Halla Tómasdóttir orðin sjöundi forseti lýðveldisins Kjartan Kjartansson, Kolbeinn Tumi Daðason og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 1. ágúst 2024 14:16 Halla og eiginmaður hennar Björn Skúlason á svölum Alþingis eftir að hún tók formlega við embætti forseta Íslands. Vísir/RAX Halla Tómasdóttir tók við embætti forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í dag. Dagskráin hófst með helgistund í Dómkirkjunni klukkan 15:30 en embættistakan var í beinu streymi á Vísi frá klukkan 15:00. Að helgistundinni lokinni var gengið yfir í þinghúsið. Þar lýsti formaður landskjörstjórnar kjöri forseta og nýkjörinn forseti undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni. Halla er sjöundi forseti lýðveldisins. Upptöku frá athöfninni má sjá hér að neðan: Almenningi var boðið að fylgjast með embættistökunni og fagna nýjum forseta á Austurvelli. Þar vorusettir upp skjáir svo fólk gæti fylgst með athöfninni. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli og fagnaði nýjum forseta. Að loknu drengskaparheiti sínu að stjórnarskránni minntist nýr forseti fósturjarðarinnar af svölum þingshússins. Fylgst var með því sem fram fór í vaktinni á Vísi hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.
Að helgistundinni lokinni var gengið yfir í þinghúsið. Þar lýsti formaður landskjörstjórnar kjöri forseta og nýkjörinn forseti undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni. Halla er sjöundi forseti lýðveldisins. Upptöku frá athöfninni má sjá hér að neðan: Almenningi var boðið að fylgjast með embættistökunni og fagna nýjum forseta á Austurvelli. Þar vorusettir upp skjáir svo fólk gæti fylgst með athöfninni. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli og fagnaði nýjum forseta. Að loknu drengskaparheiti sínu að stjórnarskránni minntist nýr forseti fósturjarðarinnar af svölum þingshússins. Fylgst var með því sem fram fór í vaktinni á Vísi hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.
Forseti Íslands Alþingi Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir „Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. 4. júní 2024 10:46 Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. 1. ágúst 2024 14:19 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. 4. júní 2024 10:46
Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. 1. ágúst 2024 14:19