Von á rúmlega þrjú hundruð gestum við embættistöku Höllu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. júlí 2024 12:31 Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta íslands á morgun. Vísir/Vilhelm Von er á rúmlega þrjú hundruð gestum við embættistöku forseta Íslands þegar Halla Tómasdóttir verður sett í embætti á morgun. Athöfnin verður með nokkuð hefðbundnu sniði, en þó með nokkrum undantekningum. Vegna öryggiskrafna Alþingis komast færri fyrir í þinghúsinu, og því munu sérstakir gestir Höllu fylgjast með úr nýbyggingu þinghússins, Smiðju. Ríkisráð kemur saman klukkan tvö í dag á síðasta fundi ráðsins í embættistíð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Embættistíð Guðna lýkur á miðnætti í kvöld, en þá handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra, með forsetavald þar til Halla Tómasdóttir verður sett í embætti síðdegis á morgun. Athöfnin verður að mestu með hefðbundnu sniði að sögn Sigurðar Arnar Guðleifssonar, lögfræðings á skrifstofu stjórnskipunar- og stjórnsýslu hjá forsætisráðuneytinu. „Athöfnin er með hefðbundnum hætti og svipar mjög til þess sem var 2016 en þó með þeirri breytingu að kosningalögum var breytt 2021 þannig að kjörbréf Hæstaréttar er ekki lengur og þess í stað mun formaður landskjörstjórnar, í samræmi við þessa breytingu á kosningalögunum, lýsa kjöri forseta,“ segir Sigurður Örn. Athöfnin hefst með helgihaldi í Dómkirkjunni klukkan 15:30, sem í fyrsta sinn verður sjónvarpað bæði á Austurvelli og í Ríkisútvarpinu. Þaðan verður gengið yfir í þinghúsið þar sem formaður landskjörstjórnar lýsir kjöri forseta og nýkjörin forseti undirritar drengskaparheit að stjórnarskránni. „Þar með hefur hún tekið við sem forseti. Þá minnist hún fósturjarðarinnar á svölum Alþingishússins eins og venja er fyrir og heldur ræðu í framhaldi af því í þingsal, og þá þessari formlegu athöfn lokið,“ segir Sigurður. Von er á rúmlega þrjú hundruð gestum við athöfnina, bæði sem verða viðstaddir athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu, og þá fylgjast sérstakir gestir Höllu með úr Smiðju. „Það helgast af því að nú komast færri fyrir í þinghúsinu og í þingsal vegna öryggiskrafna Alþingis, af því við urðum að fækka þar og miðla þá út í önnur rými í þinghúsinu, að þá var gripið til þess ráðs að færa þá sérstaka gesti Höllu meira út í Smiðja og gefa henni þá tækifæri til að bjóða fleirum,“ segir Sigurður Örn. Forseti Íslands Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Ríkisráð kemur saman klukkan tvö í dag á síðasta fundi ráðsins í embættistíð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Embættistíð Guðna lýkur á miðnætti í kvöld, en þá handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra, með forsetavald þar til Halla Tómasdóttir verður sett í embætti síðdegis á morgun. Athöfnin verður að mestu með hefðbundnu sniði að sögn Sigurðar Arnar Guðleifssonar, lögfræðings á skrifstofu stjórnskipunar- og stjórnsýslu hjá forsætisráðuneytinu. „Athöfnin er með hefðbundnum hætti og svipar mjög til þess sem var 2016 en þó með þeirri breytingu að kosningalögum var breytt 2021 þannig að kjörbréf Hæstaréttar er ekki lengur og þess í stað mun formaður landskjörstjórnar, í samræmi við þessa breytingu á kosningalögunum, lýsa kjöri forseta,“ segir Sigurður Örn. Athöfnin hefst með helgihaldi í Dómkirkjunni klukkan 15:30, sem í fyrsta sinn verður sjónvarpað bæði á Austurvelli og í Ríkisútvarpinu. Þaðan verður gengið yfir í þinghúsið þar sem formaður landskjörstjórnar lýsir kjöri forseta og nýkjörin forseti undirritar drengskaparheit að stjórnarskránni. „Þar með hefur hún tekið við sem forseti. Þá minnist hún fósturjarðarinnar á svölum Alþingishússins eins og venja er fyrir og heldur ræðu í framhaldi af því í þingsal, og þá þessari formlegu athöfn lokið,“ segir Sigurður. Von er á rúmlega þrjú hundruð gestum við athöfnina, bæði sem verða viðstaddir athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu, og þá fylgjast sérstakir gestir Höllu með úr Smiðju. „Það helgast af því að nú komast færri fyrir í þinghúsinu og í þingsal vegna öryggiskrafna Alþingis, af því við urðum að fækka þar og miðla þá út í önnur rými í þinghúsinu, að þá var gripið til þess ráðs að færa þá sérstaka gesti Höllu meira út í Smiðja og gefa henni þá tækifæri til að bjóða fleirum,“ segir Sigurður Örn.
Forseti Íslands Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira