„Ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí“ Eiður Þór Árnason skrifar 6. ágúst 2024 11:19 Ólíklegt er að eldhúsið í Húnaskóla verði nothæft á fimmtudag þegar leikskólastarf hefst á ný en það er samnýtt af leikskóla sem er í öðru húsi. Aðsend Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Allar rúður voru brotnar í eldhúsi og smíðastofu grunnskólans og þar framin töluverð skemmdarverk. Lögregla rannsakar nú málið. „Mötuneytiseldhúsið þar sem eldað er bæði fyrir leikskóla og grunnskóla er bara í rúst. Það verður ekkert eldað þar á næstu dögum og leikskólinn er að byrja eftir tvo daga,“ segir Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Húnaskóla í samtali við fréttastofu. Ársgamlir bökunarofnar hafi verið eyðilagðir í eldhúsinu og fleiri dýr tæki. „En það var ekkert tekið sem við sjáum. Þetta eru fyrst og fremst skemmdarverk. Lögreglan er hérna að skoða þetta.“ Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Húnaskóla.Aðsend Vegfarandi tók eftir brotnum rúðum í morgun og tilkynnti bæjarstarfsmönnum. Skólastjórnendur Húnaskóla mættu aftur til vinnu að loknu sumarleyfi í dag og hefst kennsla síðar í mánuðinum. Anna segir að smíðastofan hafi verið nýjasti hluti skólans og nýbúið að skipta um rúður í eldri hluta byggingarinnar. „Einhverjar sem átti eftir að setja í voru brotnar. Þannig að þetta er töluvert.“ Hún biðlar til fólks að hafa samband við lögreglu ef það hefur einhverjar upplýsingar um málið og biður forráðamenn um að ræða málið við börn sín. Anna segir nokkrar eftirlitsmyndavélar vera við skólann en gerendur virðist hafa sneitt hjá því svæði sem þær er að finna. Lögreglan skoði nú myndefni úr þeim og fleirum í nágrenninu. Anna telur alls óvíst hvort gerendur séu nemendur við skólann. „Þetta er náttúrulega við þjóðveginn þannig að þetta í rauninni getur verið hver sem er.“ Töluvert tjón „Þetta er náttúrlega ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí. Maður hefur aldrei séð svona áður. Við erum ekki vön einhverju svona,“ segir Anna. Eignaspjöllin minni á svipað mál sem kom upp í Rimaskóla í Reykjavík fyrir um viku síðan. Lögreglan á Norðurlandi vestra rannsakar málið.Aðsend Anna segir um töluvert tjón að ræða sem kalli á kostnaðarsamar úrbætur. Skipta þurfi um margar rúður og tæki í eldhúsinu sem voru eyðilögð. Hún vonar að hægt verði að klára nauðsynlegar lagfæringar áður en grunnskólinn verður settur eftir um tvær vikur. „En það er verra með leikskólann. Þetta hefur verið eldhús fyrir hann líka og hann er að byrja á fimmtudaginn.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Húnabyggð Skóla- og menntamál Lögreglumál Grunnskólar Tengdar fréttir Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18 Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
„Mötuneytiseldhúsið þar sem eldað er bæði fyrir leikskóla og grunnskóla er bara í rúst. Það verður ekkert eldað þar á næstu dögum og leikskólinn er að byrja eftir tvo daga,“ segir Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Húnaskóla í samtali við fréttastofu. Ársgamlir bökunarofnar hafi verið eyðilagðir í eldhúsinu og fleiri dýr tæki. „En það var ekkert tekið sem við sjáum. Þetta eru fyrst og fremst skemmdarverk. Lögreglan er hérna að skoða þetta.“ Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Húnaskóla.Aðsend Vegfarandi tók eftir brotnum rúðum í morgun og tilkynnti bæjarstarfsmönnum. Skólastjórnendur Húnaskóla mættu aftur til vinnu að loknu sumarleyfi í dag og hefst kennsla síðar í mánuðinum. Anna segir að smíðastofan hafi verið nýjasti hluti skólans og nýbúið að skipta um rúður í eldri hluta byggingarinnar. „Einhverjar sem átti eftir að setja í voru brotnar. Þannig að þetta er töluvert.“ Hún biðlar til fólks að hafa samband við lögreglu ef það hefur einhverjar upplýsingar um málið og biður forráðamenn um að ræða málið við börn sín. Anna segir nokkrar eftirlitsmyndavélar vera við skólann en gerendur virðist hafa sneitt hjá því svæði sem þær er að finna. Lögreglan skoði nú myndefni úr þeim og fleirum í nágrenninu. Anna telur alls óvíst hvort gerendur séu nemendur við skólann. „Þetta er náttúrulega við þjóðveginn þannig að þetta í rauninni getur verið hver sem er.“ Töluvert tjón „Þetta er náttúrlega ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí. Maður hefur aldrei séð svona áður. Við erum ekki vön einhverju svona,“ segir Anna. Eignaspjöllin minni á svipað mál sem kom upp í Rimaskóla í Reykjavík fyrir um viku síðan. Lögreglan á Norðurlandi vestra rannsakar málið.Aðsend Anna segir um töluvert tjón að ræða sem kalli á kostnaðarsamar úrbætur. Skipta þurfi um margar rúður og tæki í eldhúsinu sem voru eyðilögð. Hún vonar að hægt verði að klára nauðsynlegar lagfæringar áður en grunnskólinn verður settur eftir um tvær vikur. „En það er verra með leikskólann. Þetta hefur verið eldhús fyrir hann líka og hann er að byrja á fimmtudaginn.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Húnabyggð Skóla- og menntamál Lögreglumál Grunnskólar Tengdar fréttir Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18 Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18
Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42