Hin fullkomna íslenska kona Helga Lára Haarde skrifar 1. ágúst 2024 14:31 Fyrr í vikunni skrifaði samstarfskona mín um upplifun sína af ungum konum á vinnumarkaði sem eru bugaðar af kröfum samfélagsmiðla. Krafan um „ofurkonuna“ er gömul saga og ný og ég tel að konur á öllum aldri þekki það að upplifa kröfur um að standa sig vel á öllum vígstöðvum. Það er einhvern veginn hluti af samfélagsgerðinni og innmúrað í þjóðarsálina að „íslenska konan“ er hraust, kröftug og fellur ekki verk úr hendi. Hún er auðvitað svo dugleg! Birtingarmyndin hefur svo eðlilega breyst gegnum árin. Núna fáum við samanburðinn beint í æð frá samfélagsmiðlum. Þannig verður samanburðurinn við aðra, sem alltaf hefur verið til staðar, svo miklu meira áberandi og aðgengilegri. Við þurfum ekki nema rétt að líta á símann okkar til að sjá konur sem eru að standa sig miklu betur en við. Eru að taka við nýju geggjuðu starfi, eru að hlaupa Laugaveginn, veiða í geggjuðum laxveiðiám, að njóta á Tene með glæsilegri fjölskyldu sem skælbrosir. Auðvitað vitum við öll að samfélagsmiðlar sýna glansmynd. Samt sem áður truflar þessi samanburður marga. Í starfi mínu hitti ég margar konur sem upplifa þessa alltumlykjandi pressu að standa sig vel. Hreinlega að vera fullkomin. Bæði á vinnustaðnum og í einkalífinu. Margar tengja þær við einkenni fullkomunaráráttu. En hvað er átt við þegar talað er um fullkomnunaráráttu? Eins og með mörg hugtök innan sálfræðinnar eru fræðimenn ekki á einu máli um hvernig sé best að skilgreina fullkomnunaráráttu. En almennt séð er fullkomunarárátta talin vera rík þörf á að skara fram úr, að setja miklar kröfur á sig um frammistöðu en svo einnig að byggja eigið virði á því hvernig tekst til að ná þeim kröfum, sem gjarnan eru mjög óraunhæfar. Fullkomunaráráttu er stundum skipt í tvennt og er þá talað um jákvæðari hlið fullkomunaráráttu (adaptive perfectionism) og neikvæðari hlið fullkomunaráráttu (maladaptive perfectionism). Fullkomnunarárátta er ekki talin vera geðröskun eða sjúkdómur heldur meira persónuleikaeinkenni, sem þá fylgir okkur gegnum lífið. Áhrif hennar geta þó verið mis áberandi á ólíkum skeiðum lífsins. Þá geta fyrirbæri eins og samfélagsmiðlar ýtt mjög undir þessa tilhneigingu okkar. Ungar konur á vinnustöðum finna því gjarnan fyrir pressunni að vilja standa sig vel á vinnustaðnum. En pressan er líka í einkalífinu. Standa sig vel í móðurhlutverkinu, líta vel út, vera heilbrigðar, hlæja með vinkonum og drekka Aperol, ferðast og almennt þessi svakalega pressa á „að njóta“. Auðvitað er ekkert að því að vilja standa sig vel og hafa heilbrigðan metnað. En þegar við erum farin að byggja sjálfsmatið okkar á því hvernig okkur tekst að standa undir óraunhæfum kröfum förum við að lenda í vandræðum. Það sem gjarnan fer að gerast er að við förum að einbeita okkur að markmiðum sem við höfum ekki náð, fremur en þeim sem við höfum náð. Svo þegar við náum markmiðum, gerum við lítið úr árangrinum eða setjum fókusinn strax á næsta háleita markmið. Jafnvel förum við að forðast verkefni eða hætta við þau af ótta við að mistakast. Þá er ekki ólíklegt að algengir fylgifiskar fullkomnunaráráttu banki upp á, t.d. kvíði, depurð og kulnun. Það er því mikilvægt að spyrna við fótum. Setja fókusinn á það jákvæða og það sem við höfum áorkað. Hættum að setja okkur óraunhæf markmið og forðumst að tengja sjálfsmyndina við þessi óraunhæfu kröfur. Eyðum minni tíma á samfélagsmiðlum og höldum bara áfram að gera okkur besta í flóknum heimi, hvernig svo sem það lítur út. Höfundur er klíniskur sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannauðsmál Vinnustaðurinn Samfélagsmiðlar Jafnréttismál Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni skrifaði samstarfskona mín um upplifun sína af ungum konum á vinnumarkaði sem eru bugaðar af kröfum samfélagsmiðla. Krafan um „ofurkonuna“ er gömul saga og ný og ég tel að konur á öllum aldri þekki það að upplifa kröfur um að standa sig vel á öllum vígstöðvum. Það er einhvern veginn hluti af samfélagsgerðinni og innmúrað í þjóðarsálina að „íslenska konan“ er hraust, kröftug og fellur ekki verk úr hendi. Hún er auðvitað svo dugleg! Birtingarmyndin hefur svo eðlilega breyst gegnum árin. Núna fáum við samanburðinn beint í æð frá samfélagsmiðlum. Þannig verður samanburðurinn við aðra, sem alltaf hefur verið til staðar, svo miklu meira áberandi og aðgengilegri. Við þurfum ekki nema rétt að líta á símann okkar til að sjá konur sem eru að standa sig miklu betur en við. Eru að taka við nýju geggjuðu starfi, eru að hlaupa Laugaveginn, veiða í geggjuðum laxveiðiám, að njóta á Tene með glæsilegri fjölskyldu sem skælbrosir. Auðvitað vitum við öll að samfélagsmiðlar sýna glansmynd. Samt sem áður truflar þessi samanburður marga. Í starfi mínu hitti ég margar konur sem upplifa þessa alltumlykjandi pressu að standa sig vel. Hreinlega að vera fullkomin. Bæði á vinnustaðnum og í einkalífinu. Margar tengja þær við einkenni fullkomunaráráttu. En hvað er átt við þegar talað er um fullkomnunaráráttu? Eins og með mörg hugtök innan sálfræðinnar eru fræðimenn ekki á einu máli um hvernig sé best að skilgreina fullkomnunaráráttu. En almennt séð er fullkomunarárátta talin vera rík þörf á að skara fram úr, að setja miklar kröfur á sig um frammistöðu en svo einnig að byggja eigið virði á því hvernig tekst til að ná þeim kröfum, sem gjarnan eru mjög óraunhæfar. Fullkomunaráráttu er stundum skipt í tvennt og er þá talað um jákvæðari hlið fullkomunaráráttu (adaptive perfectionism) og neikvæðari hlið fullkomunaráráttu (maladaptive perfectionism). Fullkomnunarárátta er ekki talin vera geðröskun eða sjúkdómur heldur meira persónuleikaeinkenni, sem þá fylgir okkur gegnum lífið. Áhrif hennar geta þó verið mis áberandi á ólíkum skeiðum lífsins. Þá geta fyrirbæri eins og samfélagsmiðlar ýtt mjög undir þessa tilhneigingu okkar. Ungar konur á vinnustöðum finna því gjarnan fyrir pressunni að vilja standa sig vel á vinnustaðnum. En pressan er líka í einkalífinu. Standa sig vel í móðurhlutverkinu, líta vel út, vera heilbrigðar, hlæja með vinkonum og drekka Aperol, ferðast og almennt þessi svakalega pressa á „að njóta“. Auðvitað er ekkert að því að vilja standa sig vel og hafa heilbrigðan metnað. En þegar við erum farin að byggja sjálfsmatið okkar á því hvernig okkur tekst að standa undir óraunhæfum kröfum förum við að lenda í vandræðum. Það sem gjarnan fer að gerast er að við förum að einbeita okkur að markmiðum sem við höfum ekki náð, fremur en þeim sem við höfum náð. Svo þegar við náum markmiðum, gerum við lítið úr árangrinum eða setjum fókusinn strax á næsta háleita markmið. Jafnvel förum við að forðast verkefni eða hætta við þau af ótta við að mistakast. Þá er ekki ólíklegt að algengir fylgifiskar fullkomnunaráráttu banki upp á, t.d. kvíði, depurð og kulnun. Það er því mikilvægt að spyrna við fótum. Setja fókusinn á það jákvæða og það sem við höfum áorkað. Hættum að setja okkur óraunhæf markmið og forðumst að tengja sjálfsmyndina við þessi óraunhæfu kröfur. Eyðum minni tíma á samfélagsmiðlum og höldum bara áfram að gera okkur besta í flóknum heimi, hvernig svo sem það lítur út. Höfundur er klíniskur sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Attentus.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun