Ríkið komið um borð í milljarðaverkefni í Eyjafirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2024 12:32 Ein hugmynd að því hvernig líforkuverkið gæti lítið úr. SSNE Uppbygging líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði á að leysa þann vanda sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir við söfnun, móttöku og vinnslu dýraleifa. Ísland hefur um árabil fengið bágt fyrir að uppfylla ekki skyldur sínar í þeim efnum. Um milljarðaverkefni er að ræða sem gæti orðið fyrsti vísir að uppbyggingu stórhafnar á Dysnesi. Verkefnið um líforkugarða í Dysnesi við Eyjafjörð á sér langa sögu en nú er farið að draga til tíðinda. Matvælaráðherra er væntanlegur á fund klukkan 14 í Hofi í dag til að opna nýja heimasíðu félagsins Líforkuvers. Kristín Helga Schiöth er framkvæmdastjóri félagsins sem var stofnað í lok árs 2023 en hún hafði áður staðið í stafni verkefnisins hjá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Kristín fagnar aðkomu ríkisins að verkefninu sem sveitarfélögin tíu á Norðurlandi eystra hafa unnið markvisst að undanfarin ár. „Verkefni á sér mjög langan aðdraganda. En ástæðan fyrir því að matvælaráðherra er að koma og sýna þessu áhuga er að líforkuverið er mikilvægur hluti í að svara EFTA dómi frá 2022,“ segir Kristín Helga. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu sumarið 2022 að Ísland hefði ekki fylgt EES-reglum er varða aukaafurðir dýra með því að heimila urðun dýrahræja og sláturúrgangs á urðunarstöðum án forvinnslu, sem og greftrun dýrahræja og sláturúrgangs á sveitabæjum. Íslenska ríkið fékk svo áminningarbréf í júní síðastliðnum þar sem kallað var eftir því að Íslandi færi eftir dóminum og uppfyllti kröfur um aukaafurðir dýra. Hættuleg efni á ferðinni Kristín segir mikilvægt fyrir Ísland sem úflutningsþjóð á matvælum að hafa sitt á hreinu í þessum efnum. Dýrahræ geti innihaldið hættuleg efni, til dæmis þegar upp kemur riða í sauðfé, og mikilvægt að alls öryggis sé gætt við slíka vinnslu. Passa verði upp á að hættuleg efni fari ekki aftur út í fæðukeðjuna. Almennt eru sveitarfélögin ábyrg þegar kemur að úrgangsmálum en það gildir ekki um efni í efsta áhættuflokki, hættulegustu efnin. Því sé ánægjulegt að ríkið komi að verkefninu og höggvi á ákveðinn hnút. Auk þess að uppfylla fyrrnefndar skyldur Íslands í alþjóðasamfélaginu sem hluti af EES tikki líforkuver í fleiri mikilvæg box. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er matvælaráðherra. Hún opnar nýja heimasíðu líforkuversins í dag.Vísir/Sigurjón „Vinnslan er ekki brennsla,“ segir Kristín en það sé algengur misskilningur. Fitan sé skilin frá og úr verði fita og kjötmjöl, sem séu orkugjafar. „Í staðinn fyrir að brenna orku við að brenna hræ erum við að búa til orku. Það er orka í öllum lífmassa sem er algjörlega vannýtt í dag.“ Því dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda sem sé á ábyrgð ríksins. Urðun hræja feli svo í sér metanlosun sem þurfi að greiða fyrir á endanum. Matvælaráðuneytið annars vegar og umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðuneytið hafi því bæði komið að fyrirhugaðri uppbyggingu. Kristín segir að samhliða vinnslunni á dýrahræjum sé unnið að söfnunarkerfi á landsvísu þar sem engin samræmd söfnun hafi verið. „Mikið fer í urðun og í sumum sveitum deyi aldrei skepnur samkvæmt bókhaldi,“ segir Kristín. Sveitarfélög hafi lent í miklum vandræðum þegar riða hafi greinst en með líforkuverinu verði skýrir ferlar hvernig unnið sé með sýkt dýrahræ. Horft er til Finnlands og Noregs í þessum málum sem eru bæði með stór líforkuver til að sinna þessari vinnslu. „Við ætlum að gera þetta eins og þeir nema í smærri skala. Þetta er engin tilraunastarfsemi heldur þekkt og öryggt ferli,“ segir Kristín. Áætlað sé að líforkuverið taki við þrjú til fjögur þúsund tonnum á ári af efni í efsta áhættuflokki en geti annað allt að tíu þúsund tonnum. Þá fagnar hún meðbyr verkefnisins þar sem allir rói í sömu átt. Mikill einhugur sé um uppbygginguna og mörgum lítist vel á höfn sem reisa á í Dysnesi. „Sameiginleg sýn okkar er að á Dysnesi verði að veruleika mikil, metnaðarfull, fjölbreytt og græn atvinnustarfsemi. Bókur bæjarráðs Akureyrar frá í maí vegna verkefnisins. „Það er stóra myndin. Á Dysnesi hefur lengi verið talað um að þar geti risið stórskipahöfn. Þetta yrði mögulega fyrsta verkefnið til að koma svæðinu af stað,“ segir Kristín en leggur áherslu á að hennar aðkoma snúi að líforkuverkinu. Líforkuverið smellpassi inn í hugmyndir landeigenda og sveitarfélaga um hvað megi byggja upp á svæðinu. „Þetta er fyrsta púslið.“ Viðbúið sé að í framhaldinu byggist upp ýmsir aðrir möguleikar á svæðinu í nýsköpun, svo sem að vinna með dýrahræ í lægri áhættuflokki, fara í metanvinnslu og vinna lífdísel. Þau hafi séð það í vettvangsheimsóknum til Noregs og Finnlands að í kringum þessa nauðsynlegu starfsemi opnist fleiri möguleikar. Hópur frá Íslandi sem kynnti sér líforkuverin í Noregi og Finnlandi. Hér er hann staddur við líforkuverið í Hamar í Noregi.SSNE Spurt hafi verið af hverju eigi að hafa eitt stórt líforkuver í Hörgárssveit á Norðurlandi en ekki fleiri minni hér og þar um landið. „Þetta er lítið magn. Það borgar sig ekki að fara í uppbyggingu víða um land. Það þarf alls staðar að uppfylla strangar kröfur,“ segir Kristín. Aðeins eitt líforkuverk sé fyrir þennan áhættuflokk í Finnlandi þar sem séu sýst minni fjarlægðir en hér. Svipað sé í Noregi þó þar sé að finna annað lítið líforkuverk nyrst í landinu. Fjarlægðir í Noregi geta verið afar miklar. Ráðuneytin vinni að tillögu um söfnunarkeðju þar sem hræjum sé safnað skipulega á bæjum og sótt þangað. Tekin séu heilasýni úr þeim sem þurfa þykir. „Við erum að missa mjög mikið efni ofan í holur án þess að það séu tekin sýni úr þeim.“ Hver aðkoma ríkisins verði að verkefninu verði ráðherra að svara fyrir en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun sem fyrr segja opna nýja heimasíðu líforkuversins við hátíðlega athöfn í Hofi á Akureyri í dag. Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að líforkuverið sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Hörgársveit Dýraheilbrigði Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Verkefnið um líforkugarða í Dysnesi við Eyjafjörð á sér langa sögu en nú er farið að draga til tíðinda. Matvælaráðherra er væntanlegur á fund klukkan 14 í Hofi í dag til að opna nýja heimasíðu félagsins Líforkuvers. Kristín Helga Schiöth er framkvæmdastjóri félagsins sem var stofnað í lok árs 2023 en hún hafði áður staðið í stafni verkefnisins hjá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Kristín fagnar aðkomu ríkisins að verkefninu sem sveitarfélögin tíu á Norðurlandi eystra hafa unnið markvisst að undanfarin ár. „Verkefni á sér mjög langan aðdraganda. En ástæðan fyrir því að matvælaráðherra er að koma og sýna þessu áhuga er að líforkuverið er mikilvægur hluti í að svara EFTA dómi frá 2022,“ segir Kristín Helga. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu sumarið 2022 að Ísland hefði ekki fylgt EES-reglum er varða aukaafurðir dýra með því að heimila urðun dýrahræja og sláturúrgangs á urðunarstöðum án forvinnslu, sem og greftrun dýrahræja og sláturúrgangs á sveitabæjum. Íslenska ríkið fékk svo áminningarbréf í júní síðastliðnum þar sem kallað var eftir því að Íslandi færi eftir dóminum og uppfyllti kröfur um aukaafurðir dýra. Hættuleg efni á ferðinni Kristín segir mikilvægt fyrir Ísland sem úflutningsþjóð á matvælum að hafa sitt á hreinu í þessum efnum. Dýrahræ geti innihaldið hættuleg efni, til dæmis þegar upp kemur riða í sauðfé, og mikilvægt að alls öryggis sé gætt við slíka vinnslu. Passa verði upp á að hættuleg efni fari ekki aftur út í fæðukeðjuna. Almennt eru sveitarfélögin ábyrg þegar kemur að úrgangsmálum en það gildir ekki um efni í efsta áhættuflokki, hættulegustu efnin. Því sé ánægjulegt að ríkið komi að verkefninu og höggvi á ákveðinn hnút. Auk þess að uppfylla fyrrnefndar skyldur Íslands í alþjóðasamfélaginu sem hluti af EES tikki líforkuver í fleiri mikilvæg box. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er matvælaráðherra. Hún opnar nýja heimasíðu líforkuversins í dag.Vísir/Sigurjón „Vinnslan er ekki brennsla,“ segir Kristín en það sé algengur misskilningur. Fitan sé skilin frá og úr verði fita og kjötmjöl, sem séu orkugjafar. „Í staðinn fyrir að brenna orku við að brenna hræ erum við að búa til orku. Það er orka í öllum lífmassa sem er algjörlega vannýtt í dag.“ Því dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda sem sé á ábyrgð ríksins. Urðun hræja feli svo í sér metanlosun sem þurfi að greiða fyrir á endanum. Matvælaráðuneytið annars vegar og umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðuneytið hafi því bæði komið að fyrirhugaðri uppbyggingu. Kristín segir að samhliða vinnslunni á dýrahræjum sé unnið að söfnunarkerfi á landsvísu þar sem engin samræmd söfnun hafi verið. „Mikið fer í urðun og í sumum sveitum deyi aldrei skepnur samkvæmt bókhaldi,“ segir Kristín. Sveitarfélög hafi lent í miklum vandræðum þegar riða hafi greinst en með líforkuverinu verði skýrir ferlar hvernig unnið sé með sýkt dýrahræ. Horft er til Finnlands og Noregs í þessum málum sem eru bæði með stór líforkuver til að sinna þessari vinnslu. „Við ætlum að gera þetta eins og þeir nema í smærri skala. Þetta er engin tilraunastarfsemi heldur þekkt og öryggt ferli,“ segir Kristín. Áætlað sé að líforkuverið taki við þrjú til fjögur þúsund tonnum á ári af efni í efsta áhættuflokki en geti annað allt að tíu þúsund tonnum. Þá fagnar hún meðbyr verkefnisins þar sem allir rói í sömu átt. Mikill einhugur sé um uppbygginguna og mörgum lítist vel á höfn sem reisa á í Dysnesi. „Sameiginleg sýn okkar er að á Dysnesi verði að veruleika mikil, metnaðarfull, fjölbreytt og græn atvinnustarfsemi. Bókur bæjarráðs Akureyrar frá í maí vegna verkefnisins. „Það er stóra myndin. Á Dysnesi hefur lengi verið talað um að þar geti risið stórskipahöfn. Þetta yrði mögulega fyrsta verkefnið til að koma svæðinu af stað,“ segir Kristín en leggur áherslu á að hennar aðkoma snúi að líforkuverkinu. Líforkuverið smellpassi inn í hugmyndir landeigenda og sveitarfélaga um hvað megi byggja upp á svæðinu. „Þetta er fyrsta púslið.“ Viðbúið sé að í framhaldinu byggist upp ýmsir aðrir möguleikar á svæðinu í nýsköpun, svo sem að vinna með dýrahræ í lægri áhættuflokki, fara í metanvinnslu og vinna lífdísel. Þau hafi séð það í vettvangsheimsóknum til Noregs og Finnlands að í kringum þessa nauðsynlegu starfsemi opnist fleiri möguleikar. Hópur frá Íslandi sem kynnti sér líforkuverin í Noregi og Finnlandi. Hér er hann staddur við líforkuverið í Hamar í Noregi.SSNE Spurt hafi verið af hverju eigi að hafa eitt stórt líforkuver í Hörgárssveit á Norðurlandi en ekki fleiri minni hér og þar um landið. „Þetta er lítið magn. Það borgar sig ekki að fara í uppbyggingu víða um land. Það þarf alls staðar að uppfylla strangar kröfur,“ segir Kristín. Aðeins eitt líforkuverk sé fyrir þennan áhættuflokk í Finnlandi þar sem séu sýst minni fjarlægðir en hér. Svipað sé í Noregi þó þar sé að finna annað lítið líforkuverk nyrst í landinu. Fjarlægðir í Noregi geta verið afar miklar. Ráðuneytin vinni að tillögu um söfnunarkeðju þar sem hræjum sé safnað skipulega á bæjum og sótt þangað. Tekin séu heilasýni úr þeim sem þurfa þykir. „Við erum að missa mjög mikið efni ofan í holur án þess að það séu tekin sýni úr þeim.“ Hver aðkoma ríkisins verði að verkefninu verði ráðherra að svara fyrir en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun sem fyrr segja opna nýja heimasíðu líforkuversins við hátíðlega athöfn í Hofi á Akureyri í dag. Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að líforkuverið sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
„Sameiginleg sýn okkar er að á Dysnesi verði að veruleika mikil, metnaðarfull, fjölbreytt og græn atvinnustarfsemi. Bókur bæjarráðs Akureyrar frá í maí vegna verkefnisins.
Hörgársveit Dýraheilbrigði Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira