Stanslaus slagsmál stjörnunýliðans Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2024 10:00 Margir eru spenntir að sjá Nabers í NFL-deildinni í vetur, ekki síst stuðningsmenn New York Giants. Getty Það gengur á ýmsu á sameiginlegum æfingum NFL-liðanna Detroit Lions og New York Giants sem undirbúa sig fyrir komandi leiktíð. Nýliðinn Malik Nabers grípur fyrirsagnirnar. Það eru ekki aðeins fyrirsagnir sem útherjinn Nabers grípur á æfingunum. Fregnir vestanhafs herma að hann hafi gripið 17 af þeim 18 sendingum sem honum bárust síðustu tvo daga er liðin hafa tekið æfingaleiki sín á milli. Nabers var valinn sjötti í nýliðavalinu í sumar af New York Giants og miklar væntingar bornar til hans fyrir komandi leiktíð. Þá virðist hluti af undirbúningnum fyrir komandi leiktíð að fleygja boltanum ítrekað til hans á æfingum með Lions, eitthvað sem hann hefur leyst vel úr hendi. ANOTHER MALIK NABERS FIGHT HAS BROKEN OUT WITH KERBY JOSEPH!(via @charlottecrrll)pic.twitter.com/ClCelGC3BM https://t.co/wLFBKJCviy— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) August 6, 2024 Leikmenn Detroit Lions liðsins hafa tekið misvel við útherjanum og hafa tvisvar brotist úr allsherjar slagsmál útfrá erjum Nabers við varnarmenn liðsins. Fyrst við Terrion Arnold og svo við Kerby Joseph. Dan Campbell, þjálfari Lions, sagði í samtali við ESPN menn vissulega hafa gengið full langt í árásargirninni á æfingum en heilt yfir hafa slagsmálin verið töluð niður. Um er að ræða keppnismenn sem vilji sérstaklega sýna sig og sanna þegar leikmenn annars liðs eru komnir inn á æfingar. Best angle of Malik Nabers fighting with Terrion Arnold.So many punches were traded 😳 https://t.co/OUgIZcAqun pic.twitter.com/5r7KDHQrDh— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) August 6, 2024 Eftir að æfingum er lokið eru þó engin vandamál milli leikmanna, eftir því sem kemur fram í fréttum vestanhafs. Liðin undirbúa sig fyrir fyrstu æfingaleikina í aðdraganda komandi leiktíðar en þau mætast einmitt innbyrðis í fyrsta æfingaleik beggja liða fyrir komandi tímabil. Sá fer fram annað kvöld á MetLife-vellinum í New Jersey. Fyrstu leikirnir í NFL-deildinni fara fram eftir tæpan mánuð. Kansas City Chiefs og Baltimore Ravens opna leiktíðina aðfaranótt föstudagsins 6. september. Myndskeið af slagsmálunum á æfingum liðanna má sjá að ofan. NFL Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Sjá meira
Það eru ekki aðeins fyrirsagnir sem útherjinn Nabers grípur á æfingunum. Fregnir vestanhafs herma að hann hafi gripið 17 af þeim 18 sendingum sem honum bárust síðustu tvo daga er liðin hafa tekið æfingaleiki sín á milli. Nabers var valinn sjötti í nýliðavalinu í sumar af New York Giants og miklar væntingar bornar til hans fyrir komandi leiktíð. Þá virðist hluti af undirbúningnum fyrir komandi leiktíð að fleygja boltanum ítrekað til hans á æfingum með Lions, eitthvað sem hann hefur leyst vel úr hendi. ANOTHER MALIK NABERS FIGHT HAS BROKEN OUT WITH KERBY JOSEPH!(via @charlottecrrll)pic.twitter.com/ClCelGC3BM https://t.co/wLFBKJCviy— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) August 6, 2024 Leikmenn Detroit Lions liðsins hafa tekið misvel við útherjanum og hafa tvisvar brotist úr allsherjar slagsmál útfrá erjum Nabers við varnarmenn liðsins. Fyrst við Terrion Arnold og svo við Kerby Joseph. Dan Campbell, þjálfari Lions, sagði í samtali við ESPN menn vissulega hafa gengið full langt í árásargirninni á æfingum en heilt yfir hafa slagsmálin verið töluð niður. Um er að ræða keppnismenn sem vilji sérstaklega sýna sig og sanna þegar leikmenn annars liðs eru komnir inn á æfingar. Best angle of Malik Nabers fighting with Terrion Arnold.So many punches were traded 😳 https://t.co/OUgIZcAqun pic.twitter.com/5r7KDHQrDh— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) August 6, 2024 Eftir að æfingum er lokið eru þó engin vandamál milli leikmanna, eftir því sem kemur fram í fréttum vestanhafs. Liðin undirbúa sig fyrir fyrstu æfingaleikina í aðdraganda komandi leiktíðar en þau mætast einmitt innbyrðis í fyrsta æfingaleik beggja liða fyrir komandi tímabil. Sá fer fram annað kvöld á MetLife-vellinum í New Jersey. Fyrstu leikirnir í NFL-deildinni fara fram eftir tæpan mánuð. Kansas City Chiefs og Baltimore Ravens opna leiktíðina aðfaranótt föstudagsins 6. september. Myndskeið af slagsmálunum á æfingum liðanna má sjá að ofan.
NFL Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Sjá meira