem eru að fara inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild Englands og vert er að fylgjast með. Riccardo Calafiori (Arsenal) Um er að ræða 22 ára gamlan varnarmann frá Ítalíu sem blómstraði á EM í sumar. Hárbandið og hárið minnir á varnarmann frá Ítalíu í upphafi aldar, það sama er hægt að segja um leikstíl varnamannsins. Hann er miðvörður að upplagi en mun að öllum líkindum leysa stöðu vinstri bakvarðar hjá Mikel Arteta.Masashi Hara/Getty Images Joshua Zirkzee (Manchester United) Þessi 23 ára Hollendingur átti frábært tímabil með Bologna í Serie A á Ítalíu á síðustu leiktíð. Hann kom að 19 mörkum í 37 deildarleikjum þegar Bologna tryggði sér Meistaradeildarsæti. Zirkzee sjálfur segir að hann sé meiri fölsk nía heldur en framherji af gamla skólanum og því verður áhugavert að sjá hvernig hann passar inn í lið Rauðu Djöflanna.Richard Sellers/Getty Images Sávio Moreira de Oliveira (Manchester City) Þessi tvítugi Brasilíumaður er einfaldlega þekktur sem Sávio. Hann kemur til Manchester City frá systurfélagi liðsins Troyes þar sem hann spilaði þó aldrei leik. Á síðustu leiktíð blómstraði hann með Girona á Spáni, öðru félagi í eigu City Football Group, og var því var næsta skref eðlilega til Man City sem trónir á toppi liðanna sem CFG á.EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Niclas Füllkrug (West Ham United) Ein óvæntustu félagaskipti sumarsins. Er að blómstra núna undir lok ferilsins en framherjinn er orðinn 31 árs. Skoraði 15 mörk fyrir Borussia Dortmund á síðustu leiktíð og vonast til að endurtaka leikinn með Hömrunum á komandi leiktíð.Crystal Pix/Getty Images Daichi Kamada (Crystal Palace) Kamada lék undir stjórn Oliver Glasner, þjálfara Palace, hjá Eintracht Frankfurt. Er 27 ára gamall sóknarþenkjandi miðjumaður sem kemur frá Lazio á Ítalíu. Á eflaust að hjálpa til við að fylla skarð Michael Olise sem fór til Bayern München í sumar.EPA-EFE/RICCARDO ANTIMIANI Lucas Bergvall (Tottenham Hotspur) 18 ára gamall miðjumaður sem var einnig orðaður við Barcelona áður en hann ákvað að ganga í raðir Tottenham.EPA-EFE/JEON HEON-KYUN Jake O‘Brien (Everton) Írskur miðvörður sem gekk í raðir Everton frá Lyon á 17 milljónir sterlingspunda. Er 23 ára gamall.EPA-EFE/Teresa Suarez Nikola Milenković (Nottingham Forest) Serbneskur 26 ára gamall miðvörður með 56 A-landsleiki á bakinu. Mun þurfa að tækla og skalla mikið í vetur ætli Forest að halda sér uppi.EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Liam Delap (Ipswich Town) Framherji sem er 21 árs gamall og þarf heldur betur að eiga gott tímabil ætli drengirnir hans Kieran McKenna að halda sér í deild þeirra bestu. Er sonur goðsagnarinnar Rory Delap.EPA-EFE/TIM KEETON Dean Huijsen (Bournemouth) Enn einn miðvörðurinn á listanum. Þessi er 19 ára gamall og var á láni hjá Roma frá Juventus á síðustu leiktíð. Gekk óvænt í raðir Bournemouth en stefnir eflaust hærra þegar fram líða stundir.EPA-EFE/FEDERICO PROIETTI Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Gætu sprungið út: Framherjinn sem skipti Arsenal út fyrir Man Utd og nokkrir til viðbótar Á vef breska ríkisútvarpsins má finna lista yfir leikmenn sem gætu sprungið út í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Færa má rök fyrir því að einn þeirra sé það nú þegar enda var hann í landsliðshópi Englands á EM sem fram fór fyrr í sumar. 12. ágúst 2024 22:31 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira
Riccardo Calafiori (Arsenal) Um er að ræða 22 ára gamlan varnarmann frá Ítalíu sem blómstraði á EM í sumar. Hárbandið og hárið minnir á varnarmann frá Ítalíu í upphafi aldar, það sama er hægt að segja um leikstíl varnamannsins. Hann er miðvörður að upplagi en mun að öllum líkindum leysa stöðu vinstri bakvarðar hjá Mikel Arteta.Masashi Hara/Getty Images Joshua Zirkzee (Manchester United) Þessi 23 ára Hollendingur átti frábært tímabil með Bologna í Serie A á Ítalíu á síðustu leiktíð. Hann kom að 19 mörkum í 37 deildarleikjum þegar Bologna tryggði sér Meistaradeildarsæti. Zirkzee sjálfur segir að hann sé meiri fölsk nía heldur en framherji af gamla skólanum og því verður áhugavert að sjá hvernig hann passar inn í lið Rauðu Djöflanna.Richard Sellers/Getty Images Sávio Moreira de Oliveira (Manchester City) Þessi tvítugi Brasilíumaður er einfaldlega þekktur sem Sávio. Hann kemur til Manchester City frá systurfélagi liðsins Troyes þar sem hann spilaði þó aldrei leik. Á síðustu leiktíð blómstraði hann með Girona á Spáni, öðru félagi í eigu City Football Group, og var því var næsta skref eðlilega til Man City sem trónir á toppi liðanna sem CFG á.EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Niclas Füllkrug (West Ham United) Ein óvæntustu félagaskipti sumarsins. Er að blómstra núna undir lok ferilsins en framherjinn er orðinn 31 árs. Skoraði 15 mörk fyrir Borussia Dortmund á síðustu leiktíð og vonast til að endurtaka leikinn með Hömrunum á komandi leiktíð.Crystal Pix/Getty Images Daichi Kamada (Crystal Palace) Kamada lék undir stjórn Oliver Glasner, þjálfara Palace, hjá Eintracht Frankfurt. Er 27 ára gamall sóknarþenkjandi miðjumaður sem kemur frá Lazio á Ítalíu. Á eflaust að hjálpa til við að fylla skarð Michael Olise sem fór til Bayern München í sumar.EPA-EFE/RICCARDO ANTIMIANI Lucas Bergvall (Tottenham Hotspur) 18 ára gamall miðjumaður sem var einnig orðaður við Barcelona áður en hann ákvað að ganga í raðir Tottenham.EPA-EFE/JEON HEON-KYUN Jake O‘Brien (Everton) Írskur miðvörður sem gekk í raðir Everton frá Lyon á 17 milljónir sterlingspunda. Er 23 ára gamall.EPA-EFE/Teresa Suarez Nikola Milenković (Nottingham Forest) Serbneskur 26 ára gamall miðvörður með 56 A-landsleiki á bakinu. Mun þurfa að tækla og skalla mikið í vetur ætli Forest að halda sér uppi.EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Liam Delap (Ipswich Town) Framherji sem er 21 árs gamall og þarf heldur betur að eiga gott tímabil ætli drengirnir hans Kieran McKenna að halda sér í deild þeirra bestu. Er sonur goðsagnarinnar Rory Delap.EPA-EFE/TIM KEETON Dean Huijsen (Bournemouth) Enn einn miðvörðurinn á listanum. Þessi er 19 ára gamall og var á láni hjá Roma frá Juventus á síðustu leiktíð. Gekk óvænt í raðir Bournemouth en stefnir eflaust hærra þegar fram líða stundir.EPA-EFE/FEDERICO PROIETTI
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Gætu sprungið út: Framherjinn sem skipti Arsenal út fyrir Man Utd og nokkrir til viðbótar Á vef breska ríkisútvarpsins má finna lista yfir leikmenn sem gætu sprungið út í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Færa má rök fyrir því að einn þeirra sé það nú þegar enda var hann í landsliðshópi Englands á EM sem fram fór fyrr í sumar. 12. ágúst 2024 22:31 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira
Gætu sprungið út: Framherjinn sem skipti Arsenal út fyrir Man Utd og nokkrir til viðbótar Á vef breska ríkisútvarpsins má finna lista yfir leikmenn sem gætu sprungið út í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Færa má rök fyrir því að einn þeirra sé það nú þegar enda var hann í landsliðshópi Englands á EM sem fram fór fyrr í sumar. 12. ágúst 2024 22:31
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti