Stanslaus slagsmál stjörnunýliðans Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2024 10:00 Margir eru spenntir að sjá Nabers í NFL-deildinni í vetur, ekki síst stuðningsmenn New York Giants. Getty Það gengur á ýmsu á sameiginlegum æfingum NFL-liðanna Detroit Lions og New York Giants sem undirbúa sig fyrir komandi leiktíð. Nýliðinn Malik Nabers grípur fyrirsagnirnar. Það eru ekki aðeins fyrirsagnir sem útherjinn Nabers grípur á æfingunum. Fregnir vestanhafs herma að hann hafi gripið 17 af þeim 18 sendingum sem honum bárust síðustu tvo daga er liðin hafa tekið æfingaleiki sín á milli. Nabers var valinn sjötti í nýliðavalinu í sumar af New York Giants og miklar væntingar bornar til hans fyrir komandi leiktíð. Þá virðist hluti af undirbúningnum fyrir komandi leiktíð að fleygja boltanum ítrekað til hans á æfingum með Lions, eitthvað sem hann hefur leyst vel úr hendi. ANOTHER MALIK NABERS FIGHT HAS BROKEN OUT WITH KERBY JOSEPH!(via @charlottecrrll)pic.twitter.com/ClCelGC3BM https://t.co/wLFBKJCviy— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) August 6, 2024 Leikmenn Detroit Lions liðsins hafa tekið misvel við útherjanum og hafa tvisvar brotist úr allsherjar slagsmál útfrá erjum Nabers við varnarmenn liðsins. Fyrst við Terrion Arnold og svo við Kerby Joseph. Dan Campbell, þjálfari Lions, sagði í samtali við ESPN menn vissulega hafa gengið full langt í árásargirninni á æfingum en heilt yfir hafa slagsmálin verið töluð niður. Um er að ræða keppnismenn sem vilji sérstaklega sýna sig og sanna þegar leikmenn annars liðs eru komnir inn á æfingar. Best angle of Malik Nabers fighting with Terrion Arnold.So many punches were traded 😳 https://t.co/OUgIZcAqun pic.twitter.com/5r7KDHQrDh— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) August 6, 2024 Eftir að æfingum er lokið eru þó engin vandamál milli leikmanna, eftir því sem kemur fram í fréttum vestanhafs. Liðin undirbúa sig fyrir fyrstu æfingaleikina í aðdraganda komandi leiktíðar en þau mætast einmitt innbyrðis í fyrsta æfingaleik beggja liða fyrir komandi tímabil. Sá fer fram annað kvöld á MetLife-vellinum í New Jersey. Fyrstu leikirnir í NFL-deildinni fara fram eftir tæpan mánuð. Kansas City Chiefs og Baltimore Ravens opna leiktíðina aðfaranótt föstudagsins 6. september. Myndskeið af slagsmálunum á æfingum liðanna má sjá að ofan. NFL Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Það eru ekki aðeins fyrirsagnir sem útherjinn Nabers grípur á æfingunum. Fregnir vestanhafs herma að hann hafi gripið 17 af þeim 18 sendingum sem honum bárust síðustu tvo daga er liðin hafa tekið æfingaleiki sín á milli. Nabers var valinn sjötti í nýliðavalinu í sumar af New York Giants og miklar væntingar bornar til hans fyrir komandi leiktíð. Þá virðist hluti af undirbúningnum fyrir komandi leiktíð að fleygja boltanum ítrekað til hans á æfingum með Lions, eitthvað sem hann hefur leyst vel úr hendi. ANOTHER MALIK NABERS FIGHT HAS BROKEN OUT WITH KERBY JOSEPH!(via @charlottecrrll)pic.twitter.com/ClCelGC3BM https://t.co/wLFBKJCviy— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) August 6, 2024 Leikmenn Detroit Lions liðsins hafa tekið misvel við útherjanum og hafa tvisvar brotist úr allsherjar slagsmál útfrá erjum Nabers við varnarmenn liðsins. Fyrst við Terrion Arnold og svo við Kerby Joseph. Dan Campbell, þjálfari Lions, sagði í samtali við ESPN menn vissulega hafa gengið full langt í árásargirninni á æfingum en heilt yfir hafa slagsmálin verið töluð niður. Um er að ræða keppnismenn sem vilji sérstaklega sýna sig og sanna þegar leikmenn annars liðs eru komnir inn á æfingar. Best angle of Malik Nabers fighting with Terrion Arnold.So many punches were traded 😳 https://t.co/OUgIZcAqun pic.twitter.com/5r7KDHQrDh— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) August 6, 2024 Eftir að æfingum er lokið eru þó engin vandamál milli leikmanna, eftir því sem kemur fram í fréttum vestanhafs. Liðin undirbúa sig fyrir fyrstu æfingaleikina í aðdraganda komandi leiktíðar en þau mætast einmitt innbyrðis í fyrsta æfingaleik beggja liða fyrir komandi tímabil. Sá fer fram annað kvöld á MetLife-vellinum í New Jersey. Fyrstu leikirnir í NFL-deildinni fara fram eftir tæpan mánuð. Kansas City Chiefs og Baltimore Ravens opna leiktíðina aðfaranótt föstudagsins 6. september. Myndskeið af slagsmálunum á æfingum liðanna má sjá að ofan.
NFL Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira