„Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. ágúst 2024 09:00 Albert Brynjar Ingason hélt mikla ræðu um stöðu mála hjá Fylki. stöð 2 sport Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær. Fylkir tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á þriðjudaginn og er á botni deildarinnar með tólf stig. Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði liðsins, byrjaði á bekknum þar sem Fylkismenn héldu að hann ætti að taka út leikbann gegn Blikum en svo reyndist ekki vera. Fyrir leikinn sendi Fylkir svo frá sér yfirlýsingu þar sem félagið viðurkenndi að hafa frestað launagreiðslum til leikmanna. „Þetta er vandræðalegt fyrir klúbbinn,“ sagði Albert um mál Ragnars Braga í Stúkunni í gær. „Að þeir hafi allir klikkað á þessu. Ok, það er búið að setja upp leikinn. Ég skil það vel. En Ragnar Bragi er mikilvægasti leikmaður liðsins. Hann er fyrirliðinn og djúpur miðjumaður. Ég held að þeir hefðu alveg getað sett hann samt inn. Þú ert með Rúnar [Pál Sigmundsson] sem er mjög reynslumikill þjálfari og aðstoðarþjálfarann Brynjar Björn [Gunnarsson]. Þú ert með menn í kringum klúbbinn sem hafa spilað leikinn og alla leikmennina; að enginn hafi kveikt á þessu er hálf ótrúlegt og mjög vandræðalegt.“ Þá kom engin yfirlýsing Albert rifjaði upp umræðuna um Gunnlaug Fannar Guðmundsson fyrir tímabilið og brottrekstur aðstoðarþjálfarans Olgeirs Sigurgeirssonar. „Þá heyrðist ekkert. Þá kom engin yfirlýsing frá klúbbnum út af því. Það bjó bara til meira vesen. Það fóru allir að spá í af hverju hann var látinn fara. Þeir hefðu getað komið með eina þægilega yfirlýsingu með það og búið,“ sagði Albert og sneri sér svo að yfirlýsingu Fylkis um launamálin. Klippa: Stúkan - Umræða um Fylki Kveikjan að því var umfjöllun í hlaðvarpinu Þungavigtinni að einhverjir leikmenn Fylkis hefðu verið beðnir um að bíða að fá greidd laun. DV fjallaði um. Í yfirlýsingunni gengust Fylkismenn við því að hafa frestað launagreiðslum. „Einhverjir pjakkar á Þjóðhátíð: Það var verið að biðja okkur að bíða með greiðslur. Þá kemur einhver yfirlýsing sem býr til miklu meira vesen. Þetta er svo heimskulegt,“ sagði Albert. „Þetta er svona í öllum klúbbum. Það eru kannski 2-3 klúbbar á Íslandi sem eru ekki í neinum vandamálum með launamál. Það hafa allir lent í því einhvern tímann á ferlinum að það þurfti að bíða aðeins með launin. Það er meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð, tala við menn með hlaðvörp og segja: Það er verið að biðja mig um að bíða með launin. Ég horfi meira á það. Það er vandamálið. Ekki það að félagið þurfi að biðja leikmenn aðeins um að bíða. Það hafa allir lent í því. Að gefa út einhverja yfirlýsingu býr bara til stærri snjóbolta. Svo til að toppa þetta allt, Ragnar Bragi; þeir setja mikilvægasta leikmanninn sinn í tveggja leikja bann. Þetta er bara svo heimskulegt. Það mætti halda að ég sé að stýra þessum klúbbi.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Fylkir Stúkan Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Fylkir tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á þriðjudaginn og er á botni deildarinnar með tólf stig. Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði liðsins, byrjaði á bekknum þar sem Fylkismenn héldu að hann ætti að taka út leikbann gegn Blikum en svo reyndist ekki vera. Fyrir leikinn sendi Fylkir svo frá sér yfirlýsingu þar sem félagið viðurkenndi að hafa frestað launagreiðslum til leikmanna. „Þetta er vandræðalegt fyrir klúbbinn,“ sagði Albert um mál Ragnars Braga í Stúkunni í gær. „Að þeir hafi allir klikkað á þessu. Ok, það er búið að setja upp leikinn. Ég skil það vel. En Ragnar Bragi er mikilvægasti leikmaður liðsins. Hann er fyrirliðinn og djúpur miðjumaður. Ég held að þeir hefðu alveg getað sett hann samt inn. Þú ert með Rúnar [Pál Sigmundsson] sem er mjög reynslumikill þjálfari og aðstoðarþjálfarann Brynjar Björn [Gunnarsson]. Þú ert með menn í kringum klúbbinn sem hafa spilað leikinn og alla leikmennina; að enginn hafi kveikt á þessu er hálf ótrúlegt og mjög vandræðalegt.“ Þá kom engin yfirlýsing Albert rifjaði upp umræðuna um Gunnlaug Fannar Guðmundsson fyrir tímabilið og brottrekstur aðstoðarþjálfarans Olgeirs Sigurgeirssonar. „Þá heyrðist ekkert. Þá kom engin yfirlýsing frá klúbbnum út af því. Það bjó bara til meira vesen. Það fóru allir að spá í af hverju hann var látinn fara. Þeir hefðu getað komið með eina þægilega yfirlýsingu með það og búið,“ sagði Albert og sneri sér svo að yfirlýsingu Fylkis um launamálin. Klippa: Stúkan - Umræða um Fylki Kveikjan að því var umfjöllun í hlaðvarpinu Þungavigtinni að einhverjir leikmenn Fylkis hefðu verið beðnir um að bíða að fá greidd laun. DV fjallaði um. Í yfirlýsingunni gengust Fylkismenn við því að hafa frestað launagreiðslum. „Einhverjir pjakkar á Þjóðhátíð: Það var verið að biðja okkur að bíða með greiðslur. Þá kemur einhver yfirlýsing sem býr til miklu meira vesen. Þetta er svo heimskulegt,“ sagði Albert. „Þetta er svona í öllum klúbbum. Það eru kannski 2-3 klúbbar á Íslandi sem eru ekki í neinum vandamálum með launamál. Það hafa allir lent í því einhvern tímann á ferlinum að það þurfti að bíða aðeins með launin. Það er meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð, tala við menn með hlaðvörp og segja: Það er verið að biðja mig um að bíða með launin. Ég horfi meira á það. Það er vandamálið. Ekki það að félagið þurfi að biðja leikmenn aðeins um að bíða. Það hafa allir lent í því. Að gefa út einhverja yfirlýsingu býr bara til stærri snjóbolta. Svo til að toppa þetta allt, Ragnar Bragi; þeir setja mikilvægasta leikmanninn sinn í tveggja leikja bann. Þetta er bara svo heimskulegt. Það mætti halda að ég sé að stýra þessum klúbbi.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Fylkir Stúkan Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira