Fjölbreytni þrífst best í frjálsu samfélagi Bjarni Benediktsson skrifar 10. ágúst 2024 09:00 Það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að standa öðrum framar þegar kemur að jafnrétti, mannréttindum og frelsi fólks til að vera það sjálft. Við erum stolt af því að hér geti fólk verið öruggt í eigin skinni, elskað þann sem það hugnast og sótt fram á sínum forsendum. Evrópusamtök hinsegin fólks birtu í vor svokallað Regnbogakort yfir ríki Evrópu, þar sem Ísland er í 2. sæti og hefur farið upp um sextán sæti síðan 2018. Þetta er árangur sem við getum verði stolt af. Hinsegin dagar eru árvisst tilefni til að fagna framförunum, en rifja á sama tíma upp að þær eru ekki sjálfsagðar. Árangurinn er fyrst og fremst fenginn með kröftugri baráttu fólks og félagasamtaka úti í samfélaginu, en sömuleiðis stjórnmálafólki sem þorði að taka skrefin. Í frjálsu og opnu samfélagi hefur fólk frelsi til að tjá sig án ótta við ofsóknir. Slíkt umhverfi er eftirsóknarvert, skapar samheldni og virkjar fólk til þátttöku. Í samfélagi þar sem virðing er borin fyrir fjölbreytninni er líklegra að sköpunarkraftur og framtakssemi blómstri. Þannig verða lífskjörin betri fyrir alla. Við höfum á síðustu árum beitt okkur af sífellt meiri þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Ísland var meðal fyrstu ríkja innan Sameinuðu þjóðanna til að leggja þau fram sem sérstakt áherslumál á vettvangi mannréttindaráðsins. Málefni hinsegin fólks voru sömuleiðis lykilatriði í formennsku Íslands í Evrópuráðinu. Sagan hefur enda kennt okkur að það sem fengist hefur getur horfið hratt sé það ekki varðveitt. Sums staðar hefur lítið fengist yfir höfuð. Í Úganda, þróunarsamvinnuríki Íslands, voru nýverið sett lög sem leggja hörð viðurlög við samkynhneigð. Veruleiki sem virðist flestum fjarstæðukenndur hér heima. Slík þróun sýnir svo ekki verður um villst þörfina á að leggja okkar af mörkum við að vinna sjálfsögðum mannréttindum stuðning. Við þekkjum það allt of vel úr ráðstjórnarríkjum hvernig stjórnmálamenn úr þekktum áttum vilja ekki aðeins skammta fólki eigur og veraldleg gæði, heldur mannréttindin sömuleiðis. Sagan hefur hins vegar kennt okkur að fjölbreytnin þrífst best þar sem sjálfstæði og frelsi einstaklingsins er í öndvegi. Gleðigangan er viðburður sem sannarlega gefur sumrinu lit. Til hamingju með daginn! Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Sjá meira
Það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að standa öðrum framar þegar kemur að jafnrétti, mannréttindum og frelsi fólks til að vera það sjálft. Við erum stolt af því að hér geti fólk verið öruggt í eigin skinni, elskað þann sem það hugnast og sótt fram á sínum forsendum. Evrópusamtök hinsegin fólks birtu í vor svokallað Regnbogakort yfir ríki Evrópu, þar sem Ísland er í 2. sæti og hefur farið upp um sextán sæti síðan 2018. Þetta er árangur sem við getum verði stolt af. Hinsegin dagar eru árvisst tilefni til að fagna framförunum, en rifja á sama tíma upp að þær eru ekki sjálfsagðar. Árangurinn er fyrst og fremst fenginn með kröftugri baráttu fólks og félagasamtaka úti í samfélaginu, en sömuleiðis stjórnmálafólki sem þorði að taka skrefin. Í frjálsu og opnu samfélagi hefur fólk frelsi til að tjá sig án ótta við ofsóknir. Slíkt umhverfi er eftirsóknarvert, skapar samheldni og virkjar fólk til þátttöku. Í samfélagi þar sem virðing er borin fyrir fjölbreytninni er líklegra að sköpunarkraftur og framtakssemi blómstri. Þannig verða lífskjörin betri fyrir alla. Við höfum á síðustu árum beitt okkur af sífellt meiri þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Ísland var meðal fyrstu ríkja innan Sameinuðu þjóðanna til að leggja þau fram sem sérstakt áherslumál á vettvangi mannréttindaráðsins. Málefni hinsegin fólks voru sömuleiðis lykilatriði í formennsku Íslands í Evrópuráðinu. Sagan hefur enda kennt okkur að það sem fengist hefur getur horfið hratt sé það ekki varðveitt. Sums staðar hefur lítið fengist yfir höfuð. Í Úganda, þróunarsamvinnuríki Íslands, voru nýverið sett lög sem leggja hörð viðurlög við samkynhneigð. Veruleiki sem virðist flestum fjarstæðukenndur hér heima. Slík þróun sýnir svo ekki verður um villst þörfina á að leggja okkar af mörkum við að vinna sjálfsögðum mannréttindum stuðning. Við þekkjum það allt of vel úr ráðstjórnarríkjum hvernig stjórnmálamenn úr þekktum áttum vilja ekki aðeins skammta fólki eigur og veraldleg gæði, heldur mannréttindin sömuleiðis. Sagan hefur hins vegar kennt okkur að fjölbreytnin þrífst best þar sem sjálfstæði og frelsi einstaklingsins er í öndvegi. Gleðigangan er viðburður sem sannarlega gefur sumrinu lit. Til hamingju með daginn! Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun