Á tuttugu bestu tíma sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2024 12:30 Katie Ledecky brosir eftir sigur sinn í gær en það var enn langt í hinar sundkonurnar í úrslitasundinu. Getty/Maddie Meyer Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann í gær yfirburðasigur í 1500 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París og bætti einum tímanum í viðbót í hóp þeirra bestu í sögunni. Ledecky var þarna að vinna áttundu gullverðlaun sín á Ólympíuleikum og sín tólftu verðlaun í heildina. Ledecky stakk keppinauta sína af í keppninni og þeir voru hvergi sjáanlegir þegar sú bandaríska kom í markið. Hún setti nýtt Ólympíumet og þetta var áttunda besta sund sögunnar. Í raun á Ledecky tuttugu bestu tíma sögunnar í 1500 metra skriðsundi kvenna sem er mögnuð staðreynd. Katie Ledecky með gullverðlaun sín og bandaríska fánann eftir verðlaunaafhendinguna í gær.Getty/Maddie Meyer Hn 27 ára gamla Ledecky deilir nú metinu yfir flest verðlaun bandarískra sundkvenna á Ólympíuleikum með þeim Döru Torres, Natalie Coughlin og Jenny Thompson. Þau gætu orðið fleiri því eftir keppnina var Ledecky strax farin að tala um Ólympíuleikanna í Los Angeles 2028. „Ég hef verið mjög staðföst í því undanfarna mánuði sem og síðustu ár að segja að ég myndi elska að keppa í Los Angeles og það hefur ekkert breyst,“ sagði Katie Ledecky eftir sundið. „Það gæti hins vegar breyst. Maður veit aldrei. Ég mun taka þetta ár fyrir ár hér eftir og ég hef ekki mikið pælt í því hvað tekur við í haust, hvað þá á næsta ári,“ sagði Ledecky. Hún hefur unnið 1500 metra skriðsundið á síðustu tveimur leikum en vann 800 metra sundið á ÓL í London 2012, ÓL í Ríó 2016 og á síðustu leikum. Hún getur líka unnið 800 metra sundið á þessum Ólympíuleikum og unnið þar með gull í sömu grein á fjórum leikum í röð. Úrslitin í því sundi eru á laugardaginn. „Staðan er aftur á móti sú að mér finnst ég ekki vera búin að segja mitt síðasta í þessu sporti næstum því strax,“ sagði Ledecky. „Hver einustu gullverðlaun skipta mig miklu máli og þeim fylgja öllum áskoranir. Ég reyni ekki að velta mér of mikið upp úr sögunni. Ég er samt kominn í hóp kvenna sem ég leit sjálft upp til í svo mörg ár,“ sagði Ledecky. „Ég lít á margar þeirra sem vini mína, stuðningsmenn og fólk sem ég var að horfa á synda þegar ég var að byrja. Ég vona að það sé lítið stelpa þarna úti að horfa á mig og muni síðan koma sterk inn með okkur í framtíðinni,“ sagði Ledecky. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Sjá meira
Ledecky var þarna að vinna áttundu gullverðlaun sín á Ólympíuleikum og sín tólftu verðlaun í heildina. Ledecky stakk keppinauta sína af í keppninni og þeir voru hvergi sjáanlegir þegar sú bandaríska kom í markið. Hún setti nýtt Ólympíumet og þetta var áttunda besta sund sögunnar. Í raun á Ledecky tuttugu bestu tíma sögunnar í 1500 metra skriðsundi kvenna sem er mögnuð staðreynd. Katie Ledecky með gullverðlaun sín og bandaríska fánann eftir verðlaunaafhendinguna í gær.Getty/Maddie Meyer Hn 27 ára gamla Ledecky deilir nú metinu yfir flest verðlaun bandarískra sundkvenna á Ólympíuleikum með þeim Döru Torres, Natalie Coughlin og Jenny Thompson. Þau gætu orðið fleiri því eftir keppnina var Ledecky strax farin að tala um Ólympíuleikanna í Los Angeles 2028. „Ég hef verið mjög staðföst í því undanfarna mánuði sem og síðustu ár að segja að ég myndi elska að keppa í Los Angeles og það hefur ekkert breyst,“ sagði Katie Ledecky eftir sundið. „Það gæti hins vegar breyst. Maður veit aldrei. Ég mun taka þetta ár fyrir ár hér eftir og ég hef ekki mikið pælt í því hvað tekur við í haust, hvað þá á næsta ári,“ sagði Ledecky. Hún hefur unnið 1500 metra skriðsundið á síðustu tveimur leikum en vann 800 metra sundið á ÓL í London 2012, ÓL í Ríó 2016 og á síðustu leikum. Hún getur líka unnið 800 metra sundið á þessum Ólympíuleikum og unnið þar með gull í sömu grein á fjórum leikum í röð. Úrslitin í því sundi eru á laugardaginn. „Staðan er aftur á móti sú að mér finnst ég ekki vera búin að segja mitt síðasta í þessu sporti næstum því strax,“ sagði Ledecky. „Hver einustu gullverðlaun skipta mig miklu máli og þeim fylgja öllum áskoranir. Ég reyni ekki að velta mér of mikið upp úr sögunni. Ég er samt kominn í hóp kvenna sem ég leit sjálft upp til í svo mörg ár,“ sagði Ledecky. „Ég lít á margar þeirra sem vini mína, stuðningsmenn og fólk sem ég var að horfa á synda þegar ég var að byrja. Ég vona að það sé lítið stelpa þarna úti að horfa á mig og muni síðan koma sterk inn með okkur í framtíðinni,“ sagði Ledecky. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Sjá meira