Þjóðverjar í undanúrslit eftir ótrúlega dramatík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2024 13:44 Alfreð Gíslason er búinn að koma Þýskalandi í undanúrslit á Ólympíuleikunum. getty/Marcus Brandt Þjóðverjar undir stjórn Alfreðs Gíslasonar eru komnir í undanúrslit í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Frökkum, 35-34. Renars Uscins fór hamförum í þýska liðinu og skoraði fjórtán mörk, þar á meðal sigurmarkið. Frakkland leiddi nær allan tímann og komst mest sex mörkum yfir. Þýskaland sýndi samt mikinn styrk og náði forystunni þegar skammt var til leiksloka. Frakkar náðu aftur yfirhöndinni og voru tveimur mörkum yfir þegar um fimmtán sekúndur voru eftir. En Þjóðverjum tókst á ótrúlegan hátt að jafna og knýja fram framlengingu þar sem þeir höfðu svo betur. Í undanúrslitunum mætir Þýskaland liði Spánverja. Aðalmaðurinn í fyrri hálfleik var Vincent Gerard sem varði tólf skot og dró tennurnar úr þýsku sóknarmönnunum. Á meðan varði Andreas Wolff ekkert í þýska markinu. David Späth gekk öllu betur eftir að hann kom inn á og varði virkilega vel. Þökk sé frábærri frammistöðu Gerards, öflugum varnarleik og vel útfærðum hraðaupphlaupum var Frakkland með undirtökin og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-17. Útlitið varð svo verulega svart fyrir Þjóðverja eftir að Frakkar skoruðu fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náðu sex marka forskoti, 14-20. Strákarnir hans Alfreðs tóku við sér eftir þessa slæmu byrjun á seinni hálfleik, minnkuðu muninn og jöfnuðu svo í 25-25 þegar þrettán mínútur voru eftir. Sebastian Heymann kom Þjóðverjum svo yfir, 26-25. Það var í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3 sem Þýskaland var með forystuna. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Þjóðverjum, Frakkar skoruðu næstu þrjú mörk og komust í 26-28. Uscins minnkaði muninn í 27-28 en Dika Mem svaraði fyrir Frakkland. Uscins minnkaði muninn aftur í 28-29 og Frakkar tóku leikhlé þegar sex sekúndur voru eftir. Eftir það tapaði Mem boltanum afar klaufalega og Uscins jafnaði í 29-29. Ótrúleg atburðarrás. ÓTRÚLEGAR lokasekúndur í venjulegum leiktíma í leik Þýskalands og Frakklands í 8-liða úrslitum! 0,1% líkur segir Höddi Magg, ég skal sýna þér 0,1% líkur segir Renars Uscins😱🤯 pic.twitter.com/QZecCfJx7K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 7, 2024 Framlengingin var æsispennandi og úrslitin réðust á lokasekúndum hennar. Nedim Remili jafnaði í 34-34 en Þjóðverjar fóru í sókn og Uscins kom þeim yfir, 35-34, með sínu fjórtánda marki. Späth tryggði þýska liðinu svo sigur með því að verja lokaskot Valentins Porte. Ekki var dramatíkin minni á lokasekúndum framlengingarinnar en Alfreð Gíslason og Þjóðverjar slá ríkjandi Ólympíumeistara Frakka út á heimavelli og eru komnir í undanúrslit👏👏 pic.twitter.com/SOKZFstagA— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 7, 2024 Þetta reyndist vera síðasti leikurinn á ferli Nikolas Karabatic en þessi frábæri leikmaður var búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana. Uscins skoraði sem fyrr sagði fjórtán mörk fyrir Þjóðverja. Heymann og Johannes Golla voru með sex mörk hvor og Juri Knorr fimm auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Mem skoraði tíu mörk fyrir Frakka og Hugo Descat átta. Späth varði fjórtán skot í þýska markinu (39 prósent) en Gerard 24 í franska markinu (42 prósent). Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Frakkland leiddi nær allan tímann og komst mest sex mörkum yfir. Þýskaland sýndi samt mikinn styrk og náði forystunni þegar skammt var til leiksloka. Frakkar náðu aftur yfirhöndinni og voru tveimur mörkum yfir þegar um fimmtán sekúndur voru eftir. En Þjóðverjum tókst á ótrúlegan hátt að jafna og knýja fram framlengingu þar sem þeir höfðu svo betur. Í undanúrslitunum mætir Þýskaland liði Spánverja. Aðalmaðurinn í fyrri hálfleik var Vincent Gerard sem varði tólf skot og dró tennurnar úr þýsku sóknarmönnunum. Á meðan varði Andreas Wolff ekkert í þýska markinu. David Späth gekk öllu betur eftir að hann kom inn á og varði virkilega vel. Þökk sé frábærri frammistöðu Gerards, öflugum varnarleik og vel útfærðum hraðaupphlaupum var Frakkland með undirtökin og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-17. Útlitið varð svo verulega svart fyrir Þjóðverja eftir að Frakkar skoruðu fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náðu sex marka forskoti, 14-20. Strákarnir hans Alfreðs tóku við sér eftir þessa slæmu byrjun á seinni hálfleik, minnkuðu muninn og jöfnuðu svo í 25-25 þegar þrettán mínútur voru eftir. Sebastian Heymann kom Þjóðverjum svo yfir, 26-25. Það var í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3 sem Þýskaland var með forystuna. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Þjóðverjum, Frakkar skoruðu næstu þrjú mörk og komust í 26-28. Uscins minnkaði muninn í 27-28 en Dika Mem svaraði fyrir Frakkland. Uscins minnkaði muninn aftur í 28-29 og Frakkar tóku leikhlé þegar sex sekúndur voru eftir. Eftir það tapaði Mem boltanum afar klaufalega og Uscins jafnaði í 29-29. Ótrúleg atburðarrás. ÓTRÚLEGAR lokasekúndur í venjulegum leiktíma í leik Þýskalands og Frakklands í 8-liða úrslitum! 0,1% líkur segir Höddi Magg, ég skal sýna þér 0,1% líkur segir Renars Uscins😱🤯 pic.twitter.com/QZecCfJx7K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 7, 2024 Framlengingin var æsispennandi og úrslitin réðust á lokasekúndum hennar. Nedim Remili jafnaði í 34-34 en Þjóðverjar fóru í sókn og Uscins kom þeim yfir, 35-34, með sínu fjórtánda marki. Späth tryggði þýska liðinu svo sigur með því að verja lokaskot Valentins Porte. Ekki var dramatíkin minni á lokasekúndum framlengingarinnar en Alfreð Gíslason og Þjóðverjar slá ríkjandi Ólympíumeistara Frakka út á heimavelli og eru komnir í undanúrslit👏👏 pic.twitter.com/SOKZFstagA— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 7, 2024 Þetta reyndist vera síðasti leikurinn á ferli Nikolas Karabatic en þessi frábæri leikmaður var búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana. Uscins skoraði sem fyrr sagði fjórtán mörk fyrir Þjóðverja. Heymann og Johannes Golla voru með sex mörk hvor og Juri Knorr fimm auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Mem skoraði tíu mörk fyrir Frakka og Hugo Descat átta. Späth varði fjórtán skot í þýska markinu (39 prósent) en Gerard 24 í franska markinu (42 prósent).
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn