Óboðlegt að fangaverðir eigi í hættu að stórslasast í vinnunni Lovísa Arnardóttir skrifar 8. ágúst 2024 08:39 Fangelsið Litla Hraun á Eyrarbakka. Tíðara er að fangar beiti ofbeldi og að fangar glími við alvarleg andleg veikindi. Vísir/Vilhelm Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, segir vinnuaðstæður fangavarða hafa breyst mikið frá því að hann hóf störf sem fangavörður fyrir átta árum. Sá hópur sem afplánar sé orðinn erfiðari og algengara sé að andlega veikt fólk sé að afplána dóma. Þrír fangaverðir slösuðust í átökum við fanga í síðustu viku. Heiðar ræddi fangelsismál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Heiðar hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Hann fundar með yfirstjórn fangelsanna í vikunni. „Það vantar fjármagn inn í þetta kerfi. Þetta kerfi verður bara eins gott og fjármagnið sem er sett inn í það,“ segir Heiðar. Stjórnendur fangelsanna reyni að styðja við fangaverði en að heimurinn sé að harðna. Í síðustu viku réðst fangi á þrjá fangaverði. Atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Heiðar segir alltaf vont þegar það er ráðist á samstarfsfólk og hann voni að þessi árás verði til þess að það verði brugðist við. „Við erum að fá inn í fangelsin meira og meira af fólki sem þarf sérfræðiþjónustu geðlækna og fangelsi kannski ekki staðurinn fyrir það. En einhverra hluta vegna er geðheilbrigðiskerfið þannig að þegar þú ert í fangelsi þá nýturðu ekki sömu geðheilbrigðisþjónustu og þú fengir úti,“ segir Heiðar. Heiðar segir suma þurfa meiri athygli en aðrir og fangaverði ekki ná að sinna þeim þegar það eru tíð ofbeldismál í gangi. Þá þróist það þannig að veikindi þeirra sem eru andlega veikir versna enn frekar. Flestir í fangelsi fínt fólk Heiðar segir það sem betur fer ekki algengt að ráðist sé á fangaverði. Hópurinn sem afpláni í fangelsi sé að stærstum hluta fínt fólk en það þurfi að endurskoða það hverjir afplána og hverjir fari annað. Hann segir samskipti fanga og fangavarða yfirleitt ganga vel en þegar það kemur inn hópur sem beitir ofbeldi þá verði erfiðara að aðstoða þá sem þurfi aðstoð því fangaverðir séu fastir í verkefnum sem tengjast ofbeldi. Heiðar segir að fundað hafi verið stíft innan fangelsisins frá því að ráðist var á fangaverðina í síðustu viku til að fara yfir verklag og athuga hvernig sé hægt að tryggja betur öryggi fangavarða. „Það er fullkomlega óboðlegt að mæta í vinnuna sína… og eiga hættu á að vera stórslasaður. Það er ekki boðlegt,“ segir Heiðar. Fundar með yfirstjórn Heiðar segir félagið eigi fund með yfirstjórn og muni þar reyna að komast að því hvað verði hægt að gera. Ef ekki fáist meira fjármagn í þjálfun fangavarða þá þurfi að breyta verkferlum svo að ólíklegra sé að þetta gerist. Hann segir vanta fleiri fangaverði á vaktir og meiri reynslu. Auk þess hefur Heiðar óskar eftir fundi með dómsmálaráðherra til að fara yfir stöðu fangavarða í fangelsunum. Fangelsismál Lögreglumál Bítið Tengdar fréttir Segist niðurlægður með 415 krónur í tímakaup Sakborningur sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli segir að honum virðist sem það sé ætlun kerfisins að framleiða iðjuleysinga og glæpamenn. Það sé niðurlægjandi að fangar fái 415 krónur í tímakaup fyrir vinnu sína innan veggja fangelsisins. Sú upphæð dugi tæpt fyrir sígarettukaupum, hvað þá klippingu eða sálfræðitímum. 7. ágúst 2024 10:33 Ástand á Litla-Hrauni: Þrír fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu og hefur þurft að fjölga öryggisgöngum í fangelsinu að sögn fangelsismálastjóra. 3. ágúst 2024 17:34 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Heiðar hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Hann fundar með yfirstjórn fangelsanna í vikunni. „Það vantar fjármagn inn í þetta kerfi. Þetta kerfi verður bara eins gott og fjármagnið sem er sett inn í það,“ segir Heiðar. Stjórnendur fangelsanna reyni að styðja við fangaverði en að heimurinn sé að harðna. Í síðustu viku réðst fangi á þrjá fangaverði. Atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Heiðar segir alltaf vont þegar það er ráðist á samstarfsfólk og hann voni að þessi árás verði til þess að það verði brugðist við. „Við erum að fá inn í fangelsin meira og meira af fólki sem þarf sérfræðiþjónustu geðlækna og fangelsi kannski ekki staðurinn fyrir það. En einhverra hluta vegna er geðheilbrigðiskerfið þannig að þegar þú ert í fangelsi þá nýturðu ekki sömu geðheilbrigðisþjónustu og þú fengir úti,“ segir Heiðar. Heiðar segir suma þurfa meiri athygli en aðrir og fangaverði ekki ná að sinna þeim þegar það eru tíð ofbeldismál í gangi. Þá þróist það þannig að veikindi þeirra sem eru andlega veikir versna enn frekar. Flestir í fangelsi fínt fólk Heiðar segir það sem betur fer ekki algengt að ráðist sé á fangaverði. Hópurinn sem afpláni í fangelsi sé að stærstum hluta fínt fólk en það þurfi að endurskoða það hverjir afplána og hverjir fari annað. Hann segir samskipti fanga og fangavarða yfirleitt ganga vel en þegar það kemur inn hópur sem beitir ofbeldi þá verði erfiðara að aðstoða þá sem þurfi aðstoð því fangaverðir séu fastir í verkefnum sem tengjast ofbeldi. Heiðar segir að fundað hafi verið stíft innan fangelsisins frá því að ráðist var á fangaverðina í síðustu viku til að fara yfir verklag og athuga hvernig sé hægt að tryggja betur öryggi fangavarða. „Það er fullkomlega óboðlegt að mæta í vinnuna sína… og eiga hættu á að vera stórslasaður. Það er ekki boðlegt,“ segir Heiðar. Fundar með yfirstjórn Heiðar segir félagið eigi fund með yfirstjórn og muni þar reyna að komast að því hvað verði hægt að gera. Ef ekki fáist meira fjármagn í þjálfun fangavarða þá þurfi að breyta verkferlum svo að ólíklegra sé að þetta gerist. Hann segir vanta fleiri fangaverði á vaktir og meiri reynslu. Auk þess hefur Heiðar óskar eftir fundi með dómsmálaráðherra til að fara yfir stöðu fangavarða í fangelsunum.
Fangelsismál Lögreglumál Bítið Tengdar fréttir Segist niðurlægður með 415 krónur í tímakaup Sakborningur sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli segir að honum virðist sem það sé ætlun kerfisins að framleiða iðjuleysinga og glæpamenn. Það sé niðurlægjandi að fangar fái 415 krónur í tímakaup fyrir vinnu sína innan veggja fangelsisins. Sú upphæð dugi tæpt fyrir sígarettukaupum, hvað þá klippingu eða sálfræðitímum. 7. ágúst 2024 10:33 Ástand á Litla-Hrauni: Þrír fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu og hefur þurft að fjölga öryggisgöngum í fangelsinu að sögn fangelsismálastjóra. 3. ágúst 2024 17:34 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Segist niðurlægður með 415 krónur í tímakaup Sakborningur sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli segir að honum virðist sem það sé ætlun kerfisins að framleiða iðjuleysinga og glæpamenn. Það sé niðurlægjandi að fangar fái 415 krónur í tímakaup fyrir vinnu sína innan veggja fangelsisins. Sú upphæð dugi tæpt fyrir sígarettukaupum, hvað þá klippingu eða sálfræðitímum. 7. ágúst 2024 10:33
Ástand á Litla-Hrauni: Þrír fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu og hefur þurft að fjölga öryggisgöngum í fangelsinu að sögn fangelsismálastjóra. 3. ágúst 2024 17:34