Stjarna Svía ekki með gegn Króötum Dags: Sjaldséð blátt spjald fór á loft Aron Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2024 13:31 Jim Gottfridsson er lykilmaður í landsliði Svía. Hann mun ekki geta hjálpað liðinu í mikilvægum leik gegn landsliði Króatíu á Ólympíuleikunum á morgun. Vísir/Getty Sænska handboltastjarnan Jim Gottfridsson tekur út leikbann gegn Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í króatíska landsliðinu þegar að liðin mætast í mikilvægum leik á Ólympíuleikunum í París. Gottfridsson fékk að líta sjaldséð blátt spjald í leik Svía gegn Slóvenum á dögunum og tekur því út leikbann í leik morgundagsins. Svíar hafa ekki farið vel af stað á Ólympíuleikunum og eftir aðeins einn sigur og tvö töp, það síðara gegn Slóveníu, er framundan lykilleikur fyrir liðið gegn Króatíu á morgun. Þann leik munu Svíar þurfa að takast á við án síns besta leikmanns því háskaleikur Jim Gottfridsson í leiknum gegn Slóveníu orsakaði það að hann fékk að líta bláa spjaldið í leiknum. Upphaflega fékk Gottfridsson að líta rauða spjaldið fyrir að hafa farið harka lega í Dean Bombac, leikmann Slóveníu, með olnbogann á undan sér. En eftir nánari skoðun á atvikinu komust dómarar leiksins að þeirri niðurstöðu að rífa upp bláa spjaldið og núna í morgun var eins leiks bann Gottfridsson staðfest. Gottfridsson, sem segist vonsvikinn út í sjálfan sig, tekur leikbannið út á morgun gegn Króötum. „Ég viðurkenni það bara að ég var með olnbogann of hátt uppi. Úr varð óheppileg snerting...Ég er vonsvikinn út í sjálfan mig,“ sagði Gottfridsson við sænsku handboltaveituna Handbollskanalen. Skarð sem mun reynast sænska landsliðinu erfitt að fylla. Liðið þarf á sigri að halda til þess að halda í vonina um sæti í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna. Svíar eru nú í fimmta sæti A-riðils með tvö stig, tveimur stigum á eftir liðunum fyrir ofan sig en fjögur efstu lið hvers riðils tryggja sig áfram í átta liða úrslitin. Ólympíuleikar 2024 í París Svíþjóð Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Sjá meira
Svíar hafa ekki farið vel af stað á Ólympíuleikunum og eftir aðeins einn sigur og tvö töp, það síðara gegn Slóveníu, er framundan lykilleikur fyrir liðið gegn Króatíu á morgun. Þann leik munu Svíar þurfa að takast á við án síns besta leikmanns því háskaleikur Jim Gottfridsson í leiknum gegn Slóveníu orsakaði það að hann fékk að líta bláa spjaldið í leiknum. Upphaflega fékk Gottfridsson að líta rauða spjaldið fyrir að hafa farið harka lega í Dean Bombac, leikmann Slóveníu, með olnbogann á undan sér. En eftir nánari skoðun á atvikinu komust dómarar leiksins að þeirri niðurstöðu að rífa upp bláa spjaldið og núna í morgun var eins leiks bann Gottfridsson staðfest. Gottfridsson, sem segist vonsvikinn út í sjálfan sig, tekur leikbannið út á morgun gegn Króötum. „Ég viðurkenni það bara að ég var með olnbogann of hátt uppi. Úr varð óheppileg snerting...Ég er vonsvikinn út í sjálfan mig,“ sagði Gottfridsson við sænsku handboltaveituna Handbollskanalen. Skarð sem mun reynast sænska landsliðinu erfitt að fylla. Liðið þarf á sigri að halda til þess að halda í vonina um sæti í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna. Svíar eru nú í fimmta sæti A-riðils með tvö stig, tveimur stigum á eftir liðunum fyrir ofan sig en fjögur efstu lið hvers riðils tryggja sig áfram í átta liða úrslitin.
Ólympíuleikar 2024 í París Svíþjóð Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Sjá meira