Fjölbreytni þrífst best í frjálsu samfélagi Bjarni Benediktsson skrifar 10. ágúst 2024 09:00 Það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að standa öðrum framar þegar kemur að jafnrétti, mannréttindum og frelsi fólks til að vera það sjálft. Við erum stolt af því að hér geti fólk verið öruggt í eigin skinni, elskað þann sem það hugnast og sótt fram á sínum forsendum. Evrópusamtök hinsegin fólks birtu í vor svokallað Regnbogakort yfir ríki Evrópu, þar sem Ísland er í 2. sæti og hefur farið upp um sextán sæti síðan 2018. Þetta er árangur sem við getum verði stolt af. Hinsegin dagar eru árvisst tilefni til að fagna framförunum, en rifja á sama tíma upp að þær eru ekki sjálfsagðar. Árangurinn er fyrst og fremst fenginn með kröftugri baráttu fólks og félagasamtaka úti í samfélaginu, en sömuleiðis stjórnmálafólki sem þorði að taka skrefin. Í frjálsu og opnu samfélagi hefur fólk frelsi til að tjá sig án ótta við ofsóknir. Slíkt umhverfi er eftirsóknarvert, skapar samheldni og virkjar fólk til þátttöku. Í samfélagi þar sem virðing er borin fyrir fjölbreytninni er líklegra að sköpunarkraftur og framtakssemi blómstri. Þannig verða lífskjörin betri fyrir alla. Við höfum á síðustu árum beitt okkur af sífellt meiri þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Ísland var meðal fyrstu ríkja innan Sameinuðu þjóðanna til að leggja þau fram sem sérstakt áherslumál á vettvangi mannréttindaráðsins. Málefni hinsegin fólks voru sömuleiðis lykilatriði í formennsku Íslands í Evrópuráðinu. Sagan hefur enda kennt okkur að það sem fengist hefur getur horfið hratt sé það ekki varðveitt. Sums staðar hefur lítið fengist yfir höfuð. Í Úganda, þróunarsamvinnuríki Íslands, voru nýverið sett lög sem leggja hörð viðurlög við samkynhneigð. Veruleiki sem virðist flestum fjarstæðukenndur hér heima. Slík þróun sýnir svo ekki verður um villst þörfina á að leggja okkar af mörkum við að vinna sjálfsögðum mannréttindum stuðning. Við þekkjum það allt of vel úr ráðstjórnarríkjum hvernig stjórnmálamenn úr þekktum áttum vilja ekki aðeins skammta fólki eigur og veraldleg gæði, heldur mannréttindin sömuleiðis. Sagan hefur hins vegar kennt okkur að fjölbreytnin þrífst best þar sem sjálfstæði og frelsi einstaklingsins er í öndvegi. Gleðigangan er viðburður sem sannarlega gefur sumrinu lit. Til hamingju með daginn! Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að standa öðrum framar þegar kemur að jafnrétti, mannréttindum og frelsi fólks til að vera það sjálft. Við erum stolt af því að hér geti fólk verið öruggt í eigin skinni, elskað þann sem það hugnast og sótt fram á sínum forsendum. Evrópusamtök hinsegin fólks birtu í vor svokallað Regnbogakort yfir ríki Evrópu, þar sem Ísland er í 2. sæti og hefur farið upp um sextán sæti síðan 2018. Þetta er árangur sem við getum verði stolt af. Hinsegin dagar eru árvisst tilefni til að fagna framförunum, en rifja á sama tíma upp að þær eru ekki sjálfsagðar. Árangurinn er fyrst og fremst fenginn með kröftugri baráttu fólks og félagasamtaka úti í samfélaginu, en sömuleiðis stjórnmálafólki sem þorði að taka skrefin. Í frjálsu og opnu samfélagi hefur fólk frelsi til að tjá sig án ótta við ofsóknir. Slíkt umhverfi er eftirsóknarvert, skapar samheldni og virkjar fólk til þátttöku. Í samfélagi þar sem virðing er borin fyrir fjölbreytninni er líklegra að sköpunarkraftur og framtakssemi blómstri. Þannig verða lífskjörin betri fyrir alla. Við höfum á síðustu árum beitt okkur af sífellt meiri þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Ísland var meðal fyrstu ríkja innan Sameinuðu þjóðanna til að leggja þau fram sem sérstakt áherslumál á vettvangi mannréttindaráðsins. Málefni hinsegin fólks voru sömuleiðis lykilatriði í formennsku Íslands í Evrópuráðinu. Sagan hefur enda kennt okkur að það sem fengist hefur getur horfið hratt sé það ekki varðveitt. Sums staðar hefur lítið fengist yfir höfuð. Í Úganda, þróunarsamvinnuríki Íslands, voru nýverið sett lög sem leggja hörð viðurlög við samkynhneigð. Veruleiki sem virðist flestum fjarstæðukenndur hér heima. Slík þróun sýnir svo ekki verður um villst þörfina á að leggja okkar af mörkum við að vinna sjálfsögðum mannréttindum stuðning. Við þekkjum það allt of vel úr ráðstjórnarríkjum hvernig stjórnmálamenn úr þekktum áttum vilja ekki aðeins skammta fólki eigur og veraldleg gæði, heldur mannréttindin sömuleiðis. Sagan hefur hins vegar kennt okkur að fjölbreytnin þrífst best þar sem sjálfstæði og frelsi einstaklingsins er í öndvegi. Gleðigangan er viðburður sem sannarlega gefur sumrinu lit. Til hamingju með daginn! Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun