Gætu sprungið út: Framherjinn sem skipti Arsenal út fyrir Man Utd og nokkrir til viðbótar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2024 22:31 Mun klæðast treyju Man United á næstu leiktíð. Stóra spurningin er hvort hann fái séns með aðalliði félagsins. Arsenal/Getty Images Á vef breska ríkisútvarpsins má finna lista yfir leikmenn sem gætu sprungið út í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Færa má rök fyrir því að einn þeirra sé það nú þegar enda var hann í landsliðshópi Englands á EM sem fram fór fyrr í sumar. Enska úrvalsdeildin fer af stað á föstudaginn kemur með leik Manchester United og Fulham. Mikil spenna er fyrir komandi leiktíð og líkt og alltaf má reikna með að eitthvað ungstirnið stígi fram á sjónvarsviðið og steli sviðsljósinu. Á síðustu leiktíð voru það miðjumennirnir Kobbie Mainoo og Adam Wharton. Þó sá fyrrnefndi sé aðeins 19 ára gamall þá er hann ekki á lista BBC þar sem hann er nú þegar orðinn lykilmaður hjá Manchester United og enska landsliðinu. Sá síðarnefndi er það hins vegar en hann gekk í raðir Crystal Palace í janúar á þessu ári og stóð sig það vel á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni að hann var valinn í landsliðshóp Englands á EM. Í umfjöllun BBC segir að forráðamenn Palace telji Wharton bestu kaup liðsins úr ensku B-deildinni en hann lék áður en Blackburn Rovers. Félagið hefur áður keypt upprennandi stjörnur úr deildinni fyrir neðan – til að mynda Michael Olise sem var seldur til Bayern München í sumar. Þar segir einnig að haldi hann áfram að spila eins og á síðustu leiktíð sé stutt í að eitt af bestu liðum deildarinnar kaupi hann á fúlgur fjár. Hinn 16 ára gamli Chido Obi-Martin er genginn í raðir Man United frá Arsenal þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö ár. Um er að ræða markamaskínu sem hefur raðið inn mörkum í öllum aldursflokkum til þessa. Hann er uppalinn í Kaupmannahöfn og svo öflugur var hann þegar hann var barn að hann spilaði reglulega hálfleik í marki og hálfleik sem framherji til að leikir liðsins væru jafnari. Ethan Nwaneri, yngsti leikmaður í sögu Arsenal, er einnig á listanum. Þessi 17 ára gamli miðjumaður kom við sögu á undirbúningstímabilinu og talið er að hann gæti fengið mínútur í liði Mikel Arteta í vetur. Aðrir á listanum eru: Trey Nyoni (Liverpool), Josh Acheampong (Chelsea), Mikey Moore (Tottenham Hotspur), Jesurun Rak-Sakyi (Crystal Palace), Nico O‘Reilly (Manchester City), Michael Golding (Leicester City), Eric da Silva Moreira (Nottingham Forest), Pedro Lima (Wolves) og Harrison Armstrong (Everton). Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Enska úrvalsdeildin fer af stað á föstudaginn kemur með leik Manchester United og Fulham. Mikil spenna er fyrir komandi leiktíð og líkt og alltaf má reikna með að eitthvað ungstirnið stígi fram á sjónvarsviðið og steli sviðsljósinu. Á síðustu leiktíð voru það miðjumennirnir Kobbie Mainoo og Adam Wharton. Þó sá fyrrnefndi sé aðeins 19 ára gamall þá er hann ekki á lista BBC þar sem hann er nú þegar orðinn lykilmaður hjá Manchester United og enska landsliðinu. Sá síðarnefndi er það hins vegar en hann gekk í raðir Crystal Palace í janúar á þessu ári og stóð sig það vel á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni að hann var valinn í landsliðshóp Englands á EM. Í umfjöllun BBC segir að forráðamenn Palace telji Wharton bestu kaup liðsins úr ensku B-deildinni en hann lék áður en Blackburn Rovers. Félagið hefur áður keypt upprennandi stjörnur úr deildinni fyrir neðan – til að mynda Michael Olise sem var seldur til Bayern München í sumar. Þar segir einnig að haldi hann áfram að spila eins og á síðustu leiktíð sé stutt í að eitt af bestu liðum deildarinnar kaupi hann á fúlgur fjár. Hinn 16 ára gamli Chido Obi-Martin er genginn í raðir Man United frá Arsenal þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö ár. Um er að ræða markamaskínu sem hefur raðið inn mörkum í öllum aldursflokkum til þessa. Hann er uppalinn í Kaupmannahöfn og svo öflugur var hann þegar hann var barn að hann spilaði reglulega hálfleik í marki og hálfleik sem framherji til að leikir liðsins væru jafnari. Ethan Nwaneri, yngsti leikmaður í sögu Arsenal, er einnig á listanum. Þessi 17 ára gamli miðjumaður kom við sögu á undirbúningstímabilinu og talið er að hann gæti fengið mínútur í liði Mikel Arteta í vetur. Aðrir á listanum eru: Trey Nyoni (Liverpool), Josh Acheampong (Chelsea), Mikey Moore (Tottenham Hotspur), Jesurun Rak-Sakyi (Crystal Palace), Nico O‘Reilly (Manchester City), Michael Golding (Leicester City), Eric da Silva Moreira (Nottingham Forest), Pedro Lima (Wolves) og Harrison Armstrong (Everton).
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira