Óskar Hrafn ráðinn næsti þjálfari KR Aron Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2024 12:43 Óskar Hrafn, nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KR. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson tekur við þjálfun karlaliðs KR í fótbolta eftir yfirstandandi tímabil. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu KR. Þar segir jafnframt að Óskar Hrafn komi inn í þjálfarateymi liðsins nú þegar að beiðni núverandi þjálfara KR, Pálma Rafns Pálmarssonar. Í fréttatilkynningu KR er einnig greint frá því að Pálmi muni taka við sem framkvæmdastjóri KR þegar núverandi samningur hans við knattspyrnudeild rennur út. Ekki er langt síðan að Óskar Hrafn var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KR en áður hafði hann sinnt ráðgjafarhlutverki hjá knattspyrnudeild félagsins eftir að hafa sagt upp störfum sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Haugesund. Um nokkra hríð hefur það legið í loftinu að Óskar Hrafn gæti tekið við þjálfun KR í náinni framtíð og fréttatilkynning KR í dag markar endalok þeirra sögusagna. „Óskar Hrafn Þorvaldsson, yfirmaður knattspyrnumála í KR, hefur að beiðni Pálma Rafns Pálmasonar, þjálfara meistaraflokks, komið inn í þjálfarateymi liðsins og mun hjálpa liðinu í baráttunni sem fram undan er. Óskar Hrafn mun að tímabili loknu taka við starfi þjálfara meistaraflokks karla ásamt því að gegna starfi yfirmanns knattspyrnumála,“ segir í yfirlýsingu KR. Pálmi Rafn tók við þjálfun KR eftir að Englendingnum Gregg Ryder hafði verið sagt upp störfum. Samkvæmt tilkynningu KR mun hann taka við starfi framkvæmdastjóra félagsins eftir að núverandi samningur hans við knattspyrnudeild félagsins rennur út. Þar tekur Pálmi Rafn við starfi sem Bjarni Guðjónsson hefur sinnt undanfarin ár. KR er í fallbaráttu í Bestu deildinni um þessar mundir. Liðið situr í 9.sæti deildarinnar þegar að sextán umferðir hafa verið leiknar og er þar með fimmtán stig, þremur stigum frá fallsæti. Óskar Hrafn er mættur í þjálfarateymi liðsins og verður Pálma Rafni til halds og trausts á hliðarlínunni í Kórnum á miðvikudaginn í næstu viku þegar að KR heimsækir HK í fallbaráttuslag. Aðalþjálfarastarfið sem Óskar Hrafn tekur að sér hjá KR frá og með næsta tímabili markar að fullu endurkomu hans í íslenska boltann en Óskar Hrafn, sem er uppalinn KR-ingur, hafði áður gert gott mót með liði Breiðabliks sem og Gróttu. Breiðablik varð Íslandsmeistari árið 2022 undir stjórn Óskars Hrafns. Fréttatilkynning KR í heild sinni: Gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Aðalstjórn KR hefur náð samkomulagi við Pálma Rafn Pálmason um að taka við starfi framkvæmdastjóra félagsins þegar tímabundinn samningur hans við knattspyrnudeild félagsins rennur út eftir tímabil. Aðalstjórn þakkar Bjarna Guðjónssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra, kærlega fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi. Pálmi Rafn er KR-ingum að góðu kunnur enda notið starfskrafta hans á ýmsum sviðum á undanförnum árum. Pálmi Rafn gjörþekkir félagið enda bæði leikið fyrir það, þjálfað og starfað. “Ég er afskaplega glöð að Pálmi Rafn hafi ákveðið að taka að sér starf framkvæmdastjóra félagsins og hlakka mikið til samstarfsins við hann. Hann hefur unnið afskaplega gott starf í mörg ár fyrir félagið og frábært að fá hann til þess að taka við af Bjarna Guðjónssyni, sem framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Reykjavíkur.” Þórhildur Garðarsdóttir, formaður Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Í framhaldi af tilkynningu aðalstjórnar er tilkynning frá knattspyrnudeild KR. Óskar Hrafn Þorvaldsson, yfirmaður knattspyrnumála í KR, hefur að beiðni Pálma Rafns Pálmasonar, þjálfara meistaraflokks, komið inn í þjálfarateymi liðsins og mun hjálpa liðinu í baráttunni sem fram undan er. Óskar Hrafn mun að tímabili loknu taka við starfi þjálfara meistaraflokks karla ásamt því að gegna starfi yfirmanns knattspyrnumála. Kynnt verður um ráðningu yfirþjálfara yngri flokka á næstu misserum. Óskar tekur strax til starfa og verður með liðinu í næsta leik er við sækjum HK menn heim á miðvikudaginn kemur. Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Ekki er langt síðan að Óskar Hrafn var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KR en áður hafði hann sinnt ráðgjafarhlutverki hjá knattspyrnudeild félagsins eftir að hafa sagt upp störfum sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Haugesund. Um nokkra hríð hefur það legið í loftinu að Óskar Hrafn gæti tekið við þjálfun KR í náinni framtíð og fréttatilkynning KR í dag markar endalok þeirra sögusagna. „Óskar Hrafn Þorvaldsson, yfirmaður knattspyrnumála í KR, hefur að beiðni Pálma Rafns Pálmasonar, þjálfara meistaraflokks, komið inn í þjálfarateymi liðsins og mun hjálpa liðinu í baráttunni sem fram undan er. Óskar Hrafn mun að tímabili loknu taka við starfi þjálfara meistaraflokks karla ásamt því að gegna starfi yfirmanns knattspyrnumála,“ segir í yfirlýsingu KR. Pálmi Rafn tók við þjálfun KR eftir að Englendingnum Gregg Ryder hafði verið sagt upp störfum. Samkvæmt tilkynningu KR mun hann taka við starfi framkvæmdastjóra félagsins eftir að núverandi samningur hans við knattspyrnudeild félagsins rennur út. Þar tekur Pálmi Rafn við starfi sem Bjarni Guðjónsson hefur sinnt undanfarin ár. KR er í fallbaráttu í Bestu deildinni um þessar mundir. Liðið situr í 9.sæti deildarinnar þegar að sextán umferðir hafa verið leiknar og er þar með fimmtán stig, þremur stigum frá fallsæti. Óskar Hrafn er mættur í þjálfarateymi liðsins og verður Pálma Rafni til halds og trausts á hliðarlínunni í Kórnum á miðvikudaginn í næstu viku þegar að KR heimsækir HK í fallbaráttuslag. Aðalþjálfarastarfið sem Óskar Hrafn tekur að sér hjá KR frá og með næsta tímabili markar að fullu endurkomu hans í íslenska boltann en Óskar Hrafn, sem er uppalinn KR-ingur, hafði áður gert gott mót með liði Breiðabliks sem og Gróttu. Breiðablik varð Íslandsmeistari árið 2022 undir stjórn Óskars Hrafns. Fréttatilkynning KR í heild sinni: Gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Aðalstjórn KR hefur náð samkomulagi við Pálma Rafn Pálmason um að taka við starfi framkvæmdastjóra félagsins þegar tímabundinn samningur hans við knattspyrnudeild félagsins rennur út eftir tímabil. Aðalstjórn þakkar Bjarna Guðjónssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra, kærlega fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi. Pálmi Rafn er KR-ingum að góðu kunnur enda notið starfskrafta hans á ýmsum sviðum á undanförnum árum. Pálmi Rafn gjörþekkir félagið enda bæði leikið fyrir það, þjálfað og starfað. “Ég er afskaplega glöð að Pálmi Rafn hafi ákveðið að taka að sér starf framkvæmdastjóra félagsins og hlakka mikið til samstarfsins við hann. Hann hefur unnið afskaplega gott starf í mörg ár fyrir félagið og frábært að fá hann til þess að taka við af Bjarna Guðjónssyni, sem framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Reykjavíkur.” Þórhildur Garðarsdóttir, formaður Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Í framhaldi af tilkynningu aðalstjórnar er tilkynning frá knattspyrnudeild KR. Óskar Hrafn Þorvaldsson, yfirmaður knattspyrnumála í KR, hefur að beiðni Pálma Rafns Pálmasonar, þjálfara meistaraflokks, komið inn í þjálfarateymi liðsins og mun hjálpa liðinu í baráttunni sem fram undan er. Óskar Hrafn mun að tímabili loknu taka við starfi þjálfara meistaraflokks karla ásamt því að gegna starfi yfirmanns knattspyrnumála. Kynnt verður um ráðningu yfirþjálfara yngri flokka á næstu misserum. Óskar tekur strax til starfa og verður með liðinu í næsta leik er við sækjum HK menn heim á miðvikudaginn kemur.
Fréttatilkynning KR í heild sinni: Gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Aðalstjórn KR hefur náð samkomulagi við Pálma Rafn Pálmason um að taka við starfi framkvæmdastjóra félagsins þegar tímabundinn samningur hans við knattspyrnudeild félagsins rennur út eftir tímabil. Aðalstjórn þakkar Bjarna Guðjónssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra, kærlega fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi. Pálmi Rafn er KR-ingum að góðu kunnur enda notið starfskrafta hans á ýmsum sviðum á undanförnum árum. Pálmi Rafn gjörþekkir félagið enda bæði leikið fyrir það, þjálfað og starfað. “Ég er afskaplega glöð að Pálmi Rafn hafi ákveðið að taka að sér starf framkvæmdastjóra félagsins og hlakka mikið til samstarfsins við hann. Hann hefur unnið afskaplega gott starf í mörg ár fyrir félagið og frábært að fá hann til þess að taka við af Bjarna Guðjónssyni, sem framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Reykjavíkur.” Þórhildur Garðarsdóttir, formaður Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Í framhaldi af tilkynningu aðalstjórnar er tilkynning frá knattspyrnudeild KR. Óskar Hrafn Þorvaldsson, yfirmaður knattspyrnumála í KR, hefur að beiðni Pálma Rafns Pálmasonar, þjálfara meistaraflokks, komið inn í þjálfarateymi liðsins og mun hjálpa liðinu í baráttunni sem fram undan er. Óskar Hrafn mun að tímabili loknu taka við starfi þjálfara meistaraflokks karla ásamt því að gegna starfi yfirmanns knattspyrnumála. Kynnt verður um ráðningu yfirþjálfara yngri flokka á næstu misserum. Óskar tekur strax til starfa og verður með liðinu í næsta leik er við sækjum HK menn heim á miðvikudaginn kemur.
Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira