Foreldraútilokun: Þögull faraldur sem hefur áhrif á fjölskyldur Gestur Valgarðsson skrifar 8. ágúst 2024 21:00 Foreldraútilokun er hugtak sem varð til í kringum 1980 og vísar í aðstæður þar sem annað foreldrið vélar með barn til að hafna hinu foreldrinu, gjarnan eftir aðskilnað eða skilnað. Þekkt er að þetta hefur hrikalegar og varanlegar afleiðingar fyrir fjölskyldur og ekki síst fyrir börn. Fyrir ekki svo löngu síðan urðum við vitni að slíku máli hérlendis og má segja að samfélagið hafi skipst í fylkingar í málinu. Helstu einkenni: Helstu einkenni foreldraútilokunar eru meðal annars þær að barnið lýsir yfir vanþóknun á hinu útilokaða foreldri til að þóknast hinu. Yfirlýsingarnar eru ekki í samræmi við raunverulegar aðstæður heldur hugsaðar til að friðþægja það foreldri sem beitir útilokun. Barnið heldur því fram að skoðanir þess séu þeirra eigin meðan svo er ekki. Ágreiningur: Sérfræðinga greinir á um hversu algeng foreldraútilokun er en það er mat þeirra að í kringum 11% til 25% fullorðinna hafi orðið fyrir óafturkræfri foreldraútilokun meðan önnur fundið fyrir alvarlegum einkennum útilokunar frá börnunum sínum. Þessar tölur varpa ljósi á hversu víðtæk foreldraútilokun er, hversu erfitt er að meta útbreiðsluna og einnig hversu vel falið þetta er í samfélaginu. Nýleg, hérlend, rannsókn, sýnir að bæði kynin falla í þessa gryfju. Skiptingin er í grófum dráttum jöfn milli kynjanna. Þetta atriði er mikilvægt að hafa í huga. Einnig er rétt að ítreka að foreldraútilokun nær ekki utan um ofbeldi hverskonar af hendi maka sem réttlætt getur aðskilnað makans frá barni. Hver er staðan: Eins og staðan er er foreldraútilokun ekki flokkuð sem geðröskun, en talið er að hún stafi af ýmsum þáttum. Tilfinningalegur órói, óuppgerðar tilfinningar – reiði, afbrýðisemi og óvissa geta verið kveikja að foreldraútilokun. Í dag eru bandarískir sálfræðingar að rannsaka fylgni þess að foreldri sem beitir útilokun hafi alist upp við erfitt og krefjandi fjölskylduumhverfi. Meðal afleiðingin er vangeta til að takast á við erfiða skilnaði sem enginn vill þurfa að glíma við. Ef rétt reynist - sem ekki er full kannað - mætti segja að foreldrar sem beita útilokun hafi mögulega orðið bráð erfiðra fjölskylduaðstæðna í æsku. Vitundarvakningin: Undanfarna tvo áratugi hefur vitundarvakning og þekking á hegðuninni vaxið og í dag er það svo að mörg útilokuð foreldri leita réttar síns. Erlendis fjölgar þeim málum þar sem dómstólar viðurkenna foreldraútilokun sem eina tegund ofbeldis og þá ekki síst gagnvart börnunum. Það er því mjög mikilvægt að við, hvert og eitt, kynnum okkur málið. Lögfræðingar, meðferðaraðilar og félagsráðgjafar ættu sem best að leita sér aukinnar þekkingar. Ótti fagaðila við umræðu: Því miður er það þannig að margir fagaðilar veigra sér við því að ræða þetta á opinberum vettvangi vegna harkalegra viðbragða fólks og félagasamtaka. Félagasamtökin Líf án ofbeldis hafa beitt sér mjög í þessum efnum og mörgu fagfólki finnst heillavænlegra að blanda sér ekki í umræðuna. Dæmi eru um tilraunir til að hafa áhrif á rannsóknir, eitthvað sem verður að teljast fáheyrt í fræðasamfélagi eins og við viljum vera. Gott dæmi um þetta er grein í Heimildinni.is, númer 10416. Þrátt fyrir töluverðar framfarir á enn eftir að takast á við áskoranir: Allt of mörg tilfelli eru ekki greind rétt og því ekki meðhöndluð með viðeigandi hætti. Gott dæmi um þetta er málið sem vísað var í upphafi greinarinnar. Væntanlega er það vegna skorts á þekkingu, frekar en vilja til að líta fram hjá staðreyndum. Aðkoma yfirvalda: Barnaverndir virðast ekki taka á þessum málum og mögulega er það ekki á þeirra verksviði að gera það meðan ekki liggur fyrir staðfesting samfélagsins að í rauninni er um andlegt ofbeldi gagnvart barni að ræða. Sýslumönnum er fengið þetta verkefni, en mörg útilokuð foreldri hafa gengið bónleið til búðar þaðan. Á meðan verður stór hópur barna hjálparlaust að takast á við vanlíðanina sem fylgir. Aukum þekkingu, skilning og samstöðu: Eins og alltaf er mikilvægt að horfa á það sem barninu er fyrir bestu. Það er forritað í grunneðli okkar að elska og leita skjóls hjá báðum foreldrum. Sé annað foreldrið slitið út úr lífi barnsins er ekki við góðu að búast og það sem verra er að barnið gæti beitt sömu aðferðum komist það í sömu stöðu og foreldrið. Þannig grær og dvelur þetta böl með okkur um alla framtíð. Við skulum öll tala fyrir börnum og foreldrum sem lent hafa í þessum þögla faraldri og vinna að heilbrigðari fjölskyldum og einstaklingum. Höfundur er verkfræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Foreldraútilokun er hugtak sem varð til í kringum 1980 og vísar í aðstæður þar sem annað foreldrið vélar með barn til að hafna hinu foreldrinu, gjarnan eftir aðskilnað eða skilnað. Þekkt er að þetta hefur hrikalegar og varanlegar afleiðingar fyrir fjölskyldur og ekki síst fyrir börn. Fyrir ekki svo löngu síðan urðum við vitni að slíku máli hérlendis og má segja að samfélagið hafi skipst í fylkingar í málinu. Helstu einkenni: Helstu einkenni foreldraútilokunar eru meðal annars þær að barnið lýsir yfir vanþóknun á hinu útilokaða foreldri til að þóknast hinu. Yfirlýsingarnar eru ekki í samræmi við raunverulegar aðstæður heldur hugsaðar til að friðþægja það foreldri sem beitir útilokun. Barnið heldur því fram að skoðanir þess séu þeirra eigin meðan svo er ekki. Ágreiningur: Sérfræðinga greinir á um hversu algeng foreldraútilokun er en það er mat þeirra að í kringum 11% til 25% fullorðinna hafi orðið fyrir óafturkræfri foreldraútilokun meðan önnur fundið fyrir alvarlegum einkennum útilokunar frá börnunum sínum. Þessar tölur varpa ljósi á hversu víðtæk foreldraútilokun er, hversu erfitt er að meta útbreiðsluna og einnig hversu vel falið þetta er í samfélaginu. Nýleg, hérlend, rannsókn, sýnir að bæði kynin falla í þessa gryfju. Skiptingin er í grófum dráttum jöfn milli kynjanna. Þetta atriði er mikilvægt að hafa í huga. Einnig er rétt að ítreka að foreldraútilokun nær ekki utan um ofbeldi hverskonar af hendi maka sem réttlætt getur aðskilnað makans frá barni. Hver er staðan: Eins og staðan er er foreldraútilokun ekki flokkuð sem geðröskun, en talið er að hún stafi af ýmsum þáttum. Tilfinningalegur órói, óuppgerðar tilfinningar – reiði, afbrýðisemi og óvissa geta verið kveikja að foreldraútilokun. Í dag eru bandarískir sálfræðingar að rannsaka fylgni þess að foreldri sem beitir útilokun hafi alist upp við erfitt og krefjandi fjölskylduumhverfi. Meðal afleiðingin er vangeta til að takast á við erfiða skilnaði sem enginn vill þurfa að glíma við. Ef rétt reynist - sem ekki er full kannað - mætti segja að foreldrar sem beita útilokun hafi mögulega orðið bráð erfiðra fjölskylduaðstæðna í æsku. Vitundarvakningin: Undanfarna tvo áratugi hefur vitundarvakning og þekking á hegðuninni vaxið og í dag er það svo að mörg útilokuð foreldri leita réttar síns. Erlendis fjölgar þeim málum þar sem dómstólar viðurkenna foreldraútilokun sem eina tegund ofbeldis og þá ekki síst gagnvart börnunum. Það er því mjög mikilvægt að við, hvert og eitt, kynnum okkur málið. Lögfræðingar, meðferðaraðilar og félagsráðgjafar ættu sem best að leita sér aukinnar þekkingar. Ótti fagaðila við umræðu: Því miður er það þannig að margir fagaðilar veigra sér við því að ræða þetta á opinberum vettvangi vegna harkalegra viðbragða fólks og félagasamtaka. Félagasamtökin Líf án ofbeldis hafa beitt sér mjög í þessum efnum og mörgu fagfólki finnst heillavænlegra að blanda sér ekki í umræðuna. Dæmi eru um tilraunir til að hafa áhrif á rannsóknir, eitthvað sem verður að teljast fáheyrt í fræðasamfélagi eins og við viljum vera. Gott dæmi um þetta er grein í Heimildinni.is, númer 10416. Þrátt fyrir töluverðar framfarir á enn eftir að takast á við áskoranir: Allt of mörg tilfelli eru ekki greind rétt og því ekki meðhöndluð með viðeigandi hætti. Gott dæmi um þetta er málið sem vísað var í upphafi greinarinnar. Væntanlega er það vegna skorts á þekkingu, frekar en vilja til að líta fram hjá staðreyndum. Aðkoma yfirvalda: Barnaverndir virðast ekki taka á þessum málum og mögulega er það ekki á þeirra verksviði að gera það meðan ekki liggur fyrir staðfesting samfélagsins að í rauninni er um andlegt ofbeldi gagnvart barni að ræða. Sýslumönnum er fengið þetta verkefni, en mörg útilokuð foreldri hafa gengið bónleið til búðar þaðan. Á meðan verður stór hópur barna hjálparlaust að takast á við vanlíðanina sem fylgir. Aukum þekkingu, skilning og samstöðu: Eins og alltaf er mikilvægt að horfa á það sem barninu er fyrir bestu. Það er forritað í grunneðli okkar að elska og leita skjóls hjá báðum foreldrum. Sé annað foreldrið slitið út úr lífi barnsins er ekki við góðu að búast og það sem verra er að barnið gæti beitt sömu aðferðum komist það í sömu stöðu og foreldrið. Þannig grær og dvelur þetta böl með okkur um alla framtíð. Við skulum öll tala fyrir börnum og foreldrum sem lent hafa í þessum þögla faraldri og vinna að heilbrigðari fjölskyldum og einstaklingum. Höfundur er verkfræðingur á eftirlaunum.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun