Á tuttugu bestu tíma sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2024 12:30 Katie Ledecky brosir eftir sigur sinn í gær en það var enn langt í hinar sundkonurnar í úrslitasundinu. Getty/Maddie Meyer Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann í gær yfirburðasigur í 1500 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París og bætti einum tímanum í viðbót í hóp þeirra bestu í sögunni. Ledecky var þarna að vinna áttundu gullverðlaun sín á Ólympíuleikum og sín tólftu verðlaun í heildina. Ledecky stakk keppinauta sína af í keppninni og þeir voru hvergi sjáanlegir þegar sú bandaríska kom í markið. Hún setti nýtt Ólympíumet og þetta var áttunda besta sund sögunnar. Í raun á Ledecky tuttugu bestu tíma sögunnar í 1500 metra skriðsundi kvenna sem er mögnuð staðreynd. Katie Ledecky með gullverðlaun sín og bandaríska fánann eftir verðlaunaafhendinguna í gær.Getty/Maddie Meyer Hn 27 ára gamla Ledecky deilir nú metinu yfir flest verðlaun bandarískra sundkvenna á Ólympíuleikum með þeim Döru Torres, Natalie Coughlin og Jenny Thompson. Þau gætu orðið fleiri því eftir keppnina var Ledecky strax farin að tala um Ólympíuleikanna í Los Angeles 2028. „Ég hef verið mjög staðföst í því undanfarna mánuði sem og síðustu ár að segja að ég myndi elska að keppa í Los Angeles og það hefur ekkert breyst,“ sagði Katie Ledecky eftir sundið. „Það gæti hins vegar breyst. Maður veit aldrei. Ég mun taka þetta ár fyrir ár hér eftir og ég hef ekki mikið pælt í því hvað tekur við í haust, hvað þá á næsta ári,“ sagði Ledecky. Hún hefur unnið 1500 metra skriðsundið á síðustu tveimur leikum en vann 800 metra sundið á ÓL í London 2012, ÓL í Ríó 2016 og á síðustu leikum. Hún getur líka unnið 800 metra sundið á þessum Ólympíuleikum og unnið þar með gull í sömu grein á fjórum leikum í röð. Úrslitin í því sundi eru á laugardaginn. „Staðan er aftur á móti sú að mér finnst ég ekki vera búin að segja mitt síðasta í þessu sporti næstum því strax,“ sagði Ledecky. „Hver einustu gullverðlaun skipta mig miklu máli og þeim fylgja öllum áskoranir. Ég reyni ekki að velta mér of mikið upp úr sögunni. Ég er samt kominn í hóp kvenna sem ég leit sjálft upp til í svo mörg ár,“ sagði Ledecky. „Ég lít á margar þeirra sem vini mína, stuðningsmenn og fólk sem ég var að horfa á synda þegar ég var að byrja. Ég vona að það sé lítið stelpa þarna úti að horfa á mig og muni síðan koma sterk inn með okkur í framtíðinni,“ sagði Ledecky. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Ledecky var þarna að vinna áttundu gullverðlaun sín á Ólympíuleikum og sín tólftu verðlaun í heildina. Ledecky stakk keppinauta sína af í keppninni og þeir voru hvergi sjáanlegir þegar sú bandaríska kom í markið. Hún setti nýtt Ólympíumet og þetta var áttunda besta sund sögunnar. Í raun á Ledecky tuttugu bestu tíma sögunnar í 1500 metra skriðsundi kvenna sem er mögnuð staðreynd. Katie Ledecky með gullverðlaun sín og bandaríska fánann eftir verðlaunaafhendinguna í gær.Getty/Maddie Meyer Hn 27 ára gamla Ledecky deilir nú metinu yfir flest verðlaun bandarískra sundkvenna á Ólympíuleikum með þeim Döru Torres, Natalie Coughlin og Jenny Thompson. Þau gætu orðið fleiri því eftir keppnina var Ledecky strax farin að tala um Ólympíuleikanna í Los Angeles 2028. „Ég hef verið mjög staðföst í því undanfarna mánuði sem og síðustu ár að segja að ég myndi elska að keppa í Los Angeles og það hefur ekkert breyst,“ sagði Katie Ledecky eftir sundið. „Það gæti hins vegar breyst. Maður veit aldrei. Ég mun taka þetta ár fyrir ár hér eftir og ég hef ekki mikið pælt í því hvað tekur við í haust, hvað þá á næsta ári,“ sagði Ledecky. Hún hefur unnið 1500 metra skriðsundið á síðustu tveimur leikum en vann 800 metra sundið á ÓL í London 2012, ÓL í Ríó 2016 og á síðustu leikum. Hún getur líka unnið 800 metra sundið á þessum Ólympíuleikum og unnið þar með gull í sömu grein á fjórum leikum í röð. Úrslitin í því sundi eru á laugardaginn. „Staðan er aftur á móti sú að mér finnst ég ekki vera búin að segja mitt síðasta í þessu sporti næstum því strax,“ sagði Ledecky. „Hver einustu gullverðlaun skipta mig miklu máli og þeim fylgja öllum áskoranir. Ég reyni ekki að velta mér of mikið upp úr sögunni. Ég er samt kominn í hóp kvenna sem ég leit sjálft upp til í svo mörg ár,“ sagði Ledecky. „Ég lít á margar þeirra sem vini mína, stuðningsmenn og fólk sem ég var að horfa á synda þegar ég var að byrja. Ég vona að það sé lítið stelpa þarna úti að horfa á mig og muni síðan koma sterk inn með okkur í framtíðinni,“ sagði Ledecky. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira