Fólk byrjað að fá forsetaafslátt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. júlí 2024 19:00 Gísli Örn Bjarnason framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Brimborg segir viðskiptavini byrjaða að óska eftir og fá svokallaðan forsetaafslátt. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri hjá Brimborg segir gríðarlegan fjölda fyrirspurna hafa borist um bílinn sem forsetahjónin keyptu af umboðinu og afsláttinn sem þau fengu af verði hans. Fólk óski nú eftir forsetaafslætti. Fyrrum forseti nemendafélags hafi fengið slíkan afslátt. Umfjöllun um bílakaup verðandi forsetahjóna hafa vakið mikla athygli síðustu daga eftir að Brimborg auglýsti kaupin á samfélagsmiðlum og upplýst var að eigandi umboðsins væri meðal hundrað boðsgesta á innsetningarathöfn verðandi forseta. Síðustu daga hefur svo verið óljóst hvaða kjör hjónin nutu hjá umboðinu. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um afsláttinn frá Höllu og Brimborg á laugardaginn en það var ekki fyrr en á Facebook í morgun sem Halla svaraði því hjónin hefðu fengið 7,5 prósenta afslátt af verði bílsinsl. Í kjölfarið bárust svör frá umboðinu. Gísli Örn Bjarnason framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Brimborg segir dygga viðskiptavini fá slíkan afslátt. „Þetta er svona góður viðskiptamannaafsláttur hér frá Brimborg fyrir fólk sem er búið að vera lengi í viðskiptum hjá okkur. Bíllinn kostar um 7,9 milljónir á fullu verði og hún staðgreiddi þannig að hún fær aukaafslátt út á það. Þetta er afsláttur í hærri kantinum en í samræmi við þau kjör sem við bjóðum góðum viðskiptavinum Brimborgar,“ segir Gísli sem bætir við að umboðið hafi hins vegar veitt hærri afslætti. Verðandi forsetahjón keyptu Volvo EX30 Ultra LR RWD af Brimborg. Samkvæmt upplýsingum frá umboðinu er listaverð bílsins um 7,7 milljónir króna en hjónin bættu við aukabúnaði þannig að verðið var um 7,9 milljónir. Þau fengu 7,5 prósenta afslátt og greiddu um 7,3 milljónir króna fyrir bílinn.Vísir/Sigurjón Hún verði svara hvað hún hélt að yrði gert við myndina Gísli segir að umboðið hafi þegar tekið ljósmyndina af forsetahjónum úr umferð þegar Halla óskaði eftir því og beðið hana afsökunar á birtingunni. „Það skal tekið fram að við spurðum hana ekki hvort við mættum birta ljósmyndina. Hún verður svo að svara því hvað hún reiknaði með að yrði gert við myndina“ segir Gísli. Fyrrum forseti nemendafélags fékk forsetaafsláttinn Hann segist finna fyrir auknum áhuga á bílnum sem hjónin keyptu í kjölfar umræðunnar og að fólk óski eftir sambærilegum afsláttarkjörum. „Við höfum fengið gríðarlega margar fyrirspurnir vegna bílsins og afsláttarins. Fólk kemur og óskar eftir forsetaafslættinum. Við gáfum t.d. fyrrverandi forseta nemendafélags MH forsetaafsláttinn. Við erum alltaf til í góða afslætti fyrir góða kúnna,“ segir Gísli að lokum. Bílar Forseti Íslands Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
Umfjöllun um bílakaup verðandi forsetahjóna hafa vakið mikla athygli síðustu daga eftir að Brimborg auglýsti kaupin á samfélagsmiðlum og upplýst var að eigandi umboðsins væri meðal hundrað boðsgesta á innsetningarathöfn verðandi forseta. Síðustu daga hefur svo verið óljóst hvaða kjör hjónin nutu hjá umboðinu. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um afsláttinn frá Höllu og Brimborg á laugardaginn en það var ekki fyrr en á Facebook í morgun sem Halla svaraði því hjónin hefðu fengið 7,5 prósenta afslátt af verði bílsinsl. Í kjölfarið bárust svör frá umboðinu. Gísli Örn Bjarnason framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Brimborg segir dygga viðskiptavini fá slíkan afslátt. „Þetta er svona góður viðskiptamannaafsláttur hér frá Brimborg fyrir fólk sem er búið að vera lengi í viðskiptum hjá okkur. Bíllinn kostar um 7,9 milljónir á fullu verði og hún staðgreiddi þannig að hún fær aukaafslátt út á það. Þetta er afsláttur í hærri kantinum en í samræmi við þau kjör sem við bjóðum góðum viðskiptavinum Brimborgar,“ segir Gísli sem bætir við að umboðið hafi hins vegar veitt hærri afslætti. Verðandi forsetahjón keyptu Volvo EX30 Ultra LR RWD af Brimborg. Samkvæmt upplýsingum frá umboðinu er listaverð bílsins um 7,7 milljónir króna en hjónin bættu við aukabúnaði þannig að verðið var um 7,9 milljónir. Þau fengu 7,5 prósenta afslátt og greiddu um 7,3 milljónir króna fyrir bílinn.Vísir/Sigurjón Hún verði svara hvað hún hélt að yrði gert við myndina Gísli segir að umboðið hafi þegar tekið ljósmyndina af forsetahjónum úr umferð þegar Halla óskaði eftir því og beðið hana afsökunar á birtingunni. „Það skal tekið fram að við spurðum hana ekki hvort við mættum birta ljósmyndina. Hún verður svo að svara því hvað hún reiknaði með að yrði gert við myndina“ segir Gísli. Fyrrum forseti nemendafélags fékk forsetaafsláttinn Hann segist finna fyrir auknum áhuga á bílnum sem hjónin keyptu í kjölfar umræðunnar og að fólk óski eftir sambærilegum afsláttarkjörum. „Við höfum fengið gríðarlega margar fyrirspurnir vegna bílsins og afsláttarins. Fólk kemur og óskar eftir forsetaafslættinum. Við gáfum t.d. fyrrverandi forseta nemendafélags MH forsetaafsláttinn. Við erum alltaf til í góða afslætti fyrir góða kúnna,“ segir Gísli að lokum.
Bílar Forseti Íslands Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira