Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. ágúst 2024 11:56 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er starfandi formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Vísir/Arnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. Fylgi VG heldur áfram að dala og mælist einungis 3,5 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, niður úr 4 prósentum í síðustu könnun. Mælist Sósíalistaflokkur Íslands nú með meiri stuðning í könnun Gallup eða 4,7 prósent. VG fékk 12,6 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en næði ekki manni inn á þing ef niðurstaða kosninga væri í samræmi við kannanir. Hefur fylgi flokksins verið á niðurleið mestallt þetta kjörtímabil. Guðmundur var kjörinn varaformaður Vinstri grænna árið 2019 en tók við sem starfandi formaður þegar Katrín Jakobsdóttir yfirgaf flokkinn og bauð sig fram til forseta. Landsfundi VG var flýtt vegna þessa og fer fram í byrjun október. „Við vonandi sjáum margt gott fólk koma fram enda nóg af slíku innan VG,“ segir Guðmundur en fyrst fer fram flokksráðsfundur um miðjan ágúst. Síðasti vetur ríkisstjórnarinnar fram undan „Við erum að að sigla inn í kosningavetur og þá er mikilvægt að við skerpum áherslur fyrir kosningar. Ég hef fulla trú á því að þær áherslur sem við munum koma fram með, sem munu auðvitað snúa meðal annars að loftslagsmálum, náttúruvernd, jafnréttismálum og mannréttindamálum, styrkri efnahagsstjórn og velferðarmálum muni skila okkur meiru en við erum að sjá núna og líka sá árangur sem við höfum verið að ná á undanförnum árum. Þannig að ég er í sjálfu sér ekkert svartsýnn en auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðu sem þessari, annað væri óeðlilegt.” Guðmundur vonar að botninum sé náð og flokkurinn geti farið að spyrna sér upp. Hann vonast til þess að flokksfólk fái aukinn byr í seglin eftir landsfund þegar ný forysta er tekin við. Staðan í alþjóðamálum eigi þátt í þverrandi stuðningi Heildarfylgi stjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna mælist 27,8 prósent í nýrri könnun Gallup en til samanburðar mælist Samfylkingin ein og sér með 27,5 prósent stuðning. „Mér þykir mjög áhugavert að það er mjög víða í löndunum í kringum okkur þar sem ríkisstjórnir hafa verið að missa stuðning og fylgi í skoðanakönnunum tiltölulega hratt. Það er ekki einsdæmi hér á landi og ég held að staðan í alþjóðamálum sé að hluta til að valda þessu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir augljóst að ef niðurstaða kosninga yrði í samræmi við mælingu Gallup myndi núverandi ríkisstjórn ekki halda meirihluta. „En við skulum nú sjá hvað gerist. Það verður spennandi að fara inn í síðasta vetur þessarar ríkisstjórnar. Ég hlakka allavega til að fara að móta áherslur inn í framtíðina með mínu góða fólki.“ Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn eftir sumarleyfi fór fram í dag. Guðmundur telur að efnahags- og samgöngumál verði fyrirferðamikil í haust, þar á meðal samgönguáætlun og Samgöngusáttmálinn á höfuðborgarstæðinu. Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Fylgi VG heldur áfram að dala og mælist einungis 3,5 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, niður úr 4 prósentum í síðustu könnun. Mælist Sósíalistaflokkur Íslands nú með meiri stuðning í könnun Gallup eða 4,7 prósent. VG fékk 12,6 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en næði ekki manni inn á þing ef niðurstaða kosninga væri í samræmi við kannanir. Hefur fylgi flokksins verið á niðurleið mestallt þetta kjörtímabil. Guðmundur var kjörinn varaformaður Vinstri grænna árið 2019 en tók við sem starfandi formaður þegar Katrín Jakobsdóttir yfirgaf flokkinn og bauð sig fram til forseta. Landsfundi VG var flýtt vegna þessa og fer fram í byrjun október. „Við vonandi sjáum margt gott fólk koma fram enda nóg af slíku innan VG,“ segir Guðmundur en fyrst fer fram flokksráðsfundur um miðjan ágúst. Síðasti vetur ríkisstjórnarinnar fram undan „Við erum að að sigla inn í kosningavetur og þá er mikilvægt að við skerpum áherslur fyrir kosningar. Ég hef fulla trú á því að þær áherslur sem við munum koma fram með, sem munu auðvitað snúa meðal annars að loftslagsmálum, náttúruvernd, jafnréttismálum og mannréttindamálum, styrkri efnahagsstjórn og velferðarmálum muni skila okkur meiru en við erum að sjá núna og líka sá árangur sem við höfum verið að ná á undanförnum árum. Þannig að ég er í sjálfu sér ekkert svartsýnn en auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðu sem þessari, annað væri óeðlilegt.” Guðmundur vonar að botninum sé náð og flokkurinn geti farið að spyrna sér upp. Hann vonast til þess að flokksfólk fái aukinn byr í seglin eftir landsfund þegar ný forysta er tekin við. Staðan í alþjóðamálum eigi þátt í þverrandi stuðningi Heildarfylgi stjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna mælist 27,8 prósent í nýrri könnun Gallup en til samanburðar mælist Samfylkingin ein og sér með 27,5 prósent stuðning. „Mér þykir mjög áhugavert að það er mjög víða í löndunum í kringum okkur þar sem ríkisstjórnir hafa verið að missa stuðning og fylgi í skoðanakönnunum tiltölulega hratt. Það er ekki einsdæmi hér á landi og ég held að staðan í alþjóðamálum sé að hluta til að valda þessu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir augljóst að ef niðurstaða kosninga yrði í samræmi við mælingu Gallup myndi núverandi ríkisstjórn ekki halda meirihluta. „En við skulum nú sjá hvað gerist. Það verður spennandi að fara inn í síðasta vetur þessarar ríkisstjórnar. Ég hlakka allavega til að fara að móta áherslur inn í framtíðina með mínu góða fólki.“ Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn eftir sumarleyfi fór fram í dag. Guðmundur telur að efnahags- og samgöngumál verði fyrirferðamikil í haust, þar á meðal samgönguáætlun og Samgöngusáttmálinn á höfuðborgarstæðinu.
Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33